Sundkappinn Anton Sveinn McKee keppti á sínu fyrsta móti á Ólympíuárinu um helgina.
Anton Sveinn er sá eini sem hefur nú þegar náð lágmarki fyrir Ólympíuleikana í Tokyo sem hefjast í júlí.
Anton keppti á Pro Swim Series í Knoxville, Tennessee sem er sterkt sundmót í Bandaríkjunum, en þar keppti hann í 100 metra bringusundi.
Hann náði inn í úrslit með fjórða besta tímann en tíminn hans var 1:01.66. Þess má geta að hann á best 1.00.32 í 100 metra bringusundi.
Í úrslitasundinu synti Anton á 1:00.65 og hafnaði í öðru sæti.
Silfur hjá Antoni í Bandaríkjunum
