Ráðherra sem vitnaði í Göbbels sparkað úr ríkisstjórn Kjartan Kjartansson skrifar 18. janúar 2020 13:31 Roberto Alvim brást hart við gagnrýni á ávarp sitt og sagði að um tilviljun hefði verið að ræða í orðavali. Vísir/EPA Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær menningarmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar sem sætti gagnrýni fyrir að hafa vísað nær orðrétt í ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, þegar hann kynnti ný menningarverðlaun. Háværar raddir voru uppi um að Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, þyrfti að taka poka sinn vegna myndbandsins sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli. Undir ávarpi ráðherrans hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. „Þetta var óheppileg yfirlýsing, jafnvel með afsökunarbeiðni hans, sem gerir stöðu hans óverjandi,“ tísti Bolsonaro í gær. Sagðist forsetinn fordæma „alræðishugmyndafræði og þjóðarmorð eins og nasisma og kommúnisma“ og hvers kyns vísanir í þær. Myndbandið þar sem Alvim vitnaði beint og óbeint í Göbbels snerist um ný menningarverðlaun sem hann sagði fyrir nýja „hetjulega og þjóðlega“ list. Fordæmdi ráðherrann vísvitandi væri verið að „sýkja“ menninguna. Washington Post segir að Alvim hafi verið einn ötulasti stríðsmaðurinn í menningarstríði ríkisstjórnar Bolsonaro. Hann hefur lýst vinstrimönnum sem „kakkalökkum“ og fordæmt listasamfélagið fyrir að sýna Bolsonaro ósanngirni. Hann kom upphaflega úr leikhúsheiminum en snerist til bókstarfstrúarkristni þegar hann greinist með lífshættulegt krabbamein. Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, rak í gær menningarmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar sem sætti gagnrýni fyrir að hafa vísað nær orðrétt í ræðu Josephs Göbbels, áróðursmeistara nasista, þegar hann kynnti ný menningarverðlaun. Háværar raddir voru uppi um að Roberto Alvim, menningarmálaráðherra, þyrfti að taka poka sinn vegna myndbandsins sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli. Undir ávarpi ráðherrans hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. „Þetta var óheppileg yfirlýsing, jafnvel með afsökunarbeiðni hans, sem gerir stöðu hans óverjandi,“ tísti Bolsonaro í gær. Sagðist forsetinn fordæma „alræðishugmyndafræði og þjóðarmorð eins og nasisma og kommúnisma“ og hvers kyns vísanir í þær. Myndbandið þar sem Alvim vitnaði beint og óbeint í Göbbels snerist um ný menningarverðlaun sem hann sagði fyrir nýja „hetjulega og þjóðlega“ list. Fordæmdi ráðherrann vísvitandi væri verið að „sýkja“ menninguna. Washington Post segir að Alvim hafi verið einn ötulasti stríðsmaðurinn í menningarstríði ríkisstjórnar Bolsonaro. Hann hefur lýst vinstrimönnum sem „kakkalökkum“ og fordæmt listasamfélagið fyrir að sýna Bolsonaro ósanngirni. Hann kom upphaflega úr leikhúsheiminum en snerist til bókstarfstrúarkristni þegar hann greinist með lífshættulegt krabbamein.
Brasilía Tengdar fréttir Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Brasilískur ráðherra fór með orð áróðursmeistara Hitlers Undir myndbandi sem ráðuneytið birti á samfélagsmiðli hljómaði tónlist eftir Richard Wagner, uppáhaldstónskáld Adolfs Hitler. 17. janúar 2020 15:47