Fyrsta konan til tunglsins gæti þurft að vinna kærustukeppni Samúel Karl Ólason skrifar 14. janúar 2020 15:40 Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa. Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa, sem tilkynnti árið 2018 að hann hefði greitt fyrirtækinu SpaceX fyrir hringferð um tunglið árið 2023, er að leita sér að kærustu til að fara með sér. Sú ferð á að vera farin með geimskipinu Starship sem starfsmenn SpaceX eru enn að þróa. Maezawa, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. Maezawa tísti um keppnina á sunnudaginn. Þar birti hann mynd af sér og tunglinu með textanum: „Komdu með mér til tunglsins?“ Fram kemur einnig að umsóknarfrestur í keppnina sé til 17. janúar. Tístinu fylgdi hlekkur á vef keppninnar, sem virðist eiga að gera heimildarmynd um, og koma reglurnar þar fram. Konur sem taka þátt verða að vera orðnar minnst tuttugu ára gamlar og einhleypar. Þær verða að hafa „bjartan persónuleika“, „vera alltaf jákvæðar“ og tilbúnar til að „lifa lífinu til fulls“. Þær þurfa sömuleiðis að hafa áhuga á geimnum og geta tekið þátt í undirbúningi fyrir geimferðina. Auk þess þurfa konurnar að vilja heimsfrið. Farið verður yfir þær umsóknir sem berast 25. til 26. janúar og í kjölfar þess hefjast stefnumótin með Maezawa um miðjan febrúar. Um miðjan mars virðist sem að fram fari önnur röð stefnumóta og ætlar milljarðamæringurinn að taka ákvörðun um nýju kærustu sína í lok mars. Starship-geimflauginni er ætlað að flytja tugi manna út í geiminn. Maezawa sagði upprunalega að hann ætlaði sér að bjóða sex til átta listamönnum með sér á ferð um tunglið. Ekki liggur fyrir hvort hann hefur hætt við það eða hvort þessir listamenn séu á leið með væntanlegri kærustu milljarðamæringsins. Viðbrögðin við kærustukeppni Maezawa eru vægast sagt blendin og nánast öllum sem svara tísti hans líst lítið sem ekkert á uppákomuna. Inn á milli eru svo aðilar sem eru sannfærðir um að tungllendingar Appolo-áætlunarinnar hafi verið sviðsettar og ómögulegt sé að fara til tunglsins. Vert er að taka fram að þeir hafa rangt fyrir sér. "mom, who was the first woman to travel to the moon?""Well, she won a dating contest..."is *not* the answer I want to give. Not against the concept in general, but firsts are special. History remembers them. I need this one to be done right. https://t.co/Qz24hYnKqX— Emily Calandrelli (@TheSpaceGal) January 12, 2020 Just cause I know this will probably get negative traction: No shade to the lady who accepts but my heart will hurt if in history books the first woman to go to the moon is only going to be known as a billionaires girlfriend. Not the message we want to send to future explorers.— bugatti spaceships (@astronaia) January 13, 2020 Geimurinn Japan SpaceX Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira
Japanski milljarðarmæringurinn Yusaku Maezawa, sem tilkynnti árið 2018 að hann hefði greitt fyrirtækinu SpaceX fyrir hringferð um tunglið árið 2023, er að leita sér að kærustu til að fara með sér. Sú ferð á að vera farin með geimskipinu Starship sem starfsmenn SpaceX eru enn að þróa. Maezawa, sem er 44 ára gamall og tveggja barna faðir, hóf á dögunum nokkurs konar kærustukeppni þar sem konur eiga að keppast um hylli hans og þar með, kannski, komast hring um tunglið. Maezawa tísti um keppnina á sunnudaginn. Þar birti hann mynd af sér og tunglinu með textanum: „Komdu með mér til tunglsins?“ Fram kemur einnig að umsóknarfrestur í keppnina sé til 17. janúar. Tístinu fylgdi hlekkur á vef keppninnar, sem virðist eiga að gera heimildarmynd um, og koma reglurnar þar fram. Konur sem taka þátt verða að vera orðnar minnst tuttugu ára gamlar og einhleypar. Þær verða að hafa „bjartan persónuleika“, „vera alltaf jákvæðar“ og tilbúnar til að „lifa lífinu til fulls“. Þær þurfa sömuleiðis að hafa áhuga á geimnum og geta tekið þátt í undirbúningi fyrir geimferðina. Auk þess þurfa konurnar að vilja heimsfrið. Farið verður yfir þær umsóknir sem berast 25. til 26. janúar og í kjölfar þess hefjast stefnumótin með Maezawa um miðjan febrúar. Um miðjan mars virðist sem að fram fari önnur röð stefnumóta og ætlar milljarðamæringurinn að taka ákvörðun um nýju kærustu sína í lok mars. Starship-geimflauginni er ætlað að flytja tugi manna út í geiminn. Maezawa sagði upprunalega að hann ætlaði sér að bjóða sex til átta listamönnum með sér á ferð um tunglið. Ekki liggur fyrir hvort hann hefur hætt við það eða hvort þessir listamenn séu á leið með væntanlegri kærustu milljarðamæringsins. Viðbrögðin við kærustukeppni Maezawa eru vægast sagt blendin og nánast öllum sem svara tísti hans líst lítið sem ekkert á uppákomuna. Inn á milli eru svo aðilar sem eru sannfærðir um að tungllendingar Appolo-áætlunarinnar hafi verið sviðsettar og ómögulegt sé að fara til tunglsins. Vert er að taka fram að þeir hafa rangt fyrir sér. "mom, who was the first woman to travel to the moon?""Well, she won a dating contest..."is *not* the answer I want to give. Not against the concept in general, but firsts are special. History remembers them. I need this one to be done right. https://t.co/Qz24hYnKqX— Emily Calandrelli (@TheSpaceGal) January 12, 2020 Just cause I know this will probably get negative traction: No shade to the lady who accepts but my heart will hurt if in history books the first woman to go to the moon is only going to be known as a billionaires girlfriend. Not the message we want to send to future explorers.— bugatti spaceships (@astronaia) January 13, 2020
Geimurinn Japan SpaceX Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Sjá meira