Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann Andri Eysteinsson skrifar 5. janúar 2020 14:19 Harvey Weinstein að ganga úr dómsshúsi í New York í desember. AP/Mark Lennihan Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. Réttarhöldin yfir Weinstein hefjast í New York á morgun, mánudaginn 5. janúar. Hefur Weinstein verið ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot en yfir 80 konur hafa stigið fram og lýst brotum Weinstein gegn sér. Weinstein hefur haldið fram sakleysi sínu og hafnar öllum ásökunum um nokkur kynferðisbrot.Í svari við fyrirspurnum CNN sagði Weinstein að síðustu tvö ár hafi verið erfið en gríðarlega lærdómsrík. Weinstein segir að mest öllum tíma sínum frá því að ásakanirnar komu fram hafi hann varið með lögfræðiteymi sínu og einbeiti hann sér að því að sanna sakleysi sitt og hreinsa Weinstein nafnið. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem Weinstein stofnaði árið 2005 ásamt bróður sínum Bob Weinstein lagði upp laupana eftir að ásakanirnar komu á sjónarsviðið en Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann að réttarhöldunum loknum, verði hann ekki dæmdur sekur. Hann segist þó vita að slíkt verður erfiðara en að segja það. Annars segist Weinstein ætla að einbeita sér að heilsunni, hvíldinni og börnum sínum eftir réttarhöldin. Lögfræðingur Weinsteins, Donna Rotunno, segir í samtali við CNN að þó Weinstein myndi fyrstur manna viðurkenna að hann hafi gert slæma hluti sé hann ekki glæpamaður. „Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni, hann var óheiðarlegur og stundaði kynlíf með fjölda kvenna. Hann myndi segja að það hafi verið slæmar ákvarðanir. Hann hefur tapað öllu vegna þessara ákvarðana. Það er enginn að halda því fram að hann sé dýrlingur sem hefur aldrei gert neitt rangt en ég trúi því að Harvey sé ekki nauðgari,“ sagði Rotunno. Bíó og sjónvarp Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira
Kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein telur sig geta endurreist feril sinn að réttarhöldunum yfir honum loknum muni kviðdómur komast að þeirri niðurstöðu að hann sé saklaus. Réttarhöldin yfir Weinstein hefjast í New York á morgun, mánudaginn 5. janúar. Hefur Weinstein verið ákærður fyrir nauðganir og önnur kynferðisbrot en yfir 80 konur hafa stigið fram og lýst brotum Weinstein gegn sér. Weinstein hefur haldið fram sakleysi sínu og hafnar öllum ásökunum um nokkur kynferðisbrot.Í svari við fyrirspurnum CNN sagði Weinstein að síðustu tvö ár hafi verið erfið en gríðarlega lærdómsrík. Weinstein segir að mest öllum tíma sínum frá því að ásakanirnar komu fram hafi hann varið með lögfræðiteymi sínu og einbeiti hann sér að því að sanna sakleysi sitt og hreinsa Weinstein nafnið. Kvikmyndaframleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem Weinstein stofnaði árið 2005 ásamt bróður sínum Bob Weinstein lagði upp laupana eftir að ásakanirnar komu á sjónarsviðið en Weinstein telur sig geta átt afturkvæmt í kvikmyndabransann að réttarhöldunum loknum, verði hann ekki dæmdur sekur. Hann segist þó vita að slíkt verður erfiðara en að segja það. Annars segist Weinstein ætla að einbeita sér að heilsunni, hvíldinni og börnum sínum eftir réttarhöldin. Lögfræðingur Weinsteins, Donna Rotunno, segir í samtali við CNN að þó Weinstein myndi fyrstur manna viðurkenna að hann hafi gert slæma hluti sé hann ekki glæpamaður. „Hann hélt fram hjá eiginkonu sinni, hann var óheiðarlegur og stundaði kynlíf með fjölda kvenna. Hann myndi segja að það hafi verið slæmar ákvarðanir. Hann hefur tapað öllu vegna þessara ákvarðana. Það er enginn að halda því fram að hann sé dýrlingur sem hefur aldrei gert neitt rangt en ég trúi því að Harvey sé ekki nauðgari,“ sagði Rotunno.
Bíó og sjónvarp Hollywood MeToo Mál Harvey Weinstein Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Frægir fundu ástina 2024 Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Sjá meira