Þrjú stór snjóflóð við Flateyri og Suðureyri með skömmu millibili Jóhann K. Jóhannsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 14. janúar 2020 23:55 Frá höfninni í Flateyri nú undir miðnætti. Bátar hafa losnað frá bryggju. Aðsend Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni í Súgandafirði til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Flóðin á Flateyri féllu hvort sínum megin við snjóflóðavarnargarðinn. Þetta vitum við um stöðu mála: Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki Bátar slitnuðu frá bryggjunni á Flateyri og er tjón talið mikið Íbúar á Flateyri og Suðureyri eru hvattir til að halda sig heima Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með björgunarsveitarfólk og lögreglumenn Mikil ofankoma hefur verið á Vestfjörðum og vegir víðast hvar ófærir Fylgst er með framvindu mála í vaktinni neðst í fréttinni. Tvær mínútur á milli flóða Í fyrstu var talið að aðeins hefðu fallið tvö snjóflóð. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir boðaðar út. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra, segir að tvö flóðanna hafi fallið með tveggja mínútna millibili. Annað flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri sem orsakaði flóðbylgju. Ekki hafa borist upplýsingar um skemmdir þar. Flóð sem féll við Flateyri hafi verið það kröftugt að mikil flóðbylgja myndaðist svo bátar slitnuðu frá. Rögnvaldur segir að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu sem séu að meta ástandið. Íbúar á Flateyri eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Þá er fólk á Suðureyri hvatt til að halda sig frá höfninni á Suðureyri. Mikið tjón í höfninni á Flateyri Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði gat ekkert tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband skömmu fyrir miðnætti. Magnús Einar Magnússon formaður Sæbjargar, björgunarsveitarinnar á Flateyri, gat heldur ekki rætt við fréttastofu um stöðu mála þegar leitað var eftir því um miðnætti. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu upp úr miðnætti að varðskipið Þór sé statt á Ísafirði og hafi verið þar í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Skipið sé tilbúið til brottfarar þurfi að sigla til Flateyrar. Þá segir Ásgeir að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð í hús ef óskað verði eftir að þyrla verði send vestur. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við fréttastofu að verið sé að safna saman upplýsingum. Hann kveðst hafa heyrt í hafnarstjóranum á Flateyri og fengið þær upplýsingar að einir sex bátar hafi marað í hálfu kafi eða slitnað frá bryggjunni. Hann segir augljóst að mikið tjón hafi orðið á höfninni. Guðmundur var á leið í aðgerðarstjórn sem hefur verið virkjuð á Ísafirði nú um miðnætti. Flóð féll að hluta á hús á Flateyri Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni sem send var út um eittleytið. Þá eru íbúar á Suðureyri beðnir um að halda sig frá höfninni. Verið er að rýma einhver hús á svæðinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 01:09 en fylgst er með gangi mála jafnóðum og tíðindi berast í vaktinni hér að neðan.
Þrjú stór snjóflóð féllu á Vestfjörðum með stuttu millibili seint í kvöld, eitt í hlíðinni í Súgandafirði til móts við Suðureyri og tvö við Flateyri, samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Flóðin á Flateyri féllu hvort sínum megin við snjóflóðavarnargarðinn. Þetta vitum við um stöðu mála: Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki Bátar slitnuðu frá bryggjunni á Flateyri og er tjón talið mikið Íbúar á Flateyri og Suðureyri eru hvattir til að halda sig heima Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með björgunarsveitarfólk og lögreglumenn Mikil ofankoma hefur verið á Vestfjörðum og vegir víðast hvar ófærir Fylgst er með framvindu mála í vaktinni neðst í fréttinni. Tvær mínútur á milli flóða Í fyrstu var talið að aðeins hefðu fallið tvö snjóflóð. Samhæfingarmiðstöð almannavarna í Skógahlíð hefur verið virkjuð vegna flóðanna og björgunarsveitir boðaðar út. Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki að svo stöddu. Rögnvaldur Ólafsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustóra, segir að tvö flóðanna hafi fallið með tveggja mínútna millibili. Annað flóðið féll í hlíðinni á móts við Suðureyri sem orsakaði flóðbylgju. Ekki hafa borist upplýsingar um skemmdir þar. Flóð sem féll við Flateyri hafi verið það kröftugt að mikil flóðbylgja myndaðist svo bátar slitnuðu frá. Rögnvaldur segir að búið sé að virkja viðbragðsaðila á svæðinu sem séu að meta ástandið. Íbúar á Flateyri eru hvattir til að halda kyrru fyrir heima hjá sér. Þá er fólk á Suðureyri hvatt til að halda sig frá höfninni á Suðureyri. Mikið tjón í höfninni á Flateyri Varðstjóri hjá lögreglunni á Ísafirði gat ekkert tjáð sig um málið þegar fréttastofa hafði samband skömmu fyrir miðnætti. Magnús Einar Magnússon formaður Sæbjargar, björgunarsveitarinnar á Flateyri, gat heldur ekki rætt við fréttastofu um stöðu mála þegar leitað var eftir því um miðnætti. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði í samtali við fréttastofu upp úr miðnætti að varðskipið Þór sé statt á Ísafirði og hafi verið þar í viðbragðsstöðu vegna óveðursins sem gengið hefur yfir. Skipið sé tilbúið til brottfarar þurfi að sigla til Flateyrar. Þá segir Ásgeir að þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafi verið boðuð í hús ef óskað verði eftir að þyrla verði send vestur. Guðmundur Gunnarsson bæjarstjóri á Ísafirði segir í samtali við fréttastofu að verið sé að safna saman upplýsingum. Hann kveðst hafa heyrt í hafnarstjóranum á Flateyri og fengið þær upplýsingar að einir sex bátar hafi marað í hálfu kafi eða slitnað frá bryggjunni. Hann segir augljóst að mikið tjón hafi orðið á höfninni. Guðmundur var á leið í aðgerðarstjórn sem hefur verið virkjuð á Ísafirði nú um miðnætti. Flóð féll að hluta á hús á Flateyri Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. Þrír voru í húsinu þegar flóðið féll og hefur þeim öllum verið komið út, óhultum, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upplýsingafulltrúa Landsbjargar. Davíð telur að tugir björgunarsveitarmanna séu nú að störfum á vettvangi. Varðskipið Þór er lagt af stað frá Ísafirði til Flateyrar með 35 björgunarsveitarmenn, auk þriggja lögreglumanna, og þá verður þyrla einnig send frá Reykjavík. Íbúar á Flateyri eru beðnir um að halda kyrru fyrir heima að svo stöddu, að því er fram kemur í tilkynningu frá samhæfingarmiðstöðinni sem send var út um eittleytið. Þá eru íbúar á Suðureyri beðnir um að halda sig frá höfninni. Verið er að rýma einhver hús á svæðinu. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 01:09 en fylgst er með gangi mála jafnóðum og tíðindi berast í vaktinni hér að neðan.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira