Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. janúar 2020 02:42 Snjóflóðið féll í sjóinn gegnt Suðureyri og myndaði flóðbylgju. Mynd/Map.is Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsir því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennar er ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð. „[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað. Göturnar í neðri bænum „kjaftfullar af sjó og krapa“ Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann í samtali við Vísi og bætir við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Búið er að rýma það svæði sem ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur að sé í snjóflóðahættu en ekki er talin hætta á snjóflóðum úr hlíðnni fyrir ofan Suðureyri. Valgeir segir að fullmönnuð vakt sé hjá björgunarsveitinni til að tækla þau verkefni sem komið hafi upp eða muni koma upp í nótt.„Við fullmönnuðum þetta og það eru 15-20 manns hérna tilbúnir í þau verkefni sem bíða.“Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á Suðureyri í kvöld. Íbúar hvattir til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir aðstoð Tvö snjóflóð féllu einnig á Flateyri á svipuðum tíma og snjóflóðið í Súgandafirði. Ljóst er að þar hefur töluvert tjón orðið á hafnarmannvirkjum og bátum sem voru í höfninni. Þá björguðu björgunarsveitarmenn stúlku sem lenti í öðru snjóflóðinu. Hún slasaðist ekki alvarlega. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík vegna snjóflóðanna en í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld hvatti Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Þeim tilmælum er einnig beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu. Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. Margrét Sigurðardóttir, íbúi á Suðureyri, lýsir því í færslu á Facebook hvernig flóðbylgjan hafi skollið á húsinu hennar. Miðað við lýsingar hennar er ljóst að flóðbylgjan var töluverð að stærð. „[F]lóðbylgjan skall á húsinu hjá okkur héldum að gluggarnir í stofunni sem er á efrihæðinni myndu brotna en sem betur fer skemmdist ekki neitt nema að bíllinn færðist um nokkra metra fyrir framan húsið stóð með hliðina að húsinu núna snýr aftur hlutinn að húsinu,“ skrifar hún og bætir við að flætt hafi inn í anddyrið á neðri hæðinni en að engan hafi sakað. Göturnar í neðri bænum „kjaftfullar af sjó og krapa“ Valur S. Valgeirsson, formaður Bjargar, björgunarsveitarinnar á Suðureyri segir ljóst að eitthvað tjón hafi orðið vegna flóðbylgjunnar.„Það er ekki stórvægilegt. Það er tjón á húsnæði, aðallega geymsluhúsnæði og einhverjir bílar hafa orðið fyrir tjóni. Það brotnuðu rúður í einu íbúðarhúsi,“ segir hann í samtali við Vísi og bætir við að göturnar í neðri bænum hafi verið „kjaftfullar af sjó og krapa“.Búið er að rýma það svæði sem ofanflóðavakt Veðurstofunnar telur að sé í snjóflóðahættu en ekki er talin hætta á snjóflóðum úr hlíðnni fyrir ofan Suðureyri. Valgeir segir að fullmönnuð vakt sé hjá björgunarsveitinni til að tækla þau verkefni sem komið hafi upp eða muni koma upp í nótt.„Við fullmönnuðum þetta og það eru 15-20 manns hérna tilbúnir í þau verkefni sem bíða.“Hér að neðan má sjá myndband sem tekið var á Suðureyri í kvöld. Íbúar hvattir til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir aðstoð Tvö snjóflóð féllu einnig á Flateyri á svipuðum tíma og snjóflóðið í Súgandafirði. Ljóst er að þar hefur töluvert tjón orðið á hafnarmannvirkjum og bátum sem voru í höfninni. Þá björguðu björgunarsveitarmenn stúlku sem lenti í öðru snjóflóðinu. Hún slasaðist ekki alvarlega. Samhæfingarmiðstöð hefur verið virkjuð í Skógarhlíð í Reykjavík vegna snjóflóðanna en í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld hvatti Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. Þeim tilmælum er einnig beint til íbúa á Suðureyri að halda sig frá hafnarsvæðinu og fjörunni. Enn sé snjóflóðahætta á svæðinu.
Björgunarsveitir Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir „Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09 Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Svo er ég bara í húsinu mínu þegar það kemur hvellur“ „Þegar ég kíki út um gluggann þá sé ég bílinn okkar á hvolfi með blikkandi ljósin og annan bíl, einhverjum tíu metrum frá mér. Flóðið hefur komið og sprengt yfir varnargarðinn.“ 15. janúar 2020 01:09
Hús rýmd vegna snjóflóðanna og íbúar beðnir að halda kyrru fyrir Ekki er vitað um alvarleg slys á fólki. 15. janúar 2020 01:45
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20
Unglingsstúlka sem grafin var úr flóðinu ekki alvarlega slösuð Annað snjóflóðið sem féll við Flateyri seint í kvöld féll að hluta til á hús í jaðri bæjarins. 15. janúar 2020 00:59