Bílastæðahús við flugvöllinn í Stafangri brennur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 18:06 Reykurinn sem berst frá bílastæðahúsinu er mjög mikill. twitter Stöðva þurfti flugumferð í Stafangri vegna mikils elds sem kom upp í bílastæðahúsi við flugvöllinn. Hluti af fimm hæða bílastæðahúsinu er fallinn saman. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins. Talið er að allt að hundrað bílar séu skemmdir og segja vitni að það heyrist til bensíntanka springa innan úr bílastæðahúsinu. Bílastæðahúsið sem eldurinn logar í er það sem næst er flugvellinum. Þá hefur öll flugumferð verið stöðvuð og mun hún ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi kl. 19:30 að staðartíma. „Við vitum ekki hvað þetta mun taka langan tíma. Núna er aðaláherslan að slökkva eldinn,“ sagði Anetta Sigmundstad, flugvallarstjóri. pic.twitter.com/ybvRLkIaTj — stormy-chan (@stormy_chan93) January 7, 2020 Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fréttamenn að hann væri hræddur um að allt bílastæðahúsið muni hrynja og þess vegna hafi slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr byggingunni. Nú hefur hluti hússins fallið saman og nokkrir bílar eru eyðilagðir. Slökkviliðið mun ekki koma til með að slökkva eldinn inni í húsinu vegna hættu um að húsið falli saman. „Við höfum enga stjórn á eldinum, eldstungurnar eru miklar og mikill reykur. Það eru fjórir slökkviliðsbílar og reykkafarar á staðnum,“ sagði Svein Nesse, slökkviliðsmaður í Rogalandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni kom eldur upp í bíl í bílastæðinu nærri Kiss &fly á flugvellinum í Stafangri í kring um hálf fjögur að staðartíma. Eldurinn hefur dreift gríðarlega úr sér og logar hann nú á nokkrum hæðum bílastæðahússins. Ekki er talið að fólk sé inni í bílastæðahúsinu og hefur ekki verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldsins. Þá hafa gestir á nærliggjandi hóteli, Scandic, verið beðnir um að yfirgefa bygginguna en hótelið er rétt hjá flugvellinum. Öllum starfsmönnum flugvallarins hefur verið safnað saman í komusal flugvallarins og eru þar samkvæmt heimildum hundruð farþega og starfsmanna. Þá munu hótelgestir og ferðalangar verða fluttir á hótel í Stafangri áður en langt um líður. Noregur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira
Stöðva þurfti flugumferð í Stafangri vegna mikils elds sem kom upp í bílastæðahúsi við flugvöllinn. Hluti af fimm hæða bílastæðahúsinu er fallinn saman. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins. Talið er að allt að hundrað bílar séu skemmdir og segja vitni að það heyrist til bensíntanka springa innan úr bílastæðahúsinu. Bílastæðahúsið sem eldurinn logar í er það sem næst er flugvellinum. Þá hefur öll flugumferð verið stöðvuð og mun hún ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi kl. 19:30 að staðartíma. „Við vitum ekki hvað þetta mun taka langan tíma. Núna er aðaláherslan að slökkva eldinn,“ sagði Anetta Sigmundstad, flugvallarstjóri. pic.twitter.com/ybvRLkIaTj — stormy-chan (@stormy_chan93) January 7, 2020 Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fréttamenn að hann væri hræddur um að allt bílastæðahúsið muni hrynja og þess vegna hafi slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr byggingunni. Nú hefur hluti hússins fallið saman og nokkrir bílar eru eyðilagðir. Slökkviliðið mun ekki koma til með að slökkva eldinn inni í húsinu vegna hættu um að húsið falli saman. „Við höfum enga stjórn á eldinum, eldstungurnar eru miklar og mikill reykur. Það eru fjórir slökkviliðsbílar og reykkafarar á staðnum,“ sagði Svein Nesse, slökkviliðsmaður í Rogalandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni kom eldur upp í bíl í bílastæðinu nærri Kiss &fly á flugvellinum í Stafangri í kring um hálf fjögur að staðartíma. Eldurinn hefur dreift gríðarlega úr sér og logar hann nú á nokkrum hæðum bílastæðahússins. Ekki er talið að fólk sé inni í bílastæðahúsinu og hefur ekki verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldsins. Þá hafa gestir á nærliggjandi hóteli, Scandic, verið beðnir um að yfirgefa bygginguna en hótelið er rétt hjá flugvellinum. Öllum starfsmönnum flugvallarins hefur verið safnað saman í komusal flugvallarins og eru þar samkvæmt heimildum hundruð farþega og starfsmanna. Þá munu hótelgestir og ferðalangar verða fluttir á hótel í Stafangri áður en langt um líður.
Noregur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fleiri fréttir Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Sjá meira