Magnaður Mahomes kom Kansas City Chiefs í Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. janúar 2020 23:15 Mahomes (15) fer sáttur að sofa í nótt. Vísir/Getty Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Leikurinn byrjaði þó nokkuð brösuglega hjá Chiefs en Titans komust í 10-0 í fyrsta leikhluta. Chiefs náðu inn snertimarki áður en Dennis Kelly skoraði sögulegt snertimark fyrir Titans. Hann varð þar með þyngsti leikmaður í sögu NFL til að skora snerti mark en hann er skráður 321 pund eða 145 kílógrömm. Staðan því 17-7 Titans í vil þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta tók Mahomes til sinna ráða en fyrst henti hann fyrir snertimarki þegar Tyreek Hill greip sendingu frá honum og svo undir lok leikhlutans skoraði Mahomes sjálfur hreint út sagt ótrúlegt snertimark. MAHOMES MAGIC (via @NFL) pic.twitter.com/4SaZOCOoht — ESPN (@espn) January 19, 2020 Staðan því 21-14 Chiefs í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Chiefs bættu í forystuna í þriðja leikhluta með snertimarki og staðan því 28-14 fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Þeir gerðu nánast út um leikinn strax í upphafi síðasta fjórðungs þegar Mahomes átti magnaða sendingu sem Damian Williams gat ekki annað en gripið. Staðan orðin 35-14 og leikurinn svo gott sem búinn. MAHOMES IS A CHEAT CODE! pic.twitter.com/RnY3CNxkxo— Complex Sports (@ComplexSports) January 19, 2020 Titans tókst að minnka muninn í 35-24 en nær komust þeir ekki og Chiefs því komnir í leikinn um Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár eða síðan 1970. Alls kastaði Mahomes fyrir þremur snertimörkum ásamt því að ná einu sjálfur. Síðar í nótt mætast svo Green Bay Packers og San Francisco 49ers. NFL Ofurskálin Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Sjá meira
Kansas City Chiefs er komið í leikinn um Ofurskálina víðsfrægu eftir ótrúlan leik gegn Tennessee Titans. Lokatölur 35-24 þar sem leikstjórnandi Chiefs, Patrick Mahomes II, fór hreinlega á kostum. Er þetta í fyrsta sinn síðan 1970 sem Chiefs komast í leikinn um Ofurskálina. Leikurinn byrjaði þó nokkuð brösuglega hjá Chiefs en Titans komust í 10-0 í fyrsta leikhluta. Chiefs náðu inn snertimarki áður en Dennis Kelly skoraði sögulegt snertimark fyrir Titans. Hann varð þar með þyngsti leikmaður í sögu NFL til að skora snerti mark en hann er skráður 321 pund eða 145 kílógrömm. Staðan því 17-7 Titans í vil þegar fyrsta leikhluta lauk. Í öðrum leikhluta tók Mahomes til sinna ráða en fyrst henti hann fyrir snertimarki þegar Tyreek Hill greip sendingu frá honum og svo undir lok leikhlutans skoraði Mahomes sjálfur hreint út sagt ótrúlegt snertimark. MAHOMES MAGIC (via @NFL) pic.twitter.com/4SaZOCOoht — ESPN (@espn) January 19, 2020 Staðan því 21-14 Chiefs í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja í hálfleik. Chiefs bættu í forystuna í þriðja leikhluta með snertimarki og staðan því 28-14 fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins. Þeir gerðu nánast út um leikinn strax í upphafi síðasta fjórðungs þegar Mahomes átti magnaða sendingu sem Damian Williams gat ekki annað en gripið. Staðan orðin 35-14 og leikurinn svo gott sem búinn. MAHOMES IS A CHEAT CODE! pic.twitter.com/RnY3CNxkxo— Complex Sports (@ComplexSports) January 19, 2020 Titans tókst að minnka muninn í 35-24 en nær komust þeir ekki og Chiefs því komnir í leikinn um Ofurskálina í fyrsta skipti í 50 ár eða síðan 1970. Alls kastaði Mahomes fyrir þremur snertimörkum ásamt því að ná einu sjálfur. Síðar í nótt mætast svo Green Bay Packers og San Francisco 49ers.
NFL Ofurskálin Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Fleiri fréttir Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Frá Klaksvík á Krókinn Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Jón Þór hársbreidd frá HM-gulli Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Ramsey rekinn í sturtu eftir hnefahögg: „Hann hrækti á mig“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Jake Paul mætir Joshua og biður Breta afsökunar fyrir fram Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Meistarinn fékk kalda kveðju: Þú ert það leiðinlegasta við þessa íþrótt Sjá meira