„Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. janúar 2020 21:00 Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Mynd/Getty Stjörnufræðivefurinn á Facebook segir frá því að í nótt eða í fyrramálið nái loftsteinadrífan Kvaðrantítar hámarki. Kvaðrantítar standa jafnan stutt yfir og getur verið nokkuð snúið að fylgjast með þeim en búist er við hámarkinu snemma í fyrramálið hér á landi. Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. „Ef einhvers staðar sést í heiðan himinn í morgun gæti dýrðin verið býsna falleg með bæði glitskýjum og nokkrum stjörnuhröpum. Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið,“ er meðal annars skrifað á síðuna. „Kvaðrantítar draga nafn sitt af stjörnumerki sem er ekki lengur til: Múrkvaðrantinum (e. Quadrans Muralis). Merkið var búið til árið 1795 úr stjörnum milli stjörnumerkjanna Hjarðmannsins og Drekans. Múrkvaðrantar voru mikið notaðir af stjörnufræðingum fyrri alda, t.d. Tycho Brahe, til að mæla hnit stjarna og kortleggja himinhvolfið,“ segir í færslunni. Kvaðrantíta má, eins og Geminíta, rekja til smástirnis en ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 2003 EH1 en talið er að það sé hluti af kulnaðri halastjörnu sem sundraðist fyrir nokkrum öldum. „Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Hámarkið er oft öflugt en stendur stutt yfir, gjarnan í aðeins fáeinar klukkustundir svo hámarkið þarf að hitta á myrkurstundir til þess að við sjáum drífuna.“ Spár stjörnufræðinga benda til að hámarkið verði í kringum klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. „Horfðu til himins í aust-norðaustur fyrir dögun. Finndu Karlsvagninn. Geislapunktur drífunnar er við handfangið á honum. Í kringum þetta svæði ættu flest stjörnuhröpin að sjást.“ Geimurinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Stjörnufræðivefurinn á Facebook segir frá því að í nótt eða í fyrramálið nái loftsteinadrífan Kvaðrantítar hámarki. Kvaðrantítar standa jafnan stutt yfir og getur verið nokkuð snúið að fylgjast með þeim en búist er við hámarkinu snemma í fyrramálið hér á landi. Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. „Ef einhvers staðar sést í heiðan himinn í morgun gæti dýrðin verið býsna falleg með bæði glitskýjum og nokkrum stjörnuhröpum. Það gæti borgað sig að horfa til himins í fyrramálið,“ er meðal annars skrifað á síðuna. „Kvaðrantítar draga nafn sitt af stjörnumerki sem er ekki lengur til: Múrkvaðrantinum (e. Quadrans Muralis). Merkið var búið til árið 1795 úr stjörnum milli stjörnumerkjanna Hjarðmannsins og Drekans. Múrkvaðrantar voru mikið notaðir af stjörnufræðingum fyrri alda, t.d. Tycho Brahe, til að mæla hnit stjarna og kortleggja himinhvolfið,“ segir í færslunni. Kvaðrantíta má, eins og Geminíta, rekja til smástirnis en ekki halastjörnu. Smástirnið nefnist 2003 EH1 en talið er að það sé hluti af kulnaðri halastjörnu sem sundraðist fyrir nokkrum öldum. „Þegar Kvaðrantítar eru í hámarki sjást stundum yfir 100 stjörnuhröp á klukkustund. Hámarkið er oft öflugt en stendur stutt yfir, gjarnan í aðeins fáeinar klukkustundir svo hámarkið þarf að hitta á myrkurstundir til þess að við sjáum drífuna.“ Spár stjörnufræðinga benda til að hámarkið verði í kringum klukkan átta í fyrramálið að íslenskum tíma. „Horfðu til himins í aust-norðaustur fyrir dögun. Finndu Karlsvagninn. Geislapunktur drífunnar er við handfangið á honum. Í kringum þetta svæði ættu flest stjörnuhröpin að sjást.“
Geimurinn Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira