Handbolti

Svona var blaðamannafundur landsliðsins í Malmö

Íþróttadeild skrifar
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands þarf að finna leiðir til að kveikja aftur á íslenska liðinu eftir erfiðan endakafla á móti Ungverjum.
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands þarf að finna leiðir til að kveikja aftur á íslenska liðinu eftir erfiðan endakafla á móti Ungverjum. Getty/Simon Hofmann

Vísir var með beina sjónvarpsútsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi íslenska handboltalandsliðsins sem hefst í Malmö í Svíþjóð klukkan 12.00.

Fyrir svörum sátu Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari og þeir Ýmir Örn Gíslason, Elvar Örn Jónsson og Bjarki Már Elísson.

Ísland hefur á morgun leik í milliriðlakeppni mótsins og mætir Slóveníu í fyrsta leik. Leikurinn hefst klukkan 15.00 á morgun, föstudag.

Strákarnir okkar unnu fyrstu tvo leiki sína í keppninni en töpuðu fyrir Ungverjum í gær, sem þýðir að Ísland hefur leik í milliriðlakeppninni án stiga.

Upptöku af fundinum má sjá fyrir neðan og beina textalýsingu neðst í fréttinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×