„Skulum ekki flýta okkur en vinnum hratt og örugglega“ Andri Eysteinsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 19. janúar 2020 18:18 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, Vísir/Einar „Það er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér, ég segi að við skulum ekki flýta okkur að koma með einhverja patent-lausn eða ákvörðun, en við skulum vinna mjög hratt og örugglega í því að ná því samtali fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, spurður að því hvort fólk sem varð fyrir tjóni í Snjóflóðunum á Vestfjörðum, væri tilbúið til að ráðast í fjárfestingar þegar ekki er búið að tryggja varnir á atvinnusvæðum. Sigurður Ingi var á meðal gesta Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður segir að samtalið þurfi að eiga sér stað til þess að fólk finni fyrir því að íslenskt samfélag standi að baki þeim ef ákvörðun um áframhaldandi starfsemi er tekin. Ráðherrann segir einnig að ríkið geti aðstoðað starfsemi með stuðningi. „Ákvörðunina um að halda áfram áhættusömum atvinnurekstri verður hver og einn að taka fyrir sig en við getum hjálpað til með því að styðja við. Nákvæmlega hver stuðningurinn verður þori ég ekki að fullyrða,“ sagði Sigurður. Varnargarðurinn við Flateyri sannað gildi sitt Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni þar sem setið hafi verið á fjármagni úr Ofanflóðasjóði í stað þess að verja honum í frekari varnir. Sigurður segir ljóst að varnargarðurinn við Flateyri hafi sannað gildi sitt, fyrst og fremst hafi tilgangur hans verið að verja fólk á heimilum sínum en ekki að verja atvinnusvæði eins og hafnarmannvirki. Eftir þessi snjóflóð ´95 þegar tekin er ákvörðun um að fara í þennan Ofanflóðasjóð. Þá sáu menn fyrir sér að það væri hugsanlega hægt að gera þetta, fara í hættumatið og byggja upp á fimmtán árum, og vera búin að því 2010. Síðan í kjölfarið kemur auðvitað efnahagshrun hér sem gerir það að verkum að fjármunir eru ekki til neinna fjárfestinga. Þá var tekin ákvörðun á árabilinu 2004-2007 að seinka þessu til 2020. Sigurður Ingi segir þurfa um 20-21 milljarð króna til þess að klára verkefnið. „Þörfin í dag er metin 20-21 milljarður til þess að klára verkefnið. Það eru einhverjir átta staðir sem eru eftir. Síðan þurfum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að fara í endurmat á aðstæðum sem eru til staðar, eins og á Flateyri og á öðrum stöðum. Það getur þýtt það að verkefnið stækki. Það getur vel verið að þær forsendur sem við vorum með þá, að það sé eingöngu íbúðarhúsnæði og slíkt sem að við séum að verja, að við þurfum að víkka það út og þá yfir til atvinnusvæðisins, hafnarmannvirkjanna eins og á Flateyri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Víglínan Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
„Það er eðlilegt að fólk velti þessu fyrir sér, ég segi að við skulum ekki flýta okkur að koma með einhverja patent-lausn eða ákvörðun, en við skulum vinna mjög hratt og örugglega í því að ná því samtali fram,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra, spurður að því hvort fólk sem varð fyrir tjóni í Snjóflóðunum á Vestfjörðum, væri tilbúið til að ráðast í fjárfestingar þegar ekki er búið að tryggja varnir á atvinnusvæðum. Sigurður Ingi var á meðal gesta Elínar Margrétar Böðvarsdóttur í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Sigurður segir að samtalið þurfi að eiga sér stað til þess að fólk finni fyrir því að íslenskt samfélag standi að baki þeim ef ákvörðun um áframhaldandi starfsemi er tekin. Ráðherrann segir einnig að ríkið geti aðstoðað starfsemi með stuðningi. „Ákvörðunina um að halda áfram áhættusömum atvinnurekstri verður hver og einn að taka fyrir sig en við getum hjálpað til með því að styðja við. Nákvæmlega hver stuðningurinn verður þori ég ekki að fullyrða,“ sagði Sigurður. Varnargarðurinn við Flateyri sannað gildi sitt Spjótin hafa beinst að ríkisstjórninni þar sem setið hafi verið á fjármagni úr Ofanflóðasjóði í stað þess að verja honum í frekari varnir. Sigurður segir ljóst að varnargarðurinn við Flateyri hafi sannað gildi sitt, fyrst og fremst hafi tilgangur hans verið að verja fólk á heimilum sínum en ekki að verja atvinnusvæði eins og hafnarmannvirki. Eftir þessi snjóflóð ´95 þegar tekin er ákvörðun um að fara í þennan Ofanflóðasjóð. Þá sáu menn fyrir sér að það væri hugsanlega hægt að gera þetta, fara í hættumatið og byggja upp á fimmtán árum, og vera búin að því 2010. Síðan í kjölfarið kemur auðvitað efnahagshrun hér sem gerir það að verkum að fjármunir eru ekki til neinna fjárfestinga. Þá var tekin ákvörðun á árabilinu 2004-2007 að seinka þessu til 2020. Sigurður Ingi segir þurfa um 20-21 milljarð króna til þess að klára verkefnið. „Þörfin í dag er metin 20-21 milljarður til þess að klára verkefnið. Það eru einhverjir átta staðir sem eru eftir. Síðan þurfum við líka að horfast í augu við það að við þurfum að fara í endurmat á aðstæðum sem eru til staðar, eins og á Flateyri og á öðrum stöðum. Það getur þýtt það að verkefnið stækki. Það getur vel verið að þær forsendur sem við vorum með þá, að það sé eingöngu íbúðarhúsnæði og slíkt sem að við séum að verja, að við þurfum að víkka það út og þá yfir til atvinnusvæðisins, hafnarmannvirkjanna eins og á Flateyri,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.
Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Víglínan Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Fleiri fréttir Segir lögin greinilega ekki nógu mannúðleg Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum