Kurz og Græningjar náðu saman Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2020 07:20 Sebastian Kurz og Werner Kogler í morgun. epa Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. Sebastian Kurz, leiðtogi Þjóðarflokksins, mun þar með setjast í stól kanslara á ný. Kurz leiddi stjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins, en sú stjórn hrökklaðist frá í maí í kjölfar hneykslismáls sem sneri að leiðtoga Frelsisflokksins. Þingkosningar fóru fram í landinu í september þar sem enginn flokkur hlaut meirihluta. Talsmaður Græningja hefur hins vegar nú staðfest að stjórnarmyndunarviðræður hafi borið ávöxt. Stjórnarsamstarfið hefur verið kallað túrkísgrænt vegna þeirra einkennislita flokkanna, en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðarflokkurinn og Græningjar starfa saman í ríkisstjórn. Werner Kogler, leiðtogi Græningja, segir að Austurríki ætti nú að verða í framvarðasveit ríkja þegar kæmi að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kogler mun gegna embætti varakanslara. Stjórnarsáttmáli flokkanna verður kynntur í dag. Þykir líklegt að skattar verði almennt lækkaðir þó að ýmsir umhverfisskattar komi til með að hækka. Austurrískir fjölmiðlar telja að Græningjar komi til með fara með fjögur ráðherraembætti í fimmtán manna ríkisstjórn. Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, hefur gegnt embætti kanslara landsins síðustu mánuði. Alexander Van der Bellen forseti skipaði hana til bráðabirgða eftir að ríkisstjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins hrökklaðist frá völdum. Þjóðarflokkurinn fékk 37 prósent atkvæða í kosningunum í september og Græningjar fjórtán. Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Austurríski þjóðarflokkurinn (ÖVP) og Græningjar þar í landi hafa náð saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar eftir nokkurra mánaða viðræður. Sebastian Kurz, leiðtogi Þjóðarflokksins, mun þar með setjast í stól kanslara á ný. Kurz leiddi stjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins, en sú stjórn hrökklaðist frá í maí í kjölfar hneykslismáls sem sneri að leiðtoga Frelsisflokksins. Þingkosningar fóru fram í landinu í september þar sem enginn flokkur hlaut meirihluta. Talsmaður Græningja hefur hins vegar nú staðfest að stjórnarmyndunarviðræður hafi borið ávöxt. Stjórnarsamstarfið hefur verið kallað túrkísgrænt vegna þeirra einkennislita flokkanna, en þetta er í fyrsta sinn sem Þjóðarflokkurinn og Græningjar starfa saman í ríkisstjórn. Werner Kogler, leiðtogi Græningja, segir að Austurríki ætti nú að verða í framvarðasveit ríkja þegar kæmi að baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Kogler mun gegna embætti varakanslara. Stjórnarsáttmáli flokkanna verður kynntur í dag. Þykir líklegt að skattar verði almennt lækkaðir þó að ýmsir umhverfisskattar komi til með að hækka. Austurrískir fjölmiðlar telja að Græningjar komi til með fara með fjögur ráðherraembætti í fimmtán manna ríkisstjórn. Brigitte Bierlein, forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis, hefur gegnt embætti kanslara landsins síðustu mánuði. Alexander Van der Bellen forseti skipaði hana til bráðabirgða eftir að ríkisstjórn Þjóðarflokksins og Frelsisflokksins hrökklaðist frá völdum. Þjóðarflokkurinn fékk 37 prósent atkvæða í kosningunum í september og Græningjar fjórtán.
Austurríki Tengdar fréttir Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18 Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Strache til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara Saksóknari í Austurríki sem sérhæfir sig í spillingarmálum hefur hafið rannsókn á gjörðum fyrrverandi varakanslara landsins. 13. júní 2019 18:18
Fyrsta konan til að gegna kanslaraembætti Forseti stjórnlagadómstóls Austurríkis hefur verið skipuð kanslari landsins til bráðabirgða. 30. maí 2019 14:10
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila