Býst við að flensan fari á flug á næstu vikum en bóluefnið búið Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 12:05 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Baldur Flensutilfellum fer hægt og sígandi fjölgandi og býst sóttvarnalæknir við því að flensan nái hámarki um miðjan febrúar. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að flensan verði skæðari í ár en fyrri ár. Bóluefni gegn inflúensu er uppurið í landinu. Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús með inflúensu í desember, þar af tveir fullorðnir um áttrætt og eitt barn, að því er kom fram í tilkynningu á vef embættis landlæknis um flensusmit á föstudag. Frá því í byrjun október hafi inflúensusmit verið staðfest hjá áttatíu einstaklingum og þeim fjölgi sem eru með inflúensulík einkenni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að flensan sé hægt og sígandi á uppleið og búast megi við að hún fari á flug á næstu vikum. Flensan sé mismunandi skæð á milli ára en ekkert bendi séstaklega til þess að hún verði skeinuhættari í ár en undanfarin ár. „Það á eftir að koma í ljós þegar hún fer á flug,“ segir hann. Vaxandi spurn eftir bóluefni Líkt og undanfarin ár kláraðist inflúensubóluefni á landinu fyrir áramót. Þórólfur segir að um 70.000 skammtar hafi komið til landsins í september og þeim hafi verið strax dreift um landið. „Það er reyndar eitthvað bóluefni sem Landspítalinn hefur pantað sérstaklega fyrir sína sjúklinga en ég held að það sé óhætt að segja allt annað bóluefni er búið. Það kunna að leynast einstaka skammtar á einstaka heilsugæslustöðvum. Það er mögulegt en það er eitthvað sáralítið,“ segir Þórólfur. Bólusetningar hafi verið vel auglýstar í haust en embættið mælir með bólusetningum fyrir áhættuhópa og heilbrigðisstarfsmenn en ekki allan almenning. Ljóst sé þó að margt heilbrigt fólk og vinnustaðir hafi farið í bólusetningu í haust og notað hluta af þeim skömmtum af bóluefninu sem komu til landsins. Þórólfur segir að spurn eftir bóluefni hafi farið vaxandi á undanförnum árum en embættið kunni ekki sérstakar skýringar á því. „Fyrir nokkrum árum vorum við bara með um 60.000 skammta og þurftum stundum að henda afgangi sem gekk ekki út. Það er ekki svo nú,“ segir hann. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Flensutilfellum fer hægt og sígandi fjölgandi og býst sóttvarnalæknir við því að flensan nái hámarki um miðjan febrúar. Hann telur ekki ástæðu til að ætla að flensan verði skæðari í ár en fyrri ár. Bóluefni gegn inflúensu er uppurið í landinu. Þrír voru lagðir inn á sjúkrahús með inflúensu í desember, þar af tveir fullorðnir um áttrætt og eitt barn, að því er kom fram í tilkynningu á vef embættis landlæknis um flensusmit á föstudag. Frá því í byrjun október hafi inflúensusmit verið staðfest hjá áttatíu einstaklingum og þeim fjölgi sem eru með inflúensulík einkenni. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir við Vísi að flensan sé hægt og sígandi á uppleið og búast megi við að hún fari á flug á næstu vikum. Flensan sé mismunandi skæð á milli ára en ekkert bendi séstaklega til þess að hún verði skeinuhættari í ár en undanfarin ár. „Það á eftir að koma í ljós þegar hún fer á flug,“ segir hann. Vaxandi spurn eftir bóluefni Líkt og undanfarin ár kláraðist inflúensubóluefni á landinu fyrir áramót. Þórólfur segir að um 70.000 skammtar hafi komið til landsins í september og þeim hafi verið strax dreift um landið. „Það er reyndar eitthvað bóluefni sem Landspítalinn hefur pantað sérstaklega fyrir sína sjúklinga en ég held að það sé óhætt að segja allt annað bóluefni er búið. Það kunna að leynast einstaka skammtar á einstaka heilsugæslustöðvum. Það er mögulegt en það er eitthvað sáralítið,“ segir Þórólfur. Bólusetningar hafi verið vel auglýstar í haust en embættið mælir með bólusetningum fyrir áhættuhópa og heilbrigðisstarfsmenn en ekki allan almenning. Ljóst sé þó að margt heilbrigt fólk og vinnustaðir hafi farið í bólusetningu í haust og notað hluta af þeim skömmtum af bóluefninu sem komu til landsins. Þórólfur segir að spurn eftir bóluefni hafi farið vaxandi á undanförnum árum en embættið kunni ekki sérstakar skýringar á því. „Fyrir nokkrum árum vorum við bara með um 60.000 skammta og þurftum stundum að henda afgangi sem gekk ekki út. Það er ekki svo nú,“ segir hann.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira