Fannst það óraunverulegt þegar henni var óskað til hamingju hjá lækninum Eiður Þór Árnason skrifar 13. janúar 2020 23:15 Hildur Guðnadóttir hefur gert það gott síðustu misseri. Ap/richard shotwell Hildur Guðnadóttir tónskáld segist varla hafa verið búin að ná andanum eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina í síðustu viku þegar henni var tilkynnt um tilnefningu sína til Óskarsverðlaunana fyrr í dag. Hún segir í samtali við bandaríska dægurmiðilinn Rolling Stone að hún sé meðvituð um þá miklu þýðingu sem velgengni hennar gæti haft fyrir aðrar konur í faginu og vonast til þess að þetta verði til að fjölga tækifærum fyrir þær.Sjá einnig: Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði: Tónlistaruppeldið, Rúnk og vinskapurinn við Jóhann JóhannssonÍ því samhengi lýsir Hildur því hvernig hún hafi fyrir tíu árum fundið fyrir ákveðinni tregðu innan Hollywood gagnvart því að treysta kvenkyns tónskáldum fyrir stórum verkefnum. Hún var stödd með eiginmanni sínum, bandaríska tónskáldinu Sam Slater, hjá lækni á dögunum þegar hjúkrunarfræðingur nálgaðist hana og óskaði henni til hamingju með Golden Globe-verðlaunin. „Fyrir stelpu frá litlum bæ á Íslandi, þá er það frekar óraunverulegt að vera sitjandi á læknastofu í Los Angeles og fá hamingjuóskir frá hjúkrunarfræðingnum.“ Hildur þakkaði fyrir alla ástina og heillaóskirnar sem hún hafi fengið síðastliðna viku á Twitter-síðu sinni í dag. THANK YOU for all the well wishing and love this last week! I haven't gotten my head around everything that's been happening, it was wonderful to celebrate so many of my colleagues work in person & it's wonderful to feel all this love from family and friends from afar! LOVE WINS!— Hildur Gudnadottir (@hildurness) January 13, 2020 Hún er sjöundi Íslendingurinn til þess að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna en Jóhann Jóhannsson fékk til að mynda tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Rétt um vika er síðan Hildur vann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og þykir hún einnig líkleg til þess að hljóta Óskarinn. Hildur yrði þá fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun. Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Menning Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur valin tónlistarmaður ársins: „Fann mikla breytingu eftir #metoo“ Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag. 10. janúar 2020 14:30 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tónskáld segist varla hafa verið búin að ná andanum eftir Golden Globe-verðlaunahátíðina í síðustu viku þegar henni var tilkynnt um tilnefningu sína til Óskarsverðlaunana fyrr í dag. Hún segir í samtali við bandaríska dægurmiðilinn Rolling Stone að hún sé meðvituð um þá miklu þýðingu sem velgengni hennar gæti haft fyrir aðrar konur í faginu og vonast til þess að þetta verði til að fjölga tækifærum fyrir þær.Sjá einnig: Hollywood-tónskáldið úr Hafnarfirði: Tónlistaruppeldið, Rúnk og vinskapurinn við Jóhann JóhannssonÍ því samhengi lýsir Hildur því hvernig hún hafi fyrir tíu árum fundið fyrir ákveðinni tregðu innan Hollywood gagnvart því að treysta kvenkyns tónskáldum fyrir stórum verkefnum. Hún var stödd með eiginmanni sínum, bandaríska tónskáldinu Sam Slater, hjá lækni á dögunum þegar hjúkrunarfræðingur nálgaðist hana og óskaði henni til hamingju með Golden Globe-verðlaunin. „Fyrir stelpu frá litlum bæ á Íslandi, þá er það frekar óraunverulegt að vera sitjandi á læknastofu í Los Angeles og fá hamingjuóskir frá hjúkrunarfræðingnum.“ Hildur þakkaði fyrir alla ástina og heillaóskirnar sem hún hafi fengið síðastliðna viku á Twitter-síðu sinni í dag. THANK YOU for all the well wishing and love this last week! I haven't gotten my head around everything that's been happening, it was wonderful to celebrate so many of my colleagues work in person & it's wonderful to feel all this love from family and friends from afar! LOVE WINS!— Hildur Gudnadottir (@hildurness) January 13, 2020 Hún er sjöundi Íslendingurinn til þess að fá tilnefningu til Óskarsverðlauna en Jóhann Jóhannsson fékk til að mynda tilnefningar árin 2015 og 2016 fyrir tónlist sína í kvikmyndunum The Theory of Everything og Sicario. Jóhann og Hildur unnu mikið saman á sínum tíma. Rétt um vika er síðan Hildur vann Golden Globe verðlaunin fyrir tónlist sína í kvikmyndinni Joker og þykir hún einnig líkleg til þess að hljóta Óskarinn. Hildur yrði þá fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun.
Bíó og sjónvarp Hildur Guðnadóttir Menning Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02 Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26 Hildur valin tónlistarmaður ársins: „Fann mikla breytingu eftir #metoo“ Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag. 10. janúar 2020 14:30 Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30 Mest lesið Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Sigurganga Hildar heldur áfram Hildur Guðnadóttir hreppti tvenn stór verðlaun á verðlaunahátíð Samtaka tónskálda og textahöfunda í Los Angeles, sem fram fóru á þriðjudag. 10. janúar 2020 08:02
Hildur Guðnadóttir vann Golden Globe Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut í nótt Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. 6. janúar 2020 06:26
Hildur valin tónlistarmaður ársins: „Fann mikla breytingu eftir #metoo“ Golden Globe verðlaunahafinn Hildur Guðnadóttir hlaut titilinn Tónlistarmaður ársins hjá tónlistartímaritinu The Reykjavík Grapevine sem kom út í dag. 10. janúar 2020 14:30
Balti um velgengni Hildar: Hún verður fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn Hildur Guðnadóttir tónskáld hlaut Golden Globe-verðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker á sunnudagskvöldið. 8. janúar 2020 12:30