Bílastæðahús við flugvöllinn í Stafangri brennur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. janúar 2020 18:06 Reykurinn sem berst frá bílastæðahúsinu er mjög mikill. twitter Stöðva þurfti flugumferð í Stafangri vegna mikils elds sem kom upp í bílastæðahúsi við flugvöllinn. Hluti af fimm hæða bílastæðahúsinu er fallinn saman. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins. Talið er að allt að hundrað bílar séu skemmdir og segja vitni að það heyrist til bensíntanka springa innan úr bílastæðahúsinu. Bílastæðahúsið sem eldurinn logar í er það sem næst er flugvellinum. Þá hefur öll flugumferð verið stöðvuð og mun hún ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi kl. 19:30 að staðartíma. „Við vitum ekki hvað þetta mun taka langan tíma. Núna er aðaláherslan að slökkva eldinn,“ sagði Anetta Sigmundstad, flugvallarstjóri. pic.twitter.com/ybvRLkIaTj — stormy-chan (@stormy_chan93) January 7, 2020 Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fréttamenn að hann væri hræddur um að allt bílastæðahúsið muni hrynja og þess vegna hafi slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr byggingunni. Nú hefur hluti hússins fallið saman og nokkrir bílar eru eyðilagðir. Slökkviliðið mun ekki koma til með að slökkva eldinn inni í húsinu vegna hættu um að húsið falli saman. „Við höfum enga stjórn á eldinum, eldstungurnar eru miklar og mikill reykur. Það eru fjórir slökkviliðsbílar og reykkafarar á staðnum,“ sagði Svein Nesse, slökkviliðsmaður í Rogalandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni kom eldur upp í bíl í bílastæðinu nærri Kiss &fly á flugvellinum í Stafangri í kring um hálf fjögur að staðartíma. Eldurinn hefur dreift gríðarlega úr sér og logar hann nú á nokkrum hæðum bílastæðahússins. Ekki er talið að fólk sé inni í bílastæðahúsinu og hefur ekki verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldsins. Þá hafa gestir á nærliggjandi hóteli, Scandic, verið beðnir um að yfirgefa bygginguna en hótelið er rétt hjá flugvellinum. Öllum starfsmönnum flugvallarins hefur verið safnað saman í komusal flugvallarins og eru þar samkvæmt heimildum hundruð farþega og starfsmanna. Þá munu hótelgestir og ferðalangar verða fluttir á hótel í Stafangri áður en langt um líður. Noregur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira
Stöðva þurfti flugumferð í Stafangri vegna mikils elds sem kom upp í bílastæðahúsi við flugvöllinn. Hluti af fimm hæða bílastæðahúsinu er fallinn saman. Frá þessu er greint á vef norska ríkisútvarpsins. Talið er að allt að hundrað bílar séu skemmdir og segja vitni að það heyrist til bensíntanka springa innan úr bílastæðahúsinu. Bílastæðahúsið sem eldurinn logar í er það sem næst er flugvellinum. Þá hefur öll flugumferð verið stöðvuð og mun hún ekki hefjast aftur fyrr en í fyrsta lagi kl. 19:30 að staðartíma. „Við vitum ekki hvað þetta mun taka langan tíma. Núna er aðaláherslan að slökkva eldinn,“ sagði Anetta Sigmundstad, flugvallarstjóri. pic.twitter.com/ybvRLkIaTj — stormy-chan (@stormy_chan93) January 7, 2020 Slökkviliðsstjórinn sagði í samtali við fréttamenn að hann væri hræddur um að allt bílastæðahúsið muni hrynja og þess vegna hafi slökkviliðsmenn verið kallaðir út úr byggingunni. Nú hefur hluti hússins fallið saman og nokkrir bílar eru eyðilagðir. Slökkviliðið mun ekki koma til með að slökkva eldinn inni í húsinu vegna hættu um að húsið falli saman. „Við höfum enga stjórn á eldinum, eldstungurnar eru miklar og mikill reykur. Það eru fjórir slökkviliðsbílar og reykkafarar á staðnum,“ sagði Svein Nesse, slökkviliðsmaður í Rogalandi. Samkvæmt yfirlýsingu frá lögreglunni kom eldur upp í bíl í bílastæðinu nærri Kiss &fly á flugvellinum í Stafangri í kring um hálf fjögur að staðartíma. Eldurinn hefur dreift gríðarlega úr sér og logar hann nú á nokkrum hæðum bílastæðahússins. Ekki er talið að fólk sé inni í bílastæðahúsinu og hefur ekki verið tilkynnt um slys á fólki vegna eldsins. Þá hafa gestir á nærliggjandi hóteli, Scandic, verið beðnir um að yfirgefa bygginguna en hótelið er rétt hjá flugvellinum. Öllum starfsmönnum flugvallarins hefur verið safnað saman í komusal flugvallarins og eru þar samkvæmt heimildum hundruð farþega og starfsmanna. Þá munu hótelgestir og ferðalangar verða fluttir á hótel í Stafangri áður en langt um líður.
Noregur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Fleiri fréttir Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Sjá meira