Telur flóðbylgjuna hafa verið sex til tíu metra háa Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 10:02 Valur S. Valgeirsson er formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri. Mynd/Einar Ómarsson Valur S. Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. Hann segir íbúa á staðnum vera í sjokki vegna atburðanna. Valur sagði frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Valur lýsti stöðunni fyrir vestan þannig að þar sé nú er norðaustan þræsingur og ekki mikið um að vera í bænum. „Engin vinnsla í bænum svo það er ekkert fólk á ferðinni. Búið er að aflýsa skólahaldi og leikskóla lokað. Hér eru menn bara að bíða eftir birtingu til að meta aðstæður.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega stórt snjóflóð sem féll á Norðureyrinni sem varð svo til að flóðbylgjan kom yfir fjörðinn. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi að þetta gerist hérna. Kannski síðasta flóð sem gerist af þessari stærðargráðu og á þessu svæði fellur upp úr miðri síðustu öld, en klárlega hafa brimvarnargarðar sem verja hérna eyrina bjargað miklu. Drepa niður bylgjuna.“ Frá Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Valur segir flóðið hafa flætt upp á götur og skollið á hús. Viti hann um að flóðið hafi kastað jeppa til um einhverja metra og rúður brotnað. Þá hafi gafl í geymsluhúsnæði, pakkhúsi, alveg farið.Gerið þið ykkur einhverja grein hvað flóðbylgjan hafi verið há?„Fjörðurinn er reyndar nokkuð grunnur á þessu svæði þannig að já, ég held að flóðbylgjan hafi verið allavega sex til tíu metra há. Get ímyndað mér það. Menn tala um það að í einu húsinu sem stendur þarna við fjöruna, að þegar fólk kemur út til að athuga hvað hafi gerst þá lekur bara sjór ofan af þakinu í stríðum straumum. Þannig að klárlega hefur flóðbylgjan náð þetta sex til tíu metra.“ Við Eyrargötu á Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Íbúar í sjokki Valur segir fólk á Suðureyri vera í sjokki vegna atburðanna. „Þetta er ekki það mikill snjór hérna núna, við höfum oft séð meiri snjó en þetta. Og menn reiknuðu ekki með þessu á þessum tímapunkti. 1995, þegar Flateyrarflóðið fellur, þá fellur sex tímum seinna flóð hérna, gríðarlega stórt flóð sem ég varð svo sem sjálfur vitni að, og þá hafði snjóað miklu, miklu meira. Þá var margfalt meiri snjór og mjög erfiðar aðstæður.“ Hann segir flóðið í nótt hafa vakið upp margar slæmar minningar frá tímum snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995. Hlusta má á viðtalið við Val í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar um sex mínútur eru liðnar. Bítið Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Valur S. Valgeirsson, formaður björgunarsveitarinnar Bjargar á Suðureyri, áætlar að flóðbylgjan sem skall á Suðureyri í gærkvöldi hafi verið sex til tíu metrar hið minnsta. Hann segir íbúa á staðnum vera í sjokki vegna atburðanna. Valur sagði frá þessu í viðtali í Bítinu í morgun. Valur lýsti stöðunni fyrir vestan þannig að þar sé nú er norðaustan þræsingur og ekki mikið um að vera í bænum. „Engin vinnsla í bænum svo það er ekkert fólk á ferðinni. Búið er að aflýsa skólahaldi og leikskóla lokað. Hér eru menn bara að bíða eftir birtingu til að meta aðstæður.“ Hann segir þetta hafa verið gríðarlega stórt snjóflóð sem féll á Norðureyrinni sem varð svo til að flóðbylgjan kom yfir fjörðinn. „Þetta er svo sem ekkert einsdæmi að þetta gerist hérna. Kannski síðasta flóð sem gerist af þessari stærðargráðu og á þessu svæði fellur upp úr miðri síðustu öld, en klárlega hafa brimvarnargarðar sem verja hérna eyrina bjargað miklu. Drepa niður bylgjuna.“ Frá Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Valur segir flóðið hafa flætt upp á götur og skollið á hús. Viti hann um að flóðið hafi kastað jeppa til um einhverja metra og rúður brotnað. Þá hafi gafl í geymsluhúsnæði, pakkhúsi, alveg farið.Gerið þið ykkur einhverja grein hvað flóðbylgjan hafi verið há?„Fjörðurinn er reyndar nokkuð grunnur á þessu svæði þannig að já, ég held að flóðbylgjan hafi verið allavega sex til tíu metra há. Get ímyndað mér það. Menn tala um það að í einu húsinu sem stendur þarna við fjöruna, að þegar fólk kemur út til að athuga hvað hafi gerst þá lekur bara sjór ofan af þakinu í stríðum straumum. Þannig að klárlega hefur flóðbylgjan náð þetta sex til tíu metra.“ Við Eyrargötu á Suðureyri í gærkvöldi.Einar Ómarsson Íbúar í sjokki Valur segir fólk á Suðureyri vera í sjokki vegna atburðanna. „Þetta er ekki það mikill snjór hérna núna, við höfum oft séð meiri snjó en þetta. Og menn reiknuðu ekki með þessu á þessum tímapunkti. 1995, þegar Flateyrarflóðið fellur, þá fellur sex tímum seinna flóð hérna, gríðarlega stórt flóð sem ég varð svo sem sjálfur vitni að, og þá hafði snjóað miklu, miklu meira. Þá var margfalt meiri snjór og mjög erfiðar aðstæður.“ Hann segir flóðið í nótt hafa vakið upp margar slæmar minningar frá tímum snjóflóðanna fyrir vestan árið 1995. Hlusta má á viðtalið við Val í heild sinni í spilaranum að neðan, en það hefst þegar um sex mínútur eru liðnar.
Bítið Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48 Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53 Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar: „Kveikir alveg gríðarlega sterkar og miklar tilfinningar“ Guðmundur Gunnarsson segir Vestfirðinga enn vera að hrósa happi yfir því að allir hafi sloppið ómeiddir úr þessum snjóflóðum sem féllu á Flateyri og Súgandafirði í gærkvöldi. 15. janúar 2020 08:48
Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. 15. janúar 2020 09:53
Flóðbylgjan skall á húsum og bílum á Suðureyri Snjóflóðið sem féll úr hlíðinni við Súgandafjörð til móts við Suðureyri féll i sjóinn og varð til þess að flóðbylgja skall á bænum. Nokkuð tjón varð á húsum og bílum. Vösk sveit björgunarsveitarmanna stendur vaktina. 15. janúar 2020 02:42