Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 20:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Gleðilegt nýtt ár. Ég vona að allir hafi átt yndisleg jól og áramót. Mín voru frábær, með fullt af góðum mat, góðum félagsskap og ennþá meira af konfekti, gæti ekki verið betra. Ég ætla að byrja föndurárið 2020 á að sýna ykkur jólagjafirnar sem ég útbjó og fyrsta gjöfin er það sem ég gerði handa foreldrum mínum. Ég hafði ákveðið fyrir töluverðu síðan að ég vildi útbúa skilti með nöfnum okkar allra og láta það líta út eins og Skrafl. Ég pantaði þessar flísar af Ali, ég átti þessar spýtur í fórum mínum og svo var það Sizzle big shot vélin mín. Ég byrjaði á því að skrifa öll nöfnin okkar á blað og raða þeim upp, sem tók... ja, við skulum bara segja að það hafi tekið töluverðan tíma. Svo notaði ég vélina mína til að skera út alla stafina sem aftur tók töluverðan tíma. Auðvelda leiðin hefði verið að nota límmiða en ég hef aldrei verið mikið fyrir auðveldu leiðina, ekkert gaman af því. Ég hafði pantað 100 svona litlar flísar og þegar ég var að nálgast endinn þá fór ég að hafa pínu áhyggjur að það myndi ekki nægja en þegar ég var búin þá átti ég þrjár auka. Ég notaði límlakk til að festa stafina á flísarnar og ég notaði trélím til að festa flísarnar á spýturnar. Áður hafði ég bæsað spýturnar. Þegar allar flísarnar voru komnar á þá fannst mér vanta ramma þannig að ég útbjó hann. Þetta var annars eitt af „gott að vera vitur eftir á“ dæmunum, vegna þess að það hefði verið miklu auðveldara að mála rammann áður en ég límdi hann á, en stundum er maður bara vitur eftir á. Svo bætti ég við nokkrum tréblómum, fann fyrstu myndina sem var tekin af foreldrum mínum saman og prentaði hana út og festi hana með lítilli klemmu. Ég átti lítið skilti og skar út stafina „Þetta eru við“ og bætti því við. Ég límdi reipi aftan á skiltið og límdi svo litlar spýtur aftan á það til að styrkja aðeins meira. Og þar með var gjöfin tilbúin. Ég verð að viðurkenna að ég virkilega dýrka hvernig þetta kom út. Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira
Gleðilegt nýtt ár. Ég vona að allir hafi átt yndisleg jól og áramót. Mín voru frábær, með fullt af góðum mat, góðum félagsskap og ennþá meira af konfekti, gæti ekki verið betra. Ég ætla að byrja föndurárið 2020 á að sýna ykkur jólagjafirnar sem ég útbjó og fyrsta gjöfin er það sem ég gerði handa foreldrum mínum. Ég hafði ákveðið fyrir töluverðu síðan að ég vildi útbúa skilti með nöfnum okkar allra og láta það líta út eins og Skrafl. Ég pantaði þessar flísar af Ali, ég átti þessar spýtur í fórum mínum og svo var það Sizzle big shot vélin mín. Ég byrjaði á því að skrifa öll nöfnin okkar á blað og raða þeim upp, sem tók... ja, við skulum bara segja að það hafi tekið töluverðan tíma. Svo notaði ég vélina mína til að skera út alla stafina sem aftur tók töluverðan tíma. Auðvelda leiðin hefði verið að nota límmiða en ég hef aldrei verið mikið fyrir auðveldu leiðina, ekkert gaman af því. Ég hafði pantað 100 svona litlar flísar og þegar ég var að nálgast endinn þá fór ég að hafa pínu áhyggjur að það myndi ekki nægja en þegar ég var búin þá átti ég þrjár auka. Ég notaði límlakk til að festa stafina á flísarnar og ég notaði trélím til að festa flísarnar á spýturnar. Áður hafði ég bæsað spýturnar. Þegar allar flísarnar voru komnar á þá fannst mér vanta ramma þannig að ég útbjó hann. Þetta var annars eitt af „gott að vera vitur eftir á“ dæmunum, vegna þess að það hefði verið miklu auðveldara að mála rammann áður en ég límdi hann á, en stundum er maður bara vitur eftir á. Svo bætti ég við nokkrum tréblómum, fann fyrstu myndina sem var tekin af foreldrum mínum saman og prentaði hana út og festi hana með lítilli klemmu. Ég átti lítið skilti og skar út stafina „Þetta eru við“ og bætti því við. Ég límdi reipi aftan á skiltið og límdi svo litlar spýtur aftan á það til að styrkja aðeins meira. Og þar með var gjöfin tilbúin. Ég verð að viðurkenna að ég virkilega dýrka hvernig þetta kom út.
Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Sjá meira