Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum.
Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar en stór snjóflóð véllu á svæðinu í vikunni eftir mikla snjókomu.
„Í kvöld hlýnar verulega og upp úr miðnætti fer að rigna. Búast má við því að snjóflóð geti fallið úr óhlaupnum farvegum vegna hitabreytingarinnar og þegar fer að rigna niður í snjóþekjuna,“ segir á vef Veðurstofunnar.
Ekki er þó talin hætta á flóðum þar sem snjóflóð féllu fyrr í vikunni. Þegar kólnar aftur á sunnudag má gera ráð fyrir að snjór styrkist fljótt.
Á sunnanverðum Vestfjörðum er spáð úrkomu og hlýndum en þar er minni snjór. Á Norðurlandi er einnig spáð hlýindum og hvössum vind en þar er spáð minni úrkomu.
Þá kemur fram á Facebook-síðu lögreglunnar á Vestfjörðum að Flateyrarvegi og veginum um Súðavíkurhlíð verði lokað klukkan 23 í kvöld. Staðan verður endurmetin í fyrramálið.
