Kisurnar í Ólafstúni 14 heilar á húfi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 12:15 Eyþór sést hér með aðra af tveimur heimiliskisunum í Ólafstúni 14. haukur sigurðsson Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14, húsinu sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld. Eyþór kom að björgunaraðgerðum það kvöld og var einn af þeim björgunarsveitarmönnum sem grófu Ölmu Sóleyju Ericsdóttur Wolf, 14 ára, úr flóðinu. Alma var sú eina í fjölskyldunni sem grófst undir flóðinu og slapp með skrámur en í viðtali við fréttastofu í gær sagðist hún lítið hafa hugsað um sig í þessum erfiðu aðstæðum. Hún hafi verið með hugann við mömmu sína og systkini og kisurnar sínar tvær. „Og þar bara sefur þessi litla elska inni í horni“ Eyþór segir að kisurnar hafi væntanlega báðar náð að hlaupa út úr húsinu þegar flóðið féll; það hafi sést til þeirra beggja á hlaupum eftir flóðið. Önnur hafi svo fundist á miðvikudaginn og hin síðan í gær þegar farið var aftur í húsið. „Ég var að fara aftur inn í húsið í fyrsta skipti frá því ég var að leita Ölmu að skoða aðstæður og ná betur utan um það sem gerðist,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Hann hafi farið inn í eitt af barnaherbergjunum í húsinu. „Og þar bara sefur þessi litla elska inni í horni. Hún var ósköp róleg en svolítið skelkuð samt. Þegar maður er að taka hana upp þá nötrar hún öll,“ segir Eyþór. Kisan hafi þannig farið aftur heim eftir að hafa hlaupið undan flóðinu en væntanlega skilið lítið í því hvers vegna enginn var heima og allt á kafi í snjó. Kisurnar fengu fósturfjölskyldu á Flateyri þar til Alma og fjölskylda koma aftur í bæinn en hún var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði eftir flóðið og fór móðir hennar með henni. Eyþór segir þær væntanlegar aftur til Flateyrar í dag. „Og þá er hægt að sameina fjölskylduna alla,“ segir hann glaður í bragði. Verðmætabjörgun gengið vel Hann segir húsið að Ólafstúni 14 gjörónýtt eftir flóðið. Björgunarsveitarmenn hafi í gær verið í verðmætabjörgun. „Það var allt mokað út og tæmt og farið með alla muni sem fundust í frystihúsið. Þar erum við bara búnir að vera að dreifa úr þeim og þurrka þá og reyna að varðveita það sem hægt er að varðveita. Það er fyrst og fremst verið að reyna að varðveita persónulega muni eins og ljósmyndir og dagbækur og annað sem þau hafa haldið úti í fleiri og fleiri ár. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að það glatist og hefur gengið bara nokkuð vel held ég,“ segir Eyþór. Aðspurður hvernig honum og öðru björgunarfólki líði eftir atburði vikunnar segir hann fólk enn að meðtaka það sem gerðist. „Við hittumst í gær á góðum fundi hópurinn hérna á Flateyri sem kom að björgun stelpunnar þar sem þetta var rætt opinskátt og vel. En svo er bara ótrúlega góður andi hérna á Flateyri og mikil gleði í sjálfu sér að hafa fengið þessi tvö risastóru flóð hérna á eyrina en allir sloppið lifandi þannig að það eru allir virkilega þakklátir fyrir það.“ Húsið við Ólafstún 14.vísir/jói k. Mikið áfall að varnargarðarnir hafi klikkað Komið hefur í ljós að bæði flóðin sem féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld fóru að hluta yfir varnargarðana sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið fór á íbúðarhús eins og áður segir og hitt flóðið gjöreyðilagði smábátahöfnina. Aðspurður hvort bæjarbúar upplifi sig örugga í því ljós kveðst Eyþór ekki geta sagt það. „Þetta er mikið áfall að garðurinn hafi klikkað og okkur finnst við vera svolítið svikin en á sama tíma erum við ótrúlega þakklát að garðurinn hafi bægt þessum risastóru flóðum frá þorpinu. Þeir heldur betur sönnuðu gildi en um leið voru Flateyringar kannski búnir að leggja of mikið traust á garðinn. Ef ég tala bara og fyrir mig þá hef ég oft verið spurður síðustu 25 ár hvernig ég geti búið hérna en maður segir alltaf að það er hvergi öruggara en að vera á Flateyri því við erum með þessa stóru garða. Maður þarf kannski eitthvað að éta það ofan í sig,“ segir Eyþór en bætir við að hann sé kannski byrjaður að hugsa í þessa hluti alla. „Það þarf maður að gera eftir einhverjar vikur og mánuði þannig að maður vill kannski spara stóru orðin eins og er en það er auðvitað mikið áfall að allur atvinnuvegurinn þurrkast út og snjóflóð hafi fallið á hús á Flateyri.“ Dýr Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Eyþór Jóvinsson, íbúi á Flateyri og eigandi bókabúðarinnar í bænum, birti fallega mynd af sér á Facebook-síðu bókabúðarinnar í dag þar sem hann heldur á öðrum heimiliskettinum í Ólafstúni 14, húsinu sem varð fyrir öðru af tveimur snjóflóðum sem féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld. Eyþór kom að björgunaraðgerðum það kvöld og var einn af þeim björgunarsveitarmönnum sem grófu Ölmu Sóleyju Ericsdóttur Wolf, 14 ára, úr flóðinu. Alma var sú eina í fjölskyldunni sem grófst undir flóðinu og slapp með skrámur en í viðtali við fréttastofu í gær sagðist hún lítið hafa hugsað um sig í þessum erfiðu aðstæðum. Hún hafi verið með hugann við mömmu sína og systkini og kisurnar sínar tvær. „Og þar bara sefur þessi litla elska inni í horni“ Eyþór segir að kisurnar hafi væntanlega báðar náð að hlaupa út úr húsinu þegar flóðið féll; það hafi sést til þeirra beggja á hlaupum eftir flóðið. Önnur hafi svo fundist á miðvikudaginn og hin síðan í gær þegar farið var aftur í húsið. „Ég var að fara aftur inn í húsið í fyrsta skipti frá því ég var að leita Ölmu að skoða aðstæður og ná betur utan um það sem gerðist,“ segir Eyþór í samtali við Vísi. Hann hafi farið inn í eitt af barnaherbergjunum í húsinu. „Og þar bara sefur þessi litla elska inni í horni. Hún var ósköp róleg en svolítið skelkuð samt. Þegar maður er að taka hana upp þá nötrar hún öll,“ segir Eyþór. Kisan hafi þannig farið aftur heim eftir að hafa hlaupið undan flóðinu en væntanlega skilið lítið í því hvers vegna enginn var heima og allt á kafi í snjó. Kisurnar fengu fósturfjölskyldu á Flateyri þar til Alma og fjölskylda koma aftur í bæinn en hún var flutt á sjúkrahúsið á Ísafirði eftir flóðið og fór móðir hennar með henni. Eyþór segir þær væntanlegar aftur til Flateyrar í dag. „Og þá er hægt að sameina fjölskylduna alla,“ segir hann glaður í bragði. Verðmætabjörgun gengið vel Hann segir húsið að Ólafstúni 14 gjörónýtt eftir flóðið. Björgunarsveitarmenn hafi í gær verið í verðmætabjörgun. „Það var allt mokað út og tæmt og farið með alla muni sem fundust í frystihúsið. Þar erum við bara búnir að vera að dreifa úr þeim og þurrka þá og reyna að varðveita það sem hægt er að varðveita. Það er fyrst og fremst verið að reyna að varðveita persónulega muni eins og ljósmyndir og dagbækur og annað sem þau hafa haldið úti í fleiri og fleiri ár. Við erum að reyna að koma í veg fyrir að það glatist og hefur gengið bara nokkuð vel held ég,“ segir Eyþór. Aðspurður hvernig honum og öðru björgunarfólki líði eftir atburði vikunnar segir hann fólk enn að meðtaka það sem gerðist. „Við hittumst í gær á góðum fundi hópurinn hérna á Flateyri sem kom að björgun stelpunnar þar sem þetta var rætt opinskátt og vel. En svo er bara ótrúlega góður andi hérna á Flateyri og mikil gleði í sjálfu sér að hafa fengið þessi tvö risastóru flóð hérna á eyrina en allir sloppið lifandi þannig að það eru allir virkilega þakklátir fyrir það.“ Húsið við Ólafstún 14.vísir/jói k. Mikið áfall að varnargarðarnir hafi klikkað Komið hefur í ljós að bæði flóðin sem féllu á Flateyri á þriðjudagskvöld fóru að hluta yfir varnargarðana sem eru fyrir ofan bæinn. Annað flóðið fór á íbúðarhús eins og áður segir og hitt flóðið gjöreyðilagði smábátahöfnina. Aðspurður hvort bæjarbúar upplifi sig örugga í því ljós kveðst Eyþór ekki geta sagt það. „Þetta er mikið áfall að garðurinn hafi klikkað og okkur finnst við vera svolítið svikin en á sama tíma erum við ótrúlega þakklát að garðurinn hafi bægt þessum risastóru flóðum frá þorpinu. Þeir heldur betur sönnuðu gildi en um leið voru Flateyringar kannski búnir að leggja of mikið traust á garðinn. Ef ég tala bara og fyrir mig þá hef ég oft verið spurður síðustu 25 ár hvernig ég geti búið hérna en maður segir alltaf að það er hvergi öruggara en að vera á Flateyri því við erum með þessa stóru garða. Maður þarf kannski eitthvað að éta það ofan í sig,“ segir Eyþór en bætir við að hann sé kannski byrjaður að hugsa í þessa hluti alla. „Það þarf maður að gera eftir einhverjar vikur og mánuði þannig að maður vill kannski spara stóru orðin eins og er en það er auðvitað mikið áfall að allur atvinnuvegurinn þurrkast út og snjóflóð hafi fallið á hús á Flateyri.“
Dýr Ísafjarðarbær Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Tengdar fréttir Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30 Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51 Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Varnargarðarnir á Flateyri ekki hannaðir fyrir flóð sem fer á allt að 200 kílómetra hraða Tómas Jóhannesson, fagstjóri ofanflóðavarna á Veðurstofu Íslands, segir að hraði snjóflóðsins úr Skollahvilft á Flateyri á þriðjudagskvöld sé væntanlega meginskýringin á því að það flæddi yfir varnargarðana fyrir ofan bæinn. 16. janúar 2020 14:30
Snjóflóðin tvö með þeim allra stærstu sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum Flóðin úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili eru með allra stærstu snjóflóðum sem fallið hafa á leiðigarða í heiminum 16. janúar 2020 17:51
Svona er staðan á Flateyri í dag Vestfirðingar eru farnir að geta ferðast meira á milli staða en opnað hefur verið fyrir umferð um fjölmarga vegi í dag. 16. janúar 2020 14:41