Markasúpa í Reykjavíkurmótinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 22:30 Fylkir kom til baka og lagði Fjölni í miklum markaleik. Vísir/Daníel Þór Leikur Fylkis og Fjölnis í Egilshöllinni var mikið fyrir augað en bæði lið ákváðu að skilja varnarleikinn eftir heima. Kristófer Óskar Óskarsson kom Fjölni yfir á 17. mínútu leiksins og bætti við öðru marki sínu sem og Fjölnis á þeirri 26. Aðeins 14 mínútum síðar höfðu Fylkismenn jafnað metin þökk sé mörkum frá Valdimari Þór Ingimudnarssyni, úr vítaspyrnu, og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Ingibergur Sigurðarson komið Fjölni yfir og staðan því 3-2 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson metin í 3-3 áður en varnarmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Svenn Stefánsson bættu við mörkum. Lokatölur 5-3 í hörku leik. Fjölnir er sem stendur með sex stig eftir fjóra leiki á meðan þetta var fyrsti sigur Fylkis en liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa. Þá vann KR 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Hjalti Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið strax á 6. mínútu leiksins en það kom ekki að sök fyrir KR-inga. Ástbjörn Þórðarson skoraði sex mínutum síðar og var það eina mark fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen skoraði seinna mark KR undir lok leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Íslandsmeistarar KR stilltu upp nokkuð ungu byrjunarliði miðað við venjulega. Þeir Ómar Castaldo Einarsson, Oddur Ingi Bjarnason, Stefán Árni Geirsson, Hjalti Sigurðsson (sem spilaði aðeins sex mínútur) og Þorsteinn Örn Bernharðsson voru allir í byrjunarliði KR. Hvort Þorrablót KR-inga í gærkvöldi spili inn í ástæður þess að eldri leikmenn voru geymdir á bekknum í kvöld verður látið liggja milli hluta. Báðir þessir leikir voru í A-riðli. Í A-riðlinum kvenna megin unnu Ísalndsmeistarar Vals 4-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis en staðan var 1-1 í hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir hafði komið Val yfir á 17. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sara Montoro metin. Það var svo á 56. mínútu sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val í 2-1 áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum og lokatölur því eins og áður kom fram 4-1. Var þetta fyrsti sigur Vals í mótinu eftir að hafa tapað óvænt 2-1 fyrir Fylki í 1. umferð. Fjölnir er án stiga eftir tvær umferðir. Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Leikur Fylkis og Fjölnis í Egilshöllinni var mikið fyrir augað en bæði lið ákváðu að skilja varnarleikinn eftir heima. Kristófer Óskar Óskarsson kom Fjölni yfir á 17. mínútu leiksins og bætti við öðru marki sínu sem og Fjölnis á þeirri 26. Aðeins 14 mínútum síðar höfðu Fylkismenn jafnað metin þökk sé mörkum frá Valdimari Þór Ingimudnarssyni, úr vítaspyrnu, og Þórði Gunnari Hafþórssyni. Áður en fyrri hálfleikur var úti hafði Ingibergur Sigurðarson komið Fjölni yfir og staðan því 3-2 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks jafnaði varamaðurinn Hákon Ingi Jónsson metin í 3-3 áður en varnarmennirnir Ásgeir Eyþórsson og Orri Svenn Stefánsson bættu við mörkum. Lokatölur 5-3 í hörku leik. Fjölnir er sem stendur með sex stig eftir fjóra leiki á meðan þetta var fyrsti sigur Fylkis en liðið hefur leikið þrjá leiki til þessa. Þá vann KR 2-0 sigur á Þrótti Reykjavík. Hjalti Sigurðsson fékk að líta rauða spjaldið strax á 6. mínútu leiksins en það kom ekki að sök fyrir KR-inga. Ástbjörn Þórðarson skoraði sex mínutum síðar og var það eina mark fyrri hálfleiks. Tobias Thomsen skoraði seinna mark KR undir lok leiksins en hann hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Íslandsmeistarar KR stilltu upp nokkuð ungu byrjunarliði miðað við venjulega. Þeir Ómar Castaldo Einarsson, Oddur Ingi Bjarnason, Stefán Árni Geirsson, Hjalti Sigurðsson (sem spilaði aðeins sex mínútur) og Þorsteinn Örn Bernharðsson voru allir í byrjunarliði KR. Hvort Þorrablót KR-inga í gærkvöldi spili inn í ástæður þess að eldri leikmenn voru geymdir á bekknum í kvöld verður látið liggja milli hluta. Báðir þessir leikir voru í A-riðli. Í A-riðlinum kvenna megin unnu Ísalndsmeistarar Vals 4-1 sigur á 1. deildarliði Fjölnis en staðan var 1-1 í hálfleik. Ída Marín Hermannsdóttir hafði komið Val yfir á 17. mínútu en aðeins mínútu síðar jafnaði Sara Montoro metin. Það var svo á 56. mínútu sem Guðrún Karítas Sigurðardóttir kom Val í 2-1 áður en Hlín Eiríksdóttir bætti við tveimur mörkum og lokatölur því eins og áður kom fram 4-1. Var þetta fyrsti sigur Vals í mótinu eftir að hafa tapað óvænt 2-1 fyrir Fylki í 1. umferð. Fjölnir er án stiga eftir tvær umferðir.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Fleiri fréttir Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Inter skoraði sex mörk og náði sex stiga forskoti á toppnum Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Sú launahæsta fær 250 milljónir á ári Seldur ódýrt eftir rifrildi við van Persie Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Unnu leikinn án þess að skjóta á markið Bretar ósáttir með „ódýran brandara“ Infantino Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn „Hann er sonur minn“ Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Sigurður Bjartur á leið til Spánar? „Lagar lekann í smástund en þetta er ekki Liverpool-leiðin“ Freyr orðinn þreyttur á endalausu slúðri Stjarnan selur Adolf Daða til FH Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu Heimavinnan skilaði marki fyrir Szoboszlai Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Sjá meira
Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Aukaspyrna Szoboszlai, Lewandowski fyrir bæði lið og Kane klikkaði á þrennu