Lífið

Malín komin í leyfi og Jón Viðar fær nýjan fagdansara

Stefán Árni Pálsson skrifar
Malín er komin sex mánuði á leið og því tekur Marta við.
Malín er komin sex mánuði á leið og því tekur Marta við. vísir/vilhelm

„Mér líst bara mjög vel á þetta. Malín var auðvitað komin sex mánuði á leið og þetta var orðið það erfitt fyrir hana að hún tók ákvörðun um það að stíga til hliðar,“ segir Jón Viðar Arnþórsson, sem tekur þátt í Allir geta dansað á Stöð 2 og mun stíga á sviðið á föstudagskvöldið.

Að þessu sinni með Mörtu Carrasco sem dansaði áður með Ólafi Erni Ólafssyni í þáttaröðinni. Þau féllu úr leik í byrjun seríunnar. Malin Agla Kristjánsdóttir hafði verið dansfélagi Jóns

„Núna getum við kannski farið að sýna aðeins meira því ef maður er að dansa við ólétta stelpu þá takmarkar það svolítið lyftur og svona áhættuatriði í dansinum. Nú á að henda inn aðeins meiri krafti í dansinn og ég get farið að henda henni til og frá,“ segir Jón Viðar og hlær.

Jón segir að Malín hafi tekið þessa ákvörðun eftir síðasta þátt fyrir jól.

„Ég og Marta byrjuðum bara að dansa saman fljótlega eftir það. Samstarfið fer hrikalega vel af stað og hún er bara algjört æði. Næsta föstudag dönsum við Jive og það þýðir því mikið af spörkum og látum. Það má kannski segja að við séum búin að setja smá bardagabrag á atriðið okkar en það verður bara að koma í ljós.“


Tengdar fréttir

Allir geta dansað fór vel af stað

Önnur þáttaröð af Allir geta dansað hófst í Gufunesi í kvöld. Tíu pör stigu á svið og voru þau hvert öðru glæsilegra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×