Aron og Alexander mættu saman í viðtal og fóru á kostum Anton Ingi Leifsson skrifar 13. janúar 2020 19:22 Alexander Petersson og Aron Pálmarsson mættu saman í viðtal eftir sigur Íslands á Rússlandi í dag. Ísland hefur þar af leiðandi unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. „Við mættum hrikalega vel stemmdir inn í þennan leik. Það var mikið undir og talað um það hvað við höfum verið að klúðra á síðustu mótum. Við mættum 120% og sýndum það að við ætluðum ekki að klúðra þessu,“ sagði Aron. „Við sýndum það að við erum orðnir alvöru lið og kafsigldum þá,“ bætti Aron við. Alexander var magnaður varnarlega og hann var sáttur. Aðspurður hvort að vörnin hafi minnt á Peking svaraði hann: „Ég man það ekki. Það er svo langt síðan,“ sagði hann og hló áður en hann hélt áfram. „Strákarnir gerðu þetta mjög vel. Allir eru að berjast eins og ljón. Við erum bara tveir gamlir karlar,“ sagði Alexander sem brosti til Arons. Aron komst ekki á blað í dag eftir magnaðan leik á laugardaginn og Alexander skilur það enda var Aron tekinn úr umferð. „Hvaðan átti hann að skjóta? Af 15-20 metrum? Sjáðu að Viggó kemur inn og allir hinir. Geggjaðir leikmenn og gaman að spila með þeim.“ Aron segir að innkoma strákanna af bekknum sé jákvæð. „Það er ekki sjálfgefið að koma inn af bekknum í leik sem er svona þægilegur og halda svona standard. Þeir sýndu það strákarnir að þeir eru helvíti góðir og þeir gáfu í ef eitthvað var. Það er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið og þá sem einstaklinganna.“ Alexander segir að líkaminn hafi það fínt. „Ég er bara góður. Við verðum svo bara sjá til. Ég þarf að jafna mig og svo sjáum við til.“ Aron vill að liðið haldi uppteknum hætti í síðasta leiknum í riðlinum gegn Ungverjum á miðvikudag. „Við sýndum í dag að við getum haldið standard. Erum nú búnir að gera það tvo leiki í röð og nú er bara bæta einum leik við. Mæta alveg eins í næsta leik.“ EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Guðmundur Guðmundsson gekk stoltur frá borði í kvöld. 13. janúar 2020 19:04 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Alexander Petersson og Aron Pálmarsson mættu saman í viðtal eftir sigur Íslands á Rússlandi í dag. Ísland hefur þar af leiðandi unnið fyrstu tvo leiki sína á mótinu. „Við mættum hrikalega vel stemmdir inn í þennan leik. Það var mikið undir og talað um það hvað við höfum verið að klúðra á síðustu mótum. Við mættum 120% og sýndum það að við ætluðum ekki að klúðra þessu,“ sagði Aron. „Við sýndum það að við erum orðnir alvöru lið og kafsigldum þá,“ bætti Aron við. Alexander var magnaður varnarlega og hann var sáttur. Aðspurður hvort að vörnin hafi minnt á Peking svaraði hann: „Ég man það ekki. Það er svo langt síðan,“ sagði hann og hló áður en hann hélt áfram. „Strákarnir gerðu þetta mjög vel. Allir eru að berjast eins og ljón. Við erum bara tveir gamlir karlar,“ sagði Alexander sem brosti til Arons. Aron komst ekki á blað í dag eftir magnaðan leik á laugardaginn og Alexander skilur það enda var Aron tekinn úr umferð. „Hvaðan átti hann að skjóta? Af 15-20 metrum? Sjáðu að Viggó kemur inn og allir hinir. Geggjaðir leikmenn og gaman að spila með þeim.“ Aron segir að innkoma strákanna af bekknum sé jákvæð. „Það er ekki sjálfgefið að koma inn af bekknum í leik sem er svona þægilegur og halda svona standard. Þeir sýndu það strákarnir að þeir eru helvíti góðir og þeir gáfu í ef eitthvað var. Það er mjög jákvætt fyrir okkur sem lið og þá sem einstaklinganna.“ Alexander segir að líkaminn hafi það fínt. „Ég er bara góður. Við verðum svo bara sjá til. Ég þarf að jafna mig og svo sjáum við til.“ Aron vill að liðið haldi uppteknum hætti í síðasta leiknum í riðlinum gegn Ungverjum á miðvikudag. „Við sýndum í dag að við getum haldið standard. Erum nú búnir að gera það tvo leiki í röð og nú er bara bæta einum leik við. Mæta alveg eins í næsta leik.“
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47 Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45 Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14 Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Guðmundur Guðmundsson gekk stoltur frá borði í kvöld. 13. janúar 2020 19:04 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Twitter eftir sigurinn: „Eltir mig útum allt í um áratug en tókst mig kannski ekki úr umferð“ Ísland er með með fullt hús stiga eftir tvær umferðir á EM en strákarnir okkar unnu sigur á Rússlandi í dag, 34-23. 13. janúar 2020 18:47
Leik lokið: Ísland - Rússland 34-23 | Rússarnir sáu aldrei til sólar Ísland er með fullt hús stiga í E-riðli Evrópumótsins í handbolta eftir ellefu marka stórsigur á Rússlandi, 34-23. 13. janúar 2020 18:45
Topparnir í tölfræðinni á móti Rússlandi: Örvhentu strákarnir skiluðu saman tuttugu mörkum Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann ellefu marka stórsigur á Rússum, 34-23, í öðrum leik sínum á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 13. janúar 2020 19:14
Guðmundur fékk gæsahúð yfir varnarleiknum Guðmundur Guðmundsson gekk stoltur frá borði í kvöld. 13. janúar 2020 19:04