Allir farþegar í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 14:25 Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi. vísir/einar Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst. Þá verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi í Safnahúsinu í dag. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að sér þætti ákjósanlegust. Hann skilaði stjórnvöldum níu útfærslum af mögulegu fyrirkomulagi á landamærunum fyrr í þessari viku, sem má fræðast um hér að neðan. Stærsta breytingin frá núverandi fyrirkomulagi er sú að allir farþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til landsins. Undanfarið hafa farþegar frá tilteknum ríkjum verið undanskildir. „Í þeim ríkjum er faraldurinn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkomandi landi,“ segir í auglýsingu Stjórnarráðsins. Þá ber öllum að fara í sýnatöku tvö til þess að tryggja betur að smit greinist hjá þeim sem eru nýlega smitaðir. Hingað til hefur sú krafa einungis átt við Íslendinga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dvalar. Fyrstu 4 til 5 dagana þurfa viðkomandi að vera í sóttkví „sem er öruggara og skýrara fyrirkomulag en svokölluð heimkomusmitgát sem mun þá heyra sögunni til.“ Þá stendur jafnframt til að herða reglur um forskráningu farþega „til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins,“ eins og það er orðað í fyrrnefndri auglýsingu. Hagkvæmt að herða Katrín Jakosdóttir sagði á fundinum í dag að verið væri að byggja ofan á núverandi fyrirkomulag sem hún telur hafa gengið vel. Mörg smit hafi verið gripin á landamærunum sem hafi komið í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Ákvörðunin væri að sama skapi tekin eftir að hafa farið yfir fyrrnefnda valmöguleika sóttvarnalæknis og eftir að hagfræðileg greining, sem gerð var í aðdraganda skimunar, hafði verið uppfærð. Katrín segir að hún beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst. Þá verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi í Safnahúsinu í dag. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að sér þætti ákjósanlegust. Hann skilaði stjórnvöldum níu útfærslum af mögulegu fyrirkomulagi á landamærunum fyrr í þessari viku, sem má fræðast um hér að neðan. Stærsta breytingin frá núverandi fyrirkomulagi er sú að allir farþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til landsins. Undanfarið hafa farþegar frá tilteknum ríkjum verið undanskildir. „Í þeim ríkjum er faraldurinn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkomandi landi,“ segir í auglýsingu Stjórnarráðsins. Þá ber öllum að fara í sýnatöku tvö til þess að tryggja betur að smit greinist hjá þeim sem eru nýlega smitaðir. Hingað til hefur sú krafa einungis átt við Íslendinga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dvalar. Fyrstu 4 til 5 dagana þurfa viðkomandi að vera í sóttkví „sem er öruggara og skýrara fyrirkomulag en svokölluð heimkomusmitgát sem mun þá heyra sögunni til.“ Þá stendur jafnframt til að herða reglur um forskráningu farþega „til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins,“ eins og það er orðað í fyrrnefndri auglýsingu. Hagkvæmt að herða Katrín Jakosdóttir sagði á fundinum í dag að verið væri að byggja ofan á núverandi fyrirkomulag sem hún telur hafa gengið vel. Mörg smit hafi verið gripin á landamærunum sem hafi komið í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Ákvörðunin væri að sama skapi tekin eftir að hafa farið yfir fyrrnefnda valmöguleika sóttvarnalæknis og eftir að hagfræðileg greining, sem gerð var í aðdraganda skimunar, hafði verið uppfærð. Katrín segir að hún beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40