Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. janúar 2020 19:14 Alexander Petersson skorar eitt af sex mörkum sínum í kvöld. EPA-EFE/ANDREAS HILLERGREN Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Nánast hver einasti maður í íslenska liðinu skilaði sínu hlutverki með glans og í lokin komu síðan nýliðarnir Viggó Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson með frábærar innkomur. Viggó Kristjánsson leysti af besta mann íslenska liðsins í leiknum, Alexander Petersson, og spilaði frábærlega síðustu tuttugu mínútur leiksins. Viggó skoraði 4 mörk, fiskaði eitt víti og átti sendingu sem gaf víti. Viktor Gísli Hallgrímsson átti líka frábæra innkomu í íslenska markið og varði sjö af níu skotum sem komu á hann en það er 78 prósent markvarsla. Viktor Gísli varði meðal annars eitt víti og hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa. Annars voru þeir örvhentu í íslenska liðinu sem skiluðu saman tuttugu mörkum. Alexander Petersson og Sigvaldi Guðjónsson voru báðir með sex mörk og þeir Viggó og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þessir fjórir þurftu líka aðeins 28 skot til að skora þessi 20 mörk. Íslenska liðið sundurspilaði oft vörn Rússanna en alls komu átta mörk íslenska liðsins eftir gegnumbrot. Aron Pálmarsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrsta leiknum, skoraði ekki mark sjálfur en átti engu að síður þátt í flestum mörkum íslenska liðsins í leiknum. Aron átti nefnilega tíu stoðsendingar á félaga sína og er þar með kominn með nítján stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Rússlandi á EM 2020 -Hver skoraði mest: 1. Alexander Petersson 6 1. Sigvaldi Guðjónsson 6 1. Bjarki Már Elísson 6/2 4. Arnór Þór Gunnarsson 4/3 4. Viggó Kristjánsson 4 4. Janus Daði Smárason 4Hver varði flest skot: 1. Björgvin Páll Gústavsson 14 (40%) 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7/1 (78%)Hver spilaði mest í leiknum: 1. Bjarki Már Elísson 58:25 mín 2. Sigvaldi Guðjónsson 55:31 3. Björgvin Páll Gústavsson 44:54 4. Aron Pálmarsson 42:40 5. Alexander Petersson 42:39 6. Elvar Örn Jónsson 38:17 7. Ýmir Örn Gíslason 38:16Hver skaut oftast á markið: 1. Bjarki Már Elísson 8 1. Alexander Petersson 8 3. Sigvaldi Guðjónsson 7 4. Arnór Þór Gunnarsson 5 4. Viggó Kristjánsson 5Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Aron Pálmarsson 10 2. Janus Daði Smárason 3 3. Alexander Petersson 2 3. Elvar Örn Jónsson 2Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar): 1. Aron Pálmarsson 10 (0+10) 2. Alexander Petersson 8 (6+2) 3. Janus Daði Smárason 7 (4+3) 3. Bjarki Már Elísson 7 (6+1) 5. Sigvaldi Guðjónsson 6 (6+0)Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7 2. Ýmir Örn Gíslason 3 2. Aron Pálmarsson 3 2. Janus Daði Smárason 3 2. Alexander Petersson 3 6. Arnór Þór Gunnarsson 2 6. Ólafur Guðmundsson 2Hver tapaði boltanum oftast: 1. Elvar Örn Jónsson 5 2. Janus Daði Smárason 2Hver fiskaði flest vítaköst: 1. Arnar Freyr Arnarsson 2 1. Sigvaldi Guðjónsson 2 3. Alexander Petersson 1 3. Viggó Kristjánsson 1Hver hljóp mest: Bjarki Már Elísson 5,1 kmHver hljóp hraðast: Sigvaldi Guðjónsson 29 km/klstHver stökk hæst: Alexander Petersson 67 smHver átti fastasta skotið: Viggó Kristjánsson 126 km/klstHver átti flestar sendingar: Alexander Petersson 132Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Alexander Petersson 9,2 2. Sigvaldi Guðjónsson 8,9 3. Janus Daði Smárason 8,0 4. Bjarki Már Elísson 7,8 5. Viggó Kristjánsson 7,6Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7,9 2. Ýmir Örn Gíslason 7,5 3. Aron Pálmarsson 6,4 3. Ólafur Guðmundsson 6,4 5. Sigvaldi Guðjónsson 6,3 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,3- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 5 með langskotum 8 með gegnumbrotum 6 af línu 2 úr hægra horni 8 úr hraðaupphlaupum (3 með seinni bylgju) 5 úr vítum 3 úr vinstra horni- Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Ísland +3 (5-2) Mörk af línu: Ísland +1 (6-5) Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +1 (8-7) Tapaðir boltar: Rússland +3 (15-12) Fiskuð víti: Ísland +1 (6-5) Varin skot markvarða: Ísland +12 (21-9) Varin víti markvarða: Jafnt (1-1) Misheppnuð skot: Rússland +5 (18-13) Löglegar stöðvanir: Ísland +8 (25-17) Refsimínútur: Jafnt (8-8)- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +3 (6-3) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (7-3) 21. til 30. mínúta: Jafnt (5-5)Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Ísland +1 (4-3) 41. til 50. mínúta: Jafnt (8-8) 51. til 60. mínúta: Ísland +3 (4-1) Byrjun hálfleikja: Ísland +4 (10-6) Lok hálfleikja: Ísland +3 (9-6) Fyrri hálfleikur: Ísland +7 (18-11) Seinni hálfleikur: Ísland +4 (16-12) EM 2020 í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. Nánast hver einasti maður í íslenska liðinu skilaði sínu hlutverki með glans og í lokin komu síðan nýliðarnir Viggó Kristjánsson og Viktor Gísli Hallgrímsson með frábærar innkomur. Viggó Kristjánsson leysti af besta mann íslenska liðsins í leiknum, Alexander Petersson, og spilaði frábærlega síðustu tuttugu mínútur leiksins. Viggó skoraði 4 mörk, fiskaði eitt víti og átti sendingu sem gaf víti. Viktor Gísli Hallgrímsson átti líka frábæra innkomu í íslenska markið og varði sjö af níu skotum sem komu á hann en það er 78 prósent markvarsla. Viktor Gísli varði meðal annars eitt víti og hafði svo sannarlega ástæðu til að brosa. Annars voru þeir örvhentu í íslenska liðinu sem skiluðu saman tuttugu mörkum. Alexander Petersson og Sigvaldi Guðjónsson voru báðir með sex mörk og þeir Viggó og Arnór Þór Gunnarsson skoruðu fjögur mörk hvor. Þessir fjórir þurftu líka aðeins 28 skot til að skora þessi 20 mörk. Íslenska liðið sundurspilaði oft vörn Rússanna en alls komu átta mörk íslenska liðsins eftir gegnumbrot. Aron Pálmarsson, markahæsti leikmaður íslenska liðsins í fyrsta leiknum, skoraði ekki mark sjálfur en átti engu að síður þátt í flestum mörkum íslenska liðsins í leiknum. Aron átti nefnilega tíu stoðsendingar á félaga sína og er þar með kominn með nítján stoðsendingar í fyrstu tveimur leikjunum.Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.- Íslensku landsliðsmennirnir á móti Rússlandi á EM 2020 -Hver skoraði mest: 1. Alexander Petersson 6 1. Sigvaldi Guðjónsson 6 1. Bjarki Már Elísson 6/2 4. Arnór Þór Gunnarsson 4/3 4. Viggó Kristjánsson 4 4. Janus Daði Smárason 4Hver varði flest skot: 1. Björgvin Páll Gústavsson 14 (40%) 2. Viktor Gísli Hallgrímsson 7/1 (78%)Hver spilaði mest í leiknum: 1. Bjarki Már Elísson 58:25 mín 2. Sigvaldi Guðjónsson 55:31 3. Björgvin Páll Gústavsson 44:54 4. Aron Pálmarsson 42:40 5. Alexander Petersson 42:39 6. Elvar Örn Jónsson 38:17 7. Ýmir Örn Gíslason 38:16Hver skaut oftast á markið: 1. Bjarki Már Elísson 8 1. Alexander Petersson 8 3. Sigvaldi Guðjónsson 7 4. Arnór Þór Gunnarsson 5 4. Viggó Kristjánsson 5Hver gaf flestar stoðsendingar: 1. Aron Pálmarsson 10 2. Janus Daði Smárason 3 3. Alexander Petersson 2 3. Elvar Örn Jónsson 2Hver átti þátt í flestum mörkum (Mörk + stoðsendingar): 1. Aron Pálmarsson 10 (0+10) 2. Alexander Petersson 8 (6+2) 3. Janus Daði Smárason 7 (4+3) 3. Bjarki Már Elísson 7 (6+1) 5. Sigvaldi Guðjónsson 6 (6+0)Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7 2. Ýmir Örn Gíslason 3 2. Aron Pálmarsson 3 2. Janus Daði Smárason 3 2. Alexander Petersson 3 6. Arnór Þór Gunnarsson 2 6. Ólafur Guðmundsson 2Hver tapaði boltanum oftast: 1. Elvar Örn Jónsson 5 2. Janus Daði Smárason 2Hver fiskaði flest vítaköst: 1. Arnar Freyr Arnarsson 2 1. Sigvaldi Guðjónsson 2 3. Alexander Petersson 1 3. Viggó Kristjánsson 1Hver hljóp mest: Bjarki Már Elísson 5,1 kmHver hljóp hraðast: Sigvaldi Guðjónsson 29 km/klstHver stökk hæst: Alexander Petersson 67 smHver átti fastasta skotið: Viggó Kristjánsson 126 km/klstHver átti flestar sendingar: Alexander Petersson 132Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz): 1. Alexander Petersson 9,2 2. Sigvaldi Guðjónsson 8,9 3. Janus Daði Smárason 8,0 4. Bjarki Már Elísson 7,8 5. Viggó Kristjánsson 7,6Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz): 1. Elvar Örn Jónsson 7,9 2. Ýmir Örn Gíslason 7,5 3. Aron Pálmarsson 6,4 3. Ólafur Guðmundsson 6,4 5. Sigvaldi Guðjónsson 6,3 5. Arnór Þór Gunnarsson 6,3- Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum - 5 með langskotum 8 með gegnumbrotum 6 af línu 2 úr hægra horni 8 úr hraðaupphlaupum (3 með seinni bylgju) 5 úr vítum 3 úr vinstra horni- Plús & mínus kladdinn í leiknum - Mörk með langskotum: Ísland +3 (5-2) Mörk af línu: Ísland +1 (6-5) Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +1 (8-7) Tapaðir boltar: Rússland +3 (15-12) Fiskuð víti: Ísland +1 (6-5) Varin skot markvarða: Ísland +12 (21-9) Varin víti markvarða: Jafnt (1-1) Misheppnuð skot: Rússland +5 (18-13) Löglegar stöðvanir: Ísland +8 (25-17) Refsimínútur: Jafnt (8-8)- Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -Fyrri hálfleikurinn: 1. til 10. mínúta: Ísland +3 (6-3) 11. til 20. mínúta: Ísland +4 (7-3) 21. til 30. mínúta: Jafnt (5-5)Seinni hálfleikurinn: 31. til 40. mínúta: Ísland +1 (4-3) 41. til 50. mínúta: Jafnt (8-8) 51. til 60. mínúta: Ísland +3 (4-1) Byrjun hálfleikja: Ísland +4 (10-6) Lok hálfleikja: Ísland +3 (9-6) Fyrri hálfleikur: Ísland +7 (18-11) Seinni hálfleikur: Ísland +4 (16-12)
EM 2020 í handbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Rooney er ósammála Gerrard Enski boltinn Fleiri fréttir Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Sjá meira