Litla föndurhornið: Gjöf til stórrar fjölskyldu Kristbjörg Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 20:00 Kristbjörg Ólafsdóttir sér um Litla föndurhornið á Vísi. Mynd/Kristbjörg Ólafsdóttir Gleðilegt nýtt ár. Ég vona að allir hafi átt yndisleg jól og áramót. Mín voru frábær, með fullt af góðum mat, góðum félagsskap og ennþá meira af konfekti, gæti ekki verið betra. Ég ætla að byrja föndurárið 2020 á að sýna ykkur jólagjafirnar sem ég útbjó og fyrsta gjöfin er það sem ég gerði handa foreldrum mínum. Ég hafði ákveðið fyrir töluverðu síðan að ég vildi útbúa skilti með nöfnum okkar allra og láta það líta út eins og Skrafl. Ég pantaði þessar flísar af Ali, ég átti þessar spýtur í fórum mínum og svo var það Sizzle big shot vélin mín. Ég byrjaði á því að skrifa öll nöfnin okkar á blað og raða þeim upp, sem tók... ja, við skulum bara segja að það hafi tekið töluverðan tíma. Svo notaði ég vélina mína til að skera út alla stafina sem aftur tók töluverðan tíma. Auðvelda leiðin hefði verið að nota límmiða en ég hef aldrei verið mikið fyrir auðveldu leiðina, ekkert gaman af því. Ég hafði pantað 100 svona litlar flísar og þegar ég var að nálgast endinn þá fór ég að hafa pínu áhyggjur að það myndi ekki nægja en þegar ég var búin þá átti ég þrjár auka. Ég notaði límlakk til að festa stafina á flísarnar og ég notaði trélím til að festa flísarnar á spýturnar. Áður hafði ég bæsað spýturnar. Þegar allar flísarnar voru komnar á þá fannst mér vanta ramma þannig að ég útbjó hann. Þetta var annars eitt af „gott að vera vitur eftir á“ dæmunum, vegna þess að það hefði verið miklu auðveldara að mála rammann áður en ég límdi hann á, en stundum er maður bara vitur eftir á. Svo bætti ég við nokkrum tréblómum, fann fyrstu myndina sem var tekin af foreldrum mínum saman og prentaði hana út og festi hana með lítilli klemmu. Ég átti lítið skilti og skar út stafina „Þetta eru við“ og bætti því við. Ég límdi reipi aftan á skiltið og límdi svo litlar spýtur aftan á það til að styrkja aðeins meira. Og þar með var gjöfin tilbúin. Ég verð að viðurkenna að ég virkilega dýrka hvernig þetta kom út. Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Sjá meira
Gleðilegt nýtt ár. Ég vona að allir hafi átt yndisleg jól og áramót. Mín voru frábær, með fullt af góðum mat, góðum félagsskap og ennþá meira af konfekti, gæti ekki verið betra. Ég ætla að byrja föndurárið 2020 á að sýna ykkur jólagjafirnar sem ég útbjó og fyrsta gjöfin er það sem ég gerði handa foreldrum mínum. Ég hafði ákveðið fyrir töluverðu síðan að ég vildi útbúa skilti með nöfnum okkar allra og láta það líta út eins og Skrafl. Ég pantaði þessar flísar af Ali, ég átti þessar spýtur í fórum mínum og svo var það Sizzle big shot vélin mín. Ég byrjaði á því að skrifa öll nöfnin okkar á blað og raða þeim upp, sem tók... ja, við skulum bara segja að það hafi tekið töluverðan tíma. Svo notaði ég vélina mína til að skera út alla stafina sem aftur tók töluverðan tíma. Auðvelda leiðin hefði verið að nota límmiða en ég hef aldrei verið mikið fyrir auðveldu leiðina, ekkert gaman af því. Ég hafði pantað 100 svona litlar flísar og þegar ég var að nálgast endinn þá fór ég að hafa pínu áhyggjur að það myndi ekki nægja en þegar ég var búin þá átti ég þrjár auka. Ég notaði límlakk til að festa stafina á flísarnar og ég notaði trélím til að festa flísarnar á spýturnar. Áður hafði ég bæsað spýturnar. Þegar allar flísarnar voru komnar á þá fannst mér vanta ramma þannig að ég útbjó hann. Þetta var annars eitt af „gott að vera vitur eftir á“ dæmunum, vegna þess að það hefði verið miklu auðveldara að mála rammann áður en ég límdi hann á, en stundum er maður bara vitur eftir á. Svo bætti ég við nokkrum tréblómum, fann fyrstu myndina sem var tekin af foreldrum mínum saman og prentaði hana út og festi hana með lítilli klemmu. Ég átti lítið skilti og skar út stafina „Þetta eru við“ og bætti því við. Ég límdi reipi aftan á skiltið og límdi svo litlar spýtur aftan á það til að styrkja aðeins meira. Og þar með var gjöfin tilbúin. Ég verð að viðurkenna að ég virkilega dýrka hvernig þetta kom út.
Föndur Litla föndurhornið Mest lesið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Lífið Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Lífið Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Tónlist Fleiri fréttir Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Sjá meira