Markasúpa í Reykjavíkurmótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 22:30 Fylkir kom til baka og lagði Fjölni í miklum markaleik. Vísir/Daníel Þór Leikur Fylkis og Fjölnis í Egilshöllinni var mikið fyrir augað en bæði lið ákváðu að skilja varnarleikinn eftir heima. Kristófer Óskar Óskarsson kom Fjölni yfir á 17. mínútu leiksins og bætti við öðru marki sínu sem og Fjölnis á þeirri 26. Aðeins 14 mínútum síðar höfðu Fylkismenn jafnað metin þökk sé mörkum frá Valdimari Þór Ingimudnarssyni, úr vítaspyrnu, og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Ingibergur Sigurðarson komið Fjölni yfir og staðan því 3-2 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson metin í 3-3 áður en varnarmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Svenn Stefánsson bættu við mörkum. Lokatölur 5-3 í hörku leik. Fjölnir er sem stendur með sex stig eftir fjóra leiki á meðan þetta var fyrsti sigur Fylkis en liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa. Þá vann KR 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Hjalti Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið strax á 6. mínútu leiksins en það kom ekki að sök fyrir KR-inga. Ástbjörn Þórðarson skoraði sex mínutum síðar og var það eina mark fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen skoraði seinna mark KR undir lok leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Íslandsmeistarar KR stilltu upp nokkuð ungu byrjunarliði miðað við venjulega. Þeir Ómar Castaldo Einarsson, Oddur Ingi Bjarnason, Stefán Árni Geirsson, Hjalti Sigurðsson (sem spilaði aðeins sex mínútur) og Þorsteinn Örn Bernharðsson voru allir í byrjunarliði KR. Hvort Þorrablót KR-inga í gærkvöldi spili inn í ástæður þess að eldri leikmenn voru geymdir á bekknum í kvöld verður látið liggja milli hluta. Báðir þessir leikir voru í A-riðli. Í A-riðlinum kvenna megin unnu Ísalndsmeistarar Vals 4-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis en staðan var 1-1 í hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir hafði komið Val yfir á 17. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sara Montoro metin. Það var svo á 56. mínútu sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val í 2-1 áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum og lokatölur því eins og áður kom fram 4-1. Var þetta fyrsti sigur Vals í mótinu eftir að hafa tapað óvænt 2-1 fyrir Fylki í 1. umferð. Fjölnir er án stiga eftir tvær umferðir. Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira
Leikur Fylkis og Fjölnis í Egilshöllinni var mikið fyrir augað en bæði lið ákváðu að skilja varnarleikinn eftir heima. Kristófer Óskar Óskarsson kom Fjölni yfir á 17. mínútu leiksins og bætti við öðru marki sínu sem og Fjölnis á þeirri 26. Aðeins 14 mínútum síðar höfðu Fylkismenn jafnað metin þökk sé mörkum frá Valdimari Þór Ingimudnarssyni, úr vítaspyrnu, og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Ingibergur Sigurðarson komið Fjölni yfir og staðan því 3-2 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson metin í 3-3 áður en varnarmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Svenn Stefánsson bættu við mörkum. Lokatölur 5-3 í hörku leik. Fjölnir er sem stendur með sex stig eftir fjóra leiki á meðan þetta var fyrsti sigur Fylkis en liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa. Þá vann KR 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Hjalti Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið strax á 6. mínútu leiksins en það kom ekki að sök fyrir KR-inga. Ástbjörn Þórðarson skoraði sex mínutum síðar og var það eina mark fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen skoraði seinna mark KR undir lok leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Íslandsmeistarar KR stilltu upp nokkuð ungu byrjunarliði miðað við venjulega. Þeir Ómar Castaldo Einarsson, Oddur Ingi Bjarnason, Stefán Árni Geirsson, Hjalti Sigurðsson (sem spilaði aðeins sex mínútur) og Þorsteinn Örn Bernharðsson voru allir í byrjunarliði KR. Hvort Þorrablót KR-inga í gærkvöldi spili inn í ástæður þess að eldri leikmenn voru geymdir á bekknum í kvöld verður látið liggja milli hluta. Báðir þessir leikir voru í A-riðli. Í A-riðlinum kvenna megin unnu Ísalndsmeistarar Vals 4-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis en staðan var 1-1 í hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir hafði komið Val yfir á 17. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sara Montoro metin. Það var svo á 56. mínútu sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val í 2-1 áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum og lokatölur því eins og áður kom fram 4-1. Var þetta fyrsti sigur Vals í mótinu eftir að hafa tapað óvænt 2-1 fyrir Fylki í 1. umferð. Fjölnir er án stiga eftir tvær umferðir.
Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Sjá meira