Bresk stjórnvöld undirbúa Brexit-fögnuð Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 12:02 Innan við tvær vikur eru nú þar til Bretar ætla að segja skilið við Evrópusambandið. Vísir/EPA Ríkisstjórn Bretlands ætlar að standa fyrir viðburðum til að fagna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu að kvöldi 31. janúars. Á sama tíma varar fjármálaráðherra Bretlands við því að sum bresk fyrirtæki gætu lent í erfiðleikum eftir Brexit vegna misræmis á milli breskra og evrópskra reglna. Bretar ætla að ganga formlega úr Evrópusambandinu föstudaginn 31. janúar. Lítil breyting verður þó fyrst um sinn því reglur Evrópusambandsins munu ennþá gilda þar í ellefu mánuði til viðbótar á aðlögunartímabili sem samið var um. Boris Johnson, forsætisráðherra, ætlar að ávarpa þjóðina um kvöldið eftir ríkisstjórnarfund sem verður haldinn á Norður-Englandi sem á að undirstrika áform ríkisstjórnarinnar um að styrkja svæðið efnahagslega. Búið er að skipuleggja fögnuð vegna útgöngunnar. Stjórnarbygginar í Whitehall í London verða upplýstar og verður breska fánanum flaggað á öllum stöngum við Þingtorgið. Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að framleiða sérstaka mynt til minningar um daginn. Klukkuskífu verður svo varpað á Downingstræti 10, aðsetur forsætisráðherrans, og á klukkan að telja niður til klukkan 23:00 þegar útgangan á sér stað. Upphaflega vildi Johnson að Stóri Ben, klukkan í þinghúsinu í Westminster, hringdi sérstaklega við útgönguna en viðgerðir standa nú yfir á henni. Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Financial Times í dag, að búast mætti við því að sumir angar bresks efnahagslífs ættu eftir að líða fyrir útgönguna þegar Bretar setja sér sínar eigin reglur sem verða ekki fullu samræmi við reglur Evrópusambandsins. Sambandið er stærsti viðskiptaaðili Bretlands. Hann hét því að Bretlands segði skilið við innri markað Evrópusambandsins og tollabandalagið fyrir lok þessa árs. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira
Ríkisstjórn Bretlands ætlar að standa fyrir viðburðum til að fagna útgöngu landsins úr Evrópusambandinu að kvöldi 31. janúars. Á sama tíma varar fjármálaráðherra Bretlands við því að sum bresk fyrirtæki gætu lent í erfiðleikum eftir Brexit vegna misræmis á milli breskra og evrópskra reglna. Bretar ætla að ganga formlega úr Evrópusambandinu föstudaginn 31. janúar. Lítil breyting verður þó fyrst um sinn því reglur Evrópusambandsins munu ennþá gilda þar í ellefu mánuði til viðbótar á aðlögunartímabili sem samið var um. Boris Johnson, forsætisráðherra, ætlar að ávarpa þjóðina um kvöldið eftir ríkisstjórnarfund sem verður haldinn á Norður-Englandi sem á að undirstrika áform ríkisstjórnarinnar um að styrkja svæðið efnahagslega. Búið er að skipuleggja fögnuð vegna útgöngunnar. Stjórnarbygginar í Whitehall í London verða upplýstar og verður breska fánanum flaggað á öllum stöngum við Þingtorgið. Ríkisstjórnin ætlar ennfremur að framleiða sérstaka mynt til minningar um daginn. Klukkuskífu verður svo varpað á Downingstræti 10, aðsetur forsætisráðherrans, og á klukkan að telja niður til klukkan 23:00 þegar útgangan á sér stað. Upphaflega vildi Johnson að Stóri Ben, klukkan í þinghúsinu í Westminster, hringdi sérstaklega við útgönguna en viðgerðir standa nú yfir á henni. Sajid Javid, fjármálaráðherra Bretlands, sagði í viðtali við Financial Times í dag, að búast mætti við því að sumir angar bresks efnahagslífs ættu eftir að líða fyrir útgönguna þegar Bretar setja sér sínar eigin reglur sem verða ekki fullu samræmi við reglur Evrópusambandsins. Sambandið er stærsti viðskiptaaðili Bretlands. Hann hét því að Bretlands segði skilið við innri markað Evrópusambandsins og tollabandalagið fyrir lok þessa árs.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Fleiri fréttir Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Sjá meira