Eigandi Blossa ÍS-225: "Það var skelfilegt að upplifa þetta“ Atli Ísleifsson skrifar 15. janúar 2020 14:17 Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014. Facebook-síða Blossa ÍS-225 „Það er í raun ekki mikið að segja. Hann lá þarna við bryggjuna og það fór allt,“ segir Einar Guðbjartsson útgerðarmaður og einn eigenda bátsins Blossa ÍS-225 sem var í hópi sex báta sem sukku í Flateyrarhöfn í gærkvöldi. Einar segist hafa farið niður á höfn í gærkvöldi, eftir að flóðin féllu, og þá séð endann af bátnum standa upp úr sjónum. „Það er svo mikið af raftækjum og kerfum þarna, þannig að þetta er líklega meira eða minna allt ónýtt. Maður veit ekki hvernig er með skrokkinn, hvernig hann er. En það kemur líklega ekki í ljós fyrr en eftir einhverja daga,“ segir Einar. Einar á bátinn Blossa ásamt Guðrúnu Pálsdóttur, eiginkonu sinni, og syni þeirra sem jafnframt er skipstjóri. Fyrirtækið heitir Hlunnar og segir Einar að þar starfi sex, sjö manns. Fyrirtækið gerði út tvo báta, en annar þeirra var seldur síðasta haust. Einar Guðbjartsson í Önundarfirði.Facebook-síða Einars. Einar segir að hann hafi fengið sms í röðum í gærkvöldi – sjálfvirkar tilkynningar úr bátnum um að eldur væri í vélarrúmi og fleiri boð um að ekki væri allt með felldu. „Ég fór þá niður að höfn og þá var björgunarsveitin á staðnum. […] Það var skelfilegt að upplifa þetta.“ Hann segist ekki vera búinn að meta framhaldið. „Nei, við verðum bara bíða með að ná bátnum upp og taka stöðuna í framhaldi af því.“ Einar segir bæjarbúa vera í sjokki vegna snjóflóðanna. „Það létti samt mikið yfir mér þegar fréttir bárust af því að tekist hafi að bjarga unglingsstúlkunni og að ekkert manntjón hafi orðið.“ Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014. Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
„Það er í raun ekki mikið að segja. Hann lá þarna við bryggjuna og það fór allt,“ segir Einar Guðbjartsson útgerðarmaður og einn eigenda bátsins Blossa ÍS-225 sem var í hópi sex báta sem sukku í Flateyrarhöfn í gærkvöldi. Einar segist hafa farið niður á höfn í gærkvöldi, eftir að flóðin féllu, og þá séð endann af bátnum standa upp úr sjónum. „Það er svo mikið af raftækjum og kerfum þarna, þannig að þetta er líklega meira eða minna allt ónýtt. Maður veit ekki hvernig er með skrokkinn, hvernig hann er. En það kemur líklega ekki í ljós fyrr en eftir einhverja daga,“ segir Einar. Einar á bátinn Blossa ásamt Guðrúnu Pálsdóttur, eiginkonu sinni, og syni þeirra sem jafnframt er skipstjóri. Fyrirtækið heitir Hlunnar og segir Einar að þar starfi sex, sjö manns. Fyrirtækið gerði út tvo báta, en annar þeirra var seldur síðasta haust. Einar Guðbjartsson í Önundarfirði.Facebook-síða Einars. Einar segir að hann hafi fengið sms í röðum í gærkvöldi – sjálfvirkar tilkynningar úr bátnum um að eldur væri í vélarrúmi og fleiri boð um að ekki væri allt með felldu. „Ég fór þá niður að höfn og þá var björgunarsveitin á staðnum. […] Það var skelfilegt að upplifa þetta.“ Hann segist ekki vera búinn að meta framhaldið. „Nei, við verðum bara bíða með að ná bátnum upp og taka stöðuna í framhaldi af því.“ Einar segir bæjarbúa vera í sjokki vegna snjóflóðanna. „Það létti samt mikið yfir mér þegar fréttir bárust af því að tekist hafi að bjarga unglingsstúlkunni og að ekkert manntjón hafi orðið.“ Blossi er tólf tonna krókaaflamarksbátur, smíðaður árið 2014.
Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36 Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Fleiri fréttir Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Sjá meira
Sérfræðingur segir varnargarðinn á Flateyri hafa sannað gildi sitt en langt í að markmið stjórnvalda náist Óhætt er að segja að mikið hafi mætt á snjóflóðavarnargarðinum fyrir ofan Flateyri síðan hann var byggður í kjölfar harmleiksins 26. október 1995. Snjóflóðafræðingur á Veðurstofu Íslands segir fjörutíu snjóflóð hafa fallið í fjallinu fyrir ofan Flateyri frá árinu 1997. 15. janúar 2020 10:36
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Telja flóðið á stærð við það sem féll á Flateyri 1995 Rögnvaldur Ólafsson hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hvetur íbúa á Flateyri og Suðureyri til að halda ró sinni og ekki hika við að óska eftir hjálp ef á þurfi að halda. 15. janúar 2020 02:20