Ráðherra sem vitnaði í Göbbels sparkað úr ríkisstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 13:31 Roberto Alvim brást hart við gagnrýni á ávarp sitt og sagði að um tilviljun hefði verið að ræða í orðavali. Vísir/EPA Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær menningarmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar sem sætti gagnrýni fyrir að hafa vísað nær orðrétt í ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, þegar hann kynnti ný menningarverðlaun. Háværar raddir voru uppi um að Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, þyrfti að taka poka sinn vegna myndbandsins sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli. Undir ávarpi ráðherrans hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. „Þetta var óheppileg yfirlýsing, jafnvel með afsökunarbeiðni hans, sem gerir stöðu hans óverjandi,“ tísti Bolsonaro í gær. Sagðist forsetinn fordæma „alræðishugmyndafræði og þjóðarmorð eins og nasisma og kommúnisma“ og hvers kyns vísanir í þær. Myndbandið þar sem Alvim vitnaði beint og óbeint í Göbbels snerist um ný menningarverðlaun sem hann sagði fyrir nýja „hetjulega og þjóðlega“ list. Fordæmdi ráðherrann vísvitandi væri verið að „sýkja“ menninguna. Washington Post segir að Alvim hafi verið einn ötulasti stríðsmaðurinn í menningarstríði ríkisstjórnar Bolsonaro. Hann hefur lýst vinstrimönnum sem „kakkalökkum“ og fordæmt listasamfélagið fyrir að sýna Bolsonaro ósanngirni. Hann kom upphaflega úr leikhúsheiminum en snerist til bókstarfstrúarkristni þegar hann greinist með lífshættulegt krabbamein. Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær menningarmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar sem sætti gagnrýni fyrir að hafa vísað nær orðrétt í ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, þegar hann kynnti ný menningarverðlaun. Háværar raddir voru uppi um að Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, þyrfti að taka poka sinn vegna myndbandsins sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli. Undir ávarpi ráðherrans hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. „Þetta var óheppileg yfirlýsing, jafnvel með afsökunarbeiðni hans, sem gerir stöðu hans óverjandi,“ tísti Bolsonaro í gær. Sagðist forsetinn fordæma „alræðishugmyndafræði og þjóðarmorð eins og nasisma og kommúnisma“ og hvers kyns vísanir í þær. Myndbandið þar sem Alvim vitnaði beint og óbeint í Göbbels snerist um ný menningarverðlaun sem hann sagði fyrir nýja „hetjulega og þjóðlega“ list. Fordæmdi ráðherrann vísvitandi væri verið að „sýkja“ menninguna. Washington Post segir að Alvim hafi verið einn ötulasti stríðsmaðurinn í menningarstríði ríkisstjórnar Bolsonaro. Hann hefur lýst vinstrimönnum sem „kakkalökkum“ og fordæmt listasamfélagið fyrir að sýna Bolsonaro ósanngirni. Hann kom upphaflega úr leikhúsheiminum en snerist til bókstarfstrúarkristni þegar hann greinist með lífshættulegt krabbamein.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Innlent Fleiri fréttir Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Sjá meira
Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila