Allir farþegar í tvær skimanir og fjögurra til fimm daga sóttkví Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 14:25 Frá skimun Íslenskrar erfðagreiningar á Akranesi. vísir/einar Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst. Þá verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi í Safnahúsinu í dag. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að sér þætti ákjósanlegust. Hann skilaði stjórnvöldum níu útfærslum af mögulegu fyrirkomulagi á landamærunum fyrr í þessari viku, sem má fræðast um hér að neðan. Stærsta breytingin frá núverandi fyrirkomulagi er sú að allir farþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til landsins. Undanfarið hafa farþegar frá tilteknum ríkjum verið undanskildir. „Í þeim ríkjum er faraldurinn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkomandi landi,“ segir í auglýsingu Stjórnarráðsins. Þá ber öllum að fara í sýnatöku tvö til þess að tryggja betur að smit greinist hjá þeim sem eru nýlega smitaðir. Hingað til hefur sú krafa einungis átt við Íslendinga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dvalar. Fyrstu 4 til 5 dagana þurfa viðkomandi að vera í sóttkví „sem er öruggara og skýrara fyrirkomulag en svokölluð heimkomusmitgát sem mun þá heyra sögunni til.“ Þá stendur jafnframt til að herða reglur um forskráningu farþega „til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins,“ eins og það er orðað í fyrrnefndri auglýsingu. Hagkvæmt að herða Katrín Jakosdóttir sagði á fundinum í dag að verið væri að byggja ofan á núverandi fyrirkomulag sem hún telur hafa gengið vel. Mörg smit hafi verið gripin á landamærunum sem hafi komið í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Ákvörðunin væri að sama skapi tekin eftir að hafa farið yfir fyrrnefnda valmöguleika sóttvarnalæknis og eftir að hagfræðileg greining, sem gerð var í aðdraganda skimunar, hafði verið uppfærð. Katrín segir að hún beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana. Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Breytingar verða á fyrirkomulagi landamæraskimunar frá og með næsta miðvikudegi, 19. ágúst. Þá verða allir komufarþegar skimaðir tvisvar við komuna til Íslands. Fyrri sýnataka verður á landamærum, að því búnu ber komufarþegum að fara í sóttkví í 4-5 daga þangað til niðurstaða er fengin úr seinni sýnatöku. Þetta kom fram í máli Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra á fréttamannafundi í Safnahúsinu í dag. Þessi ákvörðun er í samræmi við þá tillögu sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði að sér þætti ákjósanlegust. Hann skilaði stjórnvöldum níu útfærslum af mögulegu fyrirkomulagi á landamærunum fyrr í þessari viku, sem má fræðast um hér að neðan. Stærsta breytingin frá núverandi fyrirkomulagi er sú að allir farþegar, fyrir utan börn fædd 2005 og síðar, verða skimaðir við komu til landsins. Undanfarið hafa farþegar frá tilteknum ríkjum verið undanskildir. „Í þeim ríkjum er faraldurinn að taka sig upp að nýju og erfitt hefur reynst að hafa eftirlit með því að farþegar hafi í raun dvalið 14 daga í viðkomandi landi,“ segir í auglýsingu Stjórnarráðsins. Þá ber öllum að fara í sýnatöku tvö til þess að tryggja betur að smit greinist hjá þeim sem eru nýlega smitaðir. Hingað til hefur sú krafa einungis átt við Íslendinga og þá sem hér eru búsettir eða koma til lengri tíma dvalar. Fyrstu 4 til 5 dagana þurfa viðkomandi að vera í sóttkví „sem er öruggara og skýrara fyrirkomulag en svokölluð heimkomusmitgát sem mun þá heyra sögunni til.“ Þá stendur jafnframt til að herða reglur um forskráningu farþega „til þess að tryggja að nauðsynlegar upplýsingar liggi fyrir áður en komið er til landsins,“ eins og það er orðað í fyrrnefndri auglýsingu. Hagkvæmt að herða Katrín Jakosdóttir sagði á fundinum í dag að verið væri að byggja ofan á núverandi fyrirkomulag sem hún telur hafa gengið vel. Mörg smit hafi verið gripin á landamærunum sem hafi komið í veg fyrir útbreiðslu sýkingarinnar. Ákvörðunin væri að sama skapi tekin eftir að hafa farið yfir fyrrnefnda valmöguleika sóttvarnalæknis og eftir að hagfræðileg greining, sem gerð var í aðdraganda skimunar, hafði verið uppfærð. Katrín segir að hún beri með sér að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að skima fyrir veirunni. Ef gera eigi breytingar á fyrirkomulaginu hnígi hagfræðilegu rökin jafnframt að því að herða á skimuninni frekar en að losa um hana.
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bein útsending: Blaðamannafundur vegna landamæraskimana Hægt verður að fylgjast með blaðamannafundinum í beinni útsendingu hér á Vísi. 14. ágúst 2020 13:40