Hnífaárás rétt utan við París rannsökuð sem hryðjuverk Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 21:21 Mynd af vettvangi árásarinnar í gær. CHRISTOPHE PETIT TESSON/EPA Andhryðjuverkadeild lögreglunnar í París rannsakar hnífaárás sem átti sér stað í bænum Villejuif nærri París í gær. Ekki þykir útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Þetta kemur fram í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, þar sem vitnað er í yfirlýsingu frá dómsmálaráðherra Frakklands, Nicole Belloubet. Árásarmaðurinn, sem eingöngu hefur verið nefndur sem Nathan C, stakk í gær mann til bana og særði tvo aðra, áður en lögregla kom á vettvang og skaut hann til bana. Í tilkynningu dómsmálaráðherrans kom fram að komið hafi í ljós að árásarmaðurinn hafi verið „öfgasinni,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Þessi nýju gögn réttlæta því að rannsóknin haldi áfram á þeim grundvelli að morðið og tilraunir til manndrápa hafi tengst hryðjuverkastarfsemi,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá hafa yfirvöld, nánar til tekið saksóknarar í málinu, staðfest að maðurinn hafi glímt við geðræn vandamál, og hafi sætt geðrænni meðferð á spítala. Hann hafi síðast yfirgefið spítala í mái á síðasta ári, og ári síðar hafi hann hætt að taka lyf við veikindum sínum. Maðurinn sem lést í árásinni var í göngutúr með eiginkonu sinni þegar árásin varð. Bæjarstjóri Villejuif, Franck Le Bohellec, segir manninn hafa látist við að vernda eiginkonu sína, en hún særðist alvarlega í árásinni. Frakkland Tengdar fréttir Maður sem stakk vegfarendur skotinn til bana nærri París Tveir eru taldir látnir eftir að vopnaður maður stakk vegfarendur í garði í bæ nærri París í dag. 3. janúar 2020 14:37 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Andhryðjuverkadeild lögreglunnar í París rannsakar hnífaárás sem átti sér stað í bænum Villejuif nærri París í gær. Ekki þykir útilokað að um hryðjuverk hafi verið að ræða. Þetta kemur fram í frétt á vef breska ríkisútvarpsins, þar sem vitnað er í yfirlýsingu frá dómsmálaráðherra Frakklands, Nicole Belloubet. Árásarmaðurinn, sem eingöngu hefur verið nefndur sem Nathan C, stakk í gær mann til bana og særði tvo aðra, áður en lögregla kom á vettvang og skaut hann til bana. Í tilkynningu dómsmálaráðherrans kom fram að komið hafi í ljós að árásarmaðurinn hafi verið „öfgasinni,“ án þess að það sé útskýrt nánar. „Þessi nýju gögn réttlæta því að rannsóknin haldi áfram á þeim grundvelli að morðið og tilraunir til manndrápa hafi tengst hryðjuverkastarfsemi,“ segir einnig í tilkynningunni. Þá hafa yfirvöld, nánar til tekið saksóknarar í málinu, staðfest að maðurinn hafi glímt við geðræn vandamál, og hafi sætt geðrænni meðferð á spítala. Hann hafi síðast yfirgefið spítala í mái á síðasta ári, og ári síðar hafi hann hætt að taka lyf við veikindum sínum. Maðurinn sem lést í árásinni var í göngutúr með eiginkonu sinni þegar árásin varð. Bæjarstjóri Villejuif, Franck Le Bohellec, segir manninn hafa látist við að vernda eiginkonu sína, en hún særðist alvarlega í árásinni.
Frakkland Tengdar fréttir Maður sem stakk vegfarendur skotinn til bana nærri París Tveir eru taldir látnir eftir að vopnaður maður stakk vegfarendur í garði í bæ nærri París í dag. 3. janúar 2020 14:37 Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Fleiri fréttir Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Sjá meira
Maður sem stakk vegfarendur skotinn til bana nærri París Tveir eru taldir látnir eftir að vopnaður maður stakk vegfarendur í garði í bæ nærri París í dag. 3. janúar 2020 14:37