Samheldni og náungakærleikur lykilatriði í ófærðinni á Flateyri Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. janúar 2020 12:53 Katrín María Gísladóttir, kennari, segir að samfélagið á Flateyri sé afar samheldið. Það sé lykilatriði þegar ófært er í þorpinu eins og í dag. Borið hefur á vöruskorti. Katrín María Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti. Katrín María Gísladóttir, kennari í Grunnskólanum á Flateyri, er í dag föst heima hjá sér ásamt þriggja ára dóttur sinni og sambýlismanni. Hún er barnshafandi og komin rúma sjö mánuði á leið en næsta sjúkrahús er á Ísafirði. Þrátt fyrir að hafa engar raunverulegar áhyggjur af því að fara af stað í fæðingu segist hún finna til innilokunarkenndar. Katrín segir að íbúar á Flateyri hafi fyrir helgi búið sig vel undir óveðrið og að flestir hafi ráðist í stórinnkaup á föstudag. Ófærð og lokanir hafi þó varið lengur en íbúar hafi almennt reiknað með. „Það er farið að tæmast í búðinni og fólk að verða uppiskroppa með mat fyrir dýrin og þurrmjólk fyrir börnin. Þetta er farið að verða svolítið langur tími,“ segir Katrín. Katrín segir að náungakærlegur og samheldni séu lykilatriði í þorpinu á stundum sem þessum. Sambýlismaður Katrínar er formaður björgunarsveitarinnar á svæðinu en björgunarsveitarfólk hefur haft þýðingarmikið hlutverk í óveðrinu sem geisað hefur undanfarna daga. Það hefur komið fólki á milli staða, nauðsynjavörum til fólks og í gær var börnum ekið til og frá leikskóla. „Það er náttúrulega brjáluð samheldni í samfélaginu. Allir tala saman, hjálpast að, lána og hoppa á milli staða og að gera allt sem þarf. Í gær hjálpaði matráðurinn úr skólanum rekstraraðilum sjoppunnar að baka hamborgarabrauð svo hægt væri að fá sér sjoppu-borgara því það var ekkert mikið eftir af mat í bænum. Allir gera allt sem þeir geta, það eru allir jákvæðir. Það er ekki enn orðið neitt stress eða vesen, strax allavega,“ segir Katrín. Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49 Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Lokað hefur verið fyrir umferð um Flateyrarveg, meira og minna, frá því á föstudag vegna ófærðar og snjóflóðahættu. Fjöldi íbúa á Flateyri, þar sem fannfergi er gríðarlegt, er fastur heima hjá sér og nú er svo komið að borið hefur á vöruskorti. Katrín María Gísladóttir, kennari í Grunnskólanum á Flateyri, er í dag föst heima hjá sér ásamt þriggja ára dóttur sinni og sambýlismanni. Hún er barnshafandi og komin rúma sjö mánuði á leið en næsta sjúkrahús er á Ísafirði. Þrátt fyrir að hafa engar raunverulegar áhyggjur af því að fara af stað í fæðingu segist hún finna til innilokunarkenndar. Katrín segir að íbúar á Flateyri hafi fyrir helgi búið sig vel undir óveðrið og að flestir hafi ráðist í stórinnkaup á föstudag. Ófærð og lokanir hafi þó varið lengur en íbúar hafi almennt reiknað með. „Það er farið að tæmast í búðinni og fólk að verða uppiskroppa með mat fyrir dýrin og þurrmjólk fyrir börnin. Þetta er farið að verða svolítið langur tími,“ segir Katrín. Katrín segir að náungakærlegur og samheldni séu lykilatriði í þorpinu á stundum sem þessum. Sambýlismaður Katrínar er formaður björgunarsveitarinnar á svæðinu en björgunarsveitarfólk hefur haft þýðingarmikið hlutverk í óveðrinu sem geisað hefur undanfarna daga. Það hefur komið fólki á milli staða, nauðsynjavörum til fólks og í gær var börnum ekið til og frá leikskóla. „Það er náttúrulega brjáluð samheldni í samfélaginu. Allir tala saman, hjálpast að, lána og hoppa á milli staða og að gera allt sem þarf. Í gær hjálpaði matráðurinn úr skólanum rekstraraðilum sjoppunnar að baka hamborgarabrauð svo hægt væri að fá sér sjoppu-borgara því það var ekkert mikið eftir af mat í bænum. Allir gera allt sem þeir geta, það eru allir jákvæðir. Það er ekki enn orðið neitt stress eða vesen, strax allavega,“ segir Katrín.
Ísafjarðarbær Veður Tengdar fréttir Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49 Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00 Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00 Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30 Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Sjá meira
Óvissustig á Hellisheiði og mögulegar lokanir með skömmum fyrirvara Vegagerðin hefur varað við því að óvissa ríki nú með veður og færð á Hellisheiði og í Þrengslum. 14. janúar 2020 10:49
Lokaðir vegir, ófærð og viðvaranir Færðin spilltist víða á vegum landsins í nótt. Víða er ófært og hefur fjölda vega verið lokað. 14. janúar 2020 06:00
Klakabrynjaðir bílarnir frusu fastir við veginn Björgunarsveitarfólk hjá Kyndli á Kirkjubæjarklaustri kom sex ferðamönnum við Núpá í Skaftárhreppi til bjargar um kvöldmatarleytið í gær. 14. janúar 2020 09:00
Örfá hús á norðanverðum Vestfjörðum í hættu vegna snjóflóða Á Vestfjörðum hefur snjóað talsvert undanfarna daga en norðaustan hríð er spáð alveg fram á miðvikudag. Mestur verður vindurinn og ofankoman í dag og fram á þriðjudag. Fyrir er talsvert fannfergi í fjöllum sem er lagskipt eftir mismunandi vindáttir og hitabreytingar. 13. janúar 2020 13:30
Strandaglóparnir hrifnir af samtakamætti Reykjanesbæjar: „Það var meira að segja vegan pizza“ Margir þeirra hefðu þó þegið betra upplýsingaflæði á Keflavíkurflugvelli. 13. janúar 2020 10:43