Rósa Ingólfsdóttir er látin Jakob Bjarnar skrifar 14. janúar 2020 15:12 Rósa var sannkallaður gleðigjafi en skoðanir hennar í jafnréttismálum voru umdeildar. (Myndin er fengin af forsíðu ævisögunni Rósumál.) Rósa Ingólfsdóttir listamaður er látin. Hún andaðist í morgun á hjúkrunarheimilinu Hamar í Mosfellsbæ. Dóttir hennar, Klara Egilson, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni með eftirfarandi orðum: „Elskuleg móðir mín, Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, stórleikkona, ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, fegurðardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þáttagerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur andaðist snemma í morgun, þann 14. janúar 2020, á Hjúkrunarheimilinu Hamrar, í Mosfellsbæ. Hún hlaut friðsælt andlát og var umvafin ást, hlýju og kærleika til síðasta andartaks. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Ég unni þér.“ Forsíðuviðtal tímaritsins Mannlífs, þar sem Rósa sat fyrir í rósabaði og er frá árinu 1989, vakti gríðarlega athygli. Rósa var það sem heita má að kallast þjóðareign, slík var frægð hennar og vinsældir. Hún fæddist 5. ágúst 1947. Hún er útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands og Myndlista- og Handíðaskólanum. Rósa er fyrsti teiknari Ríkisútvarpsins en þar starfaði hún um árabil, fyrst sem teiknari en seinna meir sem sjónvarpsþula samhliða teiknistörfum sínum við stofnunina. Hún vakti mikla athygli á skjánum fyrir einkar alúðlega og eðlilega framkomu. Árið 1992 kom út ævisaga Rósu Ingólfsdóttur, sem skrásett var af Jónínu Leósdóttur blaðamanni og rithöfundi og heitir Rósumál sem kynnt var til sögunnar sem hispurslaus frásögn þar sem Rósa dregur ekkert undan og segir álit sitt á samferðarmönnum. Rósa vakti oft mikla athygli í ýmsum viðtölum þar sem hún setti fram skoðanir sínar tæpitungulaust meðal annars um jafnréttismál. Þar má heita að Rósa hafi siglt gegn straumi tímans og valdið verulegu fjaðrafoki en hún hélt því fram að karlmenn ættu að stjórna samfélaginu. Það væri best fyrir alla, konur og kalla. Þetta viðhorf viðraði hún oft til dæmis í viðtali sem Reynir Traustason skrifaði og birtist í Stundinni fyrir fjórum árum. Hér neðar má sjá viðtal Hemma Gunn frá árinu 1990 við Rósu en þau voru góðir vinir. Það má heita lýsandi fyrir lífsgleðina sem einkenndi Rósu.Fyrri hluti viðtalsins. Síðari hluti viðtalsins. Rósa var hæfileikarík og í upphafi ferils síns togaði tónlistargyðjan ekki síst. Hún samdi ýmis lög, meðal annars þetta lag sem fylgir neðar. Andlát Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Rósa Ingólfsdóttir listamaður er látin. Hún andaðist í morgun á hjúkrunarheimilinu Hamar í Mosfellsbæ. Dóttir hennar, Klara Egilson, greinir frá þessu á Facebooksíðu sinni með eftirfarandi orðum: „Elskuleg móðir mín, Guðmunda Rósa Ingólfsdóttir, auglýsingateiknari, stórleikkona, ljóðskáld, tónlistarkona, baráttumanneskja, frumkvöðull, fegurðardís, myndlistarkona, vinkona, lífsfélagi, samferðamanneskja, húmoristi, pistlahöfundur, þáttagerðarmanneskja, sjónvarpsþula, sálufélagi og trúnaðarvinur andaðist snemma í morgun, þann 14. janúar 2020, á Hjúkrunarheimilinu Hamrar, í Mosfellsbæ. Hún hlaut friðsælt andlát og var umvafin ást, hlýju og kærleika til síðasta andartaks. Sofðu rótt, elsku mamma mín. Ég unni þér.“ Forsíðuviðtal tímaritsins Mannlífs, þar sem Rósa sat fyrir í rósabaði og er frá árinu 1989, vakti gríðarlega athygli. Rósa var það sem heita má að kallast þjóðareign, slík var frægð hennar og vinsældir. Hún fæddist 5. ágúst 1947. Hún er útskrifuð úr Leiklistarskóla Íslands og Myndlista- og Handíðaskólanum. Rósa er fyrsti teiknari Ríkisútvarpsins en þar starfaði hún um árabil, fyrst sem teiknari en seinna meir sem sjónvarpsþula samhliða teiknistörfum sínum við stofnunina. Hún vakti mikla athygli á skjánum fyrir einkar alúðlega og eðlilega framkomu. Árið 1992 kom út ævisaga Rósu Ingólfsdóttur, sem skrásett var af Jónínu Leósdóttur blaðamanni og rithöfundi og heitir Rósumál sem kynnt var til sögunnar sem hispurslaus frásögn þar sem Rósa dregur ekkert undan og segir álit sitt á samferðarmönnum. Rósa vakti oft mikla athygli í ýmsum viðtölum þar sem hún setti fram skoðanir sínar tæpitungulaust meðal annars um jafnréttismál. Þar má heita að Rósa hafi siglt gegn straumi tímans og valdið verulegu fjaðrafoki en hún hélt því fram að karlmenn ættu að stjórna samfélaginu. Það væri best fyrir alla, konur og kalla. Þetta viðhorf viðraði hún oft til dæmis í viðtali sem Reynir Traustason skrifaði og birtist í Stundinni fyrir fjórum árum. Hér neðar má sjá viðtal Hemma Gunn frá árinu 1990 við Rósu en þau voru góðir vinir. Það má heita lýsandi fyrir lífsgleðina sem einkenndi Rósu.Fyrri hluti viðtalsins. Síðari hluti viðtalsins. Rósa var hæfileikarík og í upphafi ferils síns togaði tónlistargyðjan ekki síst. Hún samdi ýmis lög, meðal annars þetta lag sem fylgir neðar.
Andlát Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent