Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Leikkonan Aníta Briem tók lagið á Instagram.
Hanna Rún Bazev Óladóttir og Nikita Bazev bíða enn eftir sínu öðru barni.
View this post on InstagramWaiting for our litle princess#waiting#forourprincess#pregnant#exited#soon @nikitabazev
Birta Abiba Þórhallsdóttir, Miss Universe Iceland, naut sín í Vestmannaeyjum.
Tískubloggarinn Pattra Sriyanonge og Theódór Elmar Bjarnason hafa haft það gott yfir hátíðarnar hér á landi.
Systkinin Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, og Magnús Sigurbjörnsson hafa notið lífsins síðustu daga í Tælandi ásamt fjölskyldu sinni.
Samfélagsmiðlastjarnan Eva Ruza fagnaði 37 ára afmæli sínu.
Landsliðsmaðurinn og atvinnumaðurinn Albert Guðmundsson nýtur lífsins í Dúbaí.
View this post on Instagram
Árið 2019 var besta árið í lífi Sölva Tryggvasonar en gamall óvinur bankaði upp á eins og hann orðar sjálfur:
„Það kom semsagt allt í einu og upp úr þurru yfir mig þessi sterka og hráa tilfinning um að ég sé nú svona yfir höfuð hálfgerður pappakassi sem sé ekki að gera neitt af viti í lifinu. Þessi rödd sem bankaði upp á í gær og svo aftur í morgun var í mörg ár minn helsti óvinur og í raun lamandi kraftur i mínu lífi á löngum tímabilum. En međ mikilli æfingu er ég smám saman farinn að læra að elska þessa tilfinningu og sjá hana sem sambland af fallegum drifkrafti úr varnarnkerfi heilans og gamalt bilað forrit sem var hannað af vanmætti í barnæsku.“
Samfélagsmiðlastjarnan Bryndís Líf naut lífsins upp í bústað og fékk sér eitt stykki hvítvínsglas í pottinum.
Landsliðsmaðurinn Rúnar Alex Rúnarsson fékk fjölskylduna í heimsókn til Frakklands á dögunum.
Ingólfur Þórarinsson skellti sér í golf á Adeje-ströndinni á Tenerife.
Friðrik Ómar flaug beint frá flugvellinum á Akureyri til Tenerife og er þar að njóta, bæði í mat og drykk.
Rúrik Gíslason tók að sér fyrirsætustörf á dögunum og það hér á landi.
Ísdrottningin Ásdís Rán óskar öllum velfarnaðar á árinu 2020. Framundan hjá henni er ást og hlátur.
Kærustuparið Sunneva Einarsdóttir og Benedikt Bjarnason, sonur Bjarna Ben fjármálaráðherra, hafa eytt síðustu dögum saman í Tampa á Flórída og þar er greinilega verið að sóla sig.
Aron Einar Gunnarsson og Kristbjörg Jónasdóttir óska öllum gleðilegs nýs árs með fallegum myndum.