Uppgjör Henrys: Ekki dauðir enn Henry Birgir Gunnarsson í Malmö skrifar 19. janúar 2020 15:32 Guðjón Valur var frábær í dag. Hann fagnar hér eftir leikm með Sigvalda. vísir/epa Ólympíudraumurinn lifir hjá strákunum okkar eftir magnaðan sigur, 28-25, á spútnikliði Portúgal. Frábærlega útfærður leikur hjá íslenska liðinu skilaði þessum sigri. Ég sá það strax í upphitun að það var meiri orka og kraftur í strákunum en í síðustu leikjum. Meiri öskur og meiri læti. Það skilaði sér heldur betur inn í leikinn.Frábær byrjun Strákarnir mættu ofurpeppaðir inn í leikinn og allt annað að sjá orkuna en í síðustu leikjum. Þeir komust í 4-0 og Portúgal skoraði ekki mark fyrr en eftir níu mínútur. Ísland hefði þá átt að vera með meira forskot en liðið fór illa með nokkur góð færi í upphafi leiks. Varnarleikurinn var geggjaður og vopnin sleginn úr höndum Portúgala. Íslenski múrinn haggaðist ekki. Að sama skapi var sóknarleikurinn ótrúlega vel útfærður. Yfirvegun og skynsemi. Menn að velja vel og Janus Daði að stýra liðinu eins og hershöfðingi. Varnarjaxlinn Ýmir Örn átti enn og aftur stórleik.vísir/epa Helvítis slæmi kaflinn Það hafa verið talsverðar sveiflur í leik liðsins á mótinu og „slæmi kaflinn“ kom um miðjan fyrri hálfleik. 5-1 kafli hjá Portúgölum og munurinn eitt mark, 11-10. Strákarnir héldu samt haus og leiddu 14-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði mjög illa. Portúgalir fóru að spila með sjö menn í sókn sem þeir gera svo vel og jafna, 14-14. Þá sögðu strákarnir hingað og ekki lengra. Vörnin small og sjö Portúgalar fundu engin svör á stórkostlegri vörn Íslands. Á endanum gáfust Portúgalir upp á þessu. Það var búið að máta þá. Lokakaflinn var æsispennandi en strákarnir hleyptu Portúgal aldrei fram úr sér og fögnuðu innilega frábærum sigri. Þeir voru með bakið upp við vegginn og svöruðu frábærlega.Janus Daði blómstrar Fyrsta hrós dagsins fær Janus Daði Smárason. Það er búin að vera hrein unun að fylgjast með honum í Malmö. Spilar frábærlega og betur með hverjum leik. Þetta var líklega besti landsleikur hans frá upphafi. Alexander Petersson virtist hafa fundið bensínstöð því það var mikil orka í honum í kvöld. Vélmennið engu líkt. Mikilvæg mörk, frábærar stoðsendingar og grjótharður í vörninni. Þessi 39 ára gæi að skila frábæru móti heilt yfir. Hinn öldungurinn, Guðjón Valur, minnti líka enn og aftur á af hverju hann er enn byrjunarliðsmaður í liðinu. Skoraði úr öllum sínum skotum, stal fimm boltum og dreif liðið áfram. Ótrúlegur fagmaður. Fögnuðurinn var innilegur í leikslok.vísir/epa Leiðtoginn Aron Ég skrifaði í síðasta pistli mínum að því miður liti út fyrir að Aron Pálmarsson yrði ekki að þeim leiðtoga í liðinu sem allir eru að vonast eftir. Hann stakk því fallega ofan í kokið á mér í dag. Megi hann gera það sem oftast. Hann gat reyndar ekki neitt í fyrri hálfleik en steig upp er liðið þurfti á honum að halda í síðari hálfleik. Varð að leiðtoga og dró loksins vagninn fyrir liðið í jöfnum leik. Skoraði gríðarlega mikilvæg mörk og lagði upp sömuleiðis. Afar fallegt að sjá og megi hann halda áfram á þessari braut. Björgvin Páll Gústavsson var frábær í búrinu og hefur heldur betur sannað á mótinu að það var hárrétt ákvörðun að kalla hann aftur inn í liðið. Hann og Viktor Gísli ná vel saman. Svo verður að ræða um naglana í vörninni. Djöfulsins naglar sem það eru. Ýmir Örn Gíslason er að vinna hjörtu þjóðarinnar með æðislegum varnarleik sínum og hörku. Það má svo ekki gleyma Elvari Erni Jónssyni sem hefur ekki verið mikið síðri við hliðinu á honum. Gummi Gumm virðist vera búinn að finna nýja Didda og Sverre í vörninni eftir talsverða leit. Svo má auðvitað ekki gleyma að hrósa Guðmundi og þjálfarateyminu. Enn og aftur er leikur Íslands stórkostlega uppsettur af þeirra hálfu og nóg af svörum við öllu. Frábær frammistaða hjá þeim allt mótið. Eins og áður lifir ÓL-draumurinn og strákarnir sýndu í fyrsta leik að þeir geta staðið í hvaða liði sem er. Eftir þennan leik í dag er ég orðinn spenntur fyrir Noregs-leiknum en mig kveið fyrir honum í gær. Þar verður allt skilið eftir á gólfinu. EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Eftir tvö töp í röð vann Ísland frábæran sigur á Portúgal, 25-28, í öðrum leik sínum í milliriðli á EM 2020. 19. janúar 2020 14:30 Guðmundur: Tókum djarfa ákvörðun og hún skilaði sér Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari vann heimavinnuna fyrir leikinn gegn Portúgal í dag. 19. janúar 2020 14:52 Aron: Mitt hlutkverk er að taka af skarið Aron Pálmarsson lét meiðsli snemma leiks ekki hafa áhrif á sig og kláraði leikinn með sóma. 19. janúar 2020 14:43 Aron Einar flaug frá Katar til að sjá bróður sinn spila Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði fótboltalandsliðsins, er kominn til Malmö en hann ætlar að sjá Arnór Þór, bróður sinn, spila gegn Portúgal á eftir. 19. janúar 2020 12:03 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Guðjón Valur stal 5 boltum og nýtti öll 5 skotin sín Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan þriggja marka sigur á spútnikliði Portúgal, 28-25, í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 15:01 Guðjón: Vorum frábærir frá byrjun til enda Guðjón Valur Sigurðsson var afar glaður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal á EM í handbolta í dag. 19. janúar 2020 14:48 Björgvin: Erum að berjast fyrir land og þjóð Björgvin Páll Gústavsson átti virkilega góðan leik í marki Íslands sem vann þriggja marka sigur á Portúgal í dag. 19. janúar 2020 14:52 Twitter eftir sigurinn: Þegar forsetinn er kominn hálfur úr að ofan þá veit maður að það er hiti Twitter-verjar voru vel með á nótunum yfir sigri Íslands gegn Portúgal. 19. janúar 2020 14:36 Janus Daði: Frábær orka og andi í liðinu Selfyssingurinn var markahæstur í íslenska liðinu gegn Portúgal. 19. janúar 2020 14:46 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Ólympíudraumurinn lifir hjá strákunum okkar eftir magnaðan sigur, 28-25, á spútnikliði Portúgal. Frábærlega útfærður leikur hjá íslenska liðinu skilaði þessum sigri. Ég sá það strax í upphitun að það var meiri orka og kraftur í strákunum en í síðustu leikjum. Meiri öskur og meiri læti. Það skilaði sér heldur betur inn í leikinn.Frábær byrjun Strákarnir mættu ofurpeppaðir inn í leikinn og allt annað að sjá orkuna en í síðustu leikjum. Þeir komust í 4-0 og Portúgal skoraði ekki mark fyrr en eftir níu mínútur. Ísland hefði þá átt að vera með meira forskot en liðið fór illa með nokkur góð færi í upphafi leiks. Varnarleikurinn var geggjaður og vopnin sleginn úr höndum Portúgala. Íslenski múrinn haggaðist ekki. Að sama skapi var sóknarleikurinn ótrúlega vel útfærður. Yfirvegun og skynsemi. Menn að velja vel og Janus Daði að stýra liðinu eins og hershöfðingi. Varnarjaxlinn Ýmir Örn átti enn og aftur stórleik.vísir/epa Helvítis slæmi kaflinn Það hafa verið talsverðar sveiflur í leik liðsins á mótinu og „slæmi kaflinn“ kom um miðjan fyrri hálfleik. 5-1 kafli hjá Portúgölum og munurinn eitt mark, 11-10. Strákarnir héldu samt haus og leiddu 14-12 í hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði mjög illa. Portúgalir fóru að spila með sjö menn í sókn sem þeir gera svo vel og jafna, 14-14. Þá sögðu strákarnir hingað og ekki lengra. Vörnin small og sjö Portúgalar fundu engin svör á stórkostlegri vörn Íslands. Á endanum gáfust Portúgalir upp á þessu. Það var búið að máta þá. Lokakaflinn var æsispennandi en strákarnir hleyptu Portúgal aldrei fram úr sér og fögnuðu innilega frábærum sigri. Þeir voru með bakið upp við vegginn og svöruðu frábærlega.Janus Daði blómstrar Fyrsta hrós dagsins fær Janus Daði Smárason. Það er búin að vera hrein unun að fylgjast með honum í Malmö. Spilar frábærlega og betur með hverjum leik. Þetta var líklega besti landsleikur hans frá upphafi. Alexander Petersson virtist hafa fundið bensínstöð því það var mikil orka í honum í kvöld. Vélmennið engu líkt. Mikilvæg mörk, frábærar stoðsendingar og grjótharður í vörninni. Þessi 39 ára gæi að skila frábæru móti heilt yfir. Hinn öldungurinn, Guðjón Valur, minnti líka enn og aftur á af hverju hann er enn byrjunarliðsmaður í liðinu. Skoraði úr öllum sínum skotum, stal fimm boltum og dreif liðið áfram. Ótrúlegur fagmaður. Fögnuðurinn var innilegur í leikslok.vísir/epa Leiðtoginn Aron Ég skrifaði í síðasta pistli mínum að því miður liti út fyrir að Aron Pálmarsson yrði ekki að þeim leiðtoga í liðinu sem allir eru að vonast eftir. Hann stakk því fallega ofan í kokið á mér í dag. Megi hann gera það sem oftast. Hann gat reyndar ekki neitt í fyrri hálfleik en steig upp er liðið þurfti á honum að halda í síðari hálfleik. Varð að leiðtoga og dró loksins vagninn fyrir liðið í jöfnum leik. Skoraði gríðarlega mikilvæg mörk og lagði upp sömuleiðis. Afar fallegt að sjá og megi hann halda áfram á þessari braut. Björgvin Páll Gústavsson var frábær í búrinu og hefur heldur betur sannað á mótinu að það var hárrétt ákvörðun að kalla hann aftur inn í liðið. Hann og Viktor Gísli ná vel saman. Svo verður að ræða um naglana í vörninni. Djöfulsins naglar sem það eru. Ýmir Örn Gíslason er að vinna hjörtu þjóðarinnar með æðislegum varnarleik sínum og hörku. Það má svo ekki gleyma Elvari Erni Jónssyni sem hefur ekki verið mikið síðri við hliðinu á honum. Gummi Gumm virðist vera búinn að finna nýja Didda og Sverre í vörninni eftir talsverða leit. Svo má auðvitað ekki gleyma að hrósa Guðmundi og þjálfarateyminu. Enn og aftur er leikur Íslands stórkostlega uppsettur af þeirra hálfu og nóg af svörum við öllu. Frábær frammistaða hjá þeim allt mótið. Eins og áður lifir ÓL-draumurinn og strákarnir sýndu í fyrsta leik að þeir geta staðið í hvaða liði sem er. Eftir þennan leik í dag er ég orðinn spenntur fyrir Noregs-leiknum en mig kveið fyrir honum í gær. Þar verður allt skilið eftir á gólfinu.
EM 2020 í handbolta Tengdar fréttir Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Eftir tvö töp í röð vann Ísland frábæran sigur á Portúgal, 25-28, í öðrum leik sínum í milliriðli á EM 2020. 19. janúar 2020 14:30 Guðmundur: Tókum djarfa ákvörðun og hún skilaði sér Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari vann heimavinnuna fyrir leikinn gegn Portúgal í dag. 19. janúar 2020 14:52 Aron: Mitt hlutkverk er að taka af skarið Aron Pálmarsson lét meiðsli snemma leiks ekki hafa áhrif á sig og kláraði leikinn með sóma. 19. janúar 2020 14:43 Aron Einar flaug frá Katar til að sjá bróður sinn spila Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði fótboltalandsliðsins, er kominn til Malmö en hann ætlar að sjá Arnór Þór, bróður sinn, spila gegn Portúgal á eftir. 19. janúar 2020 12:03 Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Guðjón Valur stal 5 boltum og nýtti öll 5 skotin sín Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan þriggja marka sigur á spútnikliði Portúgal, 28-25, í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 15:01 Guðjón: Vorum frábærir frá byrjun til enda Guðjón Valur Sigurðsson var afar glaður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal á EM í handbolta í dag. 19. janúar 2020 14:48 Björgvin: Erum að berjast fyrir land og þjóð Björgvin Páll Gústavsson átti virkilega góðan leik í marki Íslands sem vann þriggja marka sigur á Portúgal í dag. 19. janúar 2020 14:52 Twitter eftir sigurinn: Þegar forsetinn er kominn hálfur úr að ofan þá veit maður að það er hiti Twitter-verjar voru vel með á nótunum yfir sigri Íslands gegn Portúgal. 19. janúar 2020 14:36 Janus Daði: Frábær orka og andi í liðinu Selfyssingurinn var markahæstur í íslenska liðinu gegn Portúgal. 19. janúar 2020 14:46 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Sjá meira
Leik lokið: Portúgal - Ísland 25-28 | Frábær sigur á Portúgölum Eftir tvö töp í röð vann Ísland frábæran sigur á Portúgal, 25-28, í öðrum leik sínum í milliriðli á EM 2020. 19. janúar 2020 14:30
Guðmundur: Tókum djarfa ákvörðun og hún skilaði sér Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari vann heimavinnuna fyrir leikinn gegn Portúgal í dag. 19. janúar 2020 14:52
Aron: Mitt hlutkverk er að taka af skarið Aron Pálmarsson lét meiðsli snemma leiks ekki hafa áhrif á sig og kláraði leikinn með sóma. 19. janúar 2020 14:43
Aron Einar flaug frá Katar til að sjá bróður sinn spila Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði fótboltalandsliðsins, er kominn til Malmö en hann ætlar að sjá Arnór Þór, bróður sinn, spila gegn Portúgal á eftir. 19. janúar 2020 12:03
Topparnir í tölfræðinni á móti Portúgal: Guðjón Valur stal 5 boltum og nýtti öll 5 skotin sín Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann flottan þriggja marka sigur á spútnikliði Portúgal, 28-25, í öðrum leik sínum í milliriðli á Evrópumótinu 2020 sem fer fram í Svíþjóð, Noregi og Austurríki. 19. janúar 2020 15:01
Guðjón: Vorum frábærir frá byrjun til enda Guðjón Valur Sigurðsson var afar glaður með frammistöðu íslenska liðsins gegn Portúgal á EM í handbolta í dag. 19. janúar 2020 14:48
Björgvin: Erum að berjast fyrir land og þjóð Björgvin Páll Gústavsson átti virkilega góðan leik í marki Íslands sem vann þriggja marka sigur á Portúgal í dag. 19. janúar 2020 14:52
Twitter eftir sigurinn: Þegar forsetinn er kominn hálfur úr að ofan þá veit maður að það er hiti Twitter-verjar voru vel með á nótunum yfir sigri Íslands gegn Portúgal. 19. janúar 2020 14:36
Janus Daði: Frábær orka og andi í liðinu Selfyssingurinn var markahæstur í íslenska liðinu gegn Portúgal. 19. janúar 2020 14:46