Segir að hefnd Íraka verði ekki minni en Írana Íris Andradóttir skrifar 8. janúar 2020 14:00 Íranskur herforingi syrgir við kistu Muhandis við athöfn í Teheran á mánudag. Vísir/EPA Qais al-Khazali, stofnandi íröksku hryðjuverkasamtakanna Asaib Ahl al-Haq og þingmaður, hótar hefndum fyrir morð Bandaríkjahers á írakska herforingjanum Abu Mahdi al-Muhandis. Hótunin kemur í kjölfar sprengiárásar Írans á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til í Írak í nótt. Khazali heitir því að svar Íraka verði engu minna en Írana. „Fyrstu viðbrögð Írana við morði á píslavottinum Soleimani hefur nú átt sér stað. Nú er tími til kominn fyrir fyrstu viðbrögð Íraka við morðinu á píslavottinum al-Muhandis. Og vegna þess að Írakar eru hugrökk og áköf þjóð verða viðbrögð hennar ekki minni enn viðbrögð Írana og það er loforð,“ segir al-Khazali í tísti í dag sem Reuters-fréttastofan segir frá. Morðið á Muhandis hefur að miklu leyti fallið í skuggann á falli Qasem Soleimani, yfirmanns sérsveitar íranska byltingarvarðarins, en þeir voru báðir myrtir í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani í Bagdad síðastliðinn föstudag. Muhandis átti sér engu að síður fjölda stuðningsmanna í Írak. Hann leiddi vopnaða sveit sjíamúslima í Írak sem njóta stuðnings stjórnvalda í Teheran. Leiðtogar ýmissa vopnaðra sveita í Írak hafa heitið hefndum fyrir morðið á honum undanfarna daga. Muhandis, sem hét upprunalega Jamal al-Ibrahimi, flúði til Írans í 1979 þar sem hann gerðist ríkisborgari. Þar gekk í íranska byltingarvörðinn og stóð að árásum á bandaríska og franska sendiráðið í Kúvaít árið 1983. Hann sneri heim til Íraks aftur eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003 og var þjóðaröryggisráðgjafi fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Árið 2006 flúði hann Írak aftur og stofnaði hersveitina Kataeb Hezbollah sem nú er studd af Íran. Bandaríkin sprengdu á dögum herstöðvar Kataeb Hezbollah og létu þar lífið 25 liðsmenn samtakanna. Eftir þá árás réðust mótmælendur inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad. Samkvæmt fréttastofu BBC sagði Muhandis frá því fáeinum dögum áður enn hann féll að Kataeb Hezbollah myndi svara fyrir sig af hörku gagnvart bandarískum hersveitum í Írak. Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Qais al-Khazali, stofnandi íröksku hryðjuverkasamtakanna Asaib Ahl al-Haq og þingmaður, hótar hefndum fyrir morð Bandaríkjahers á írakska herforingjanum Abu Mahdi al-Muhandis. Hótunin kemur í kjölfar sprengiárásar Írans á herstöðvar þar sem bandarískir hermenn halda til í Írak í nótt. Khazali heitir því að svar Íraka verði engu minna en Írana. „Fyrstu viðbrögð Írana við morði á píslavottinum Soleimani hefur nú átt sér stað. Nú er tími til kominn fyrir fyrstu viðbrögð Íraka við morðinu á píslavottinum al-Muhandis. Og vegna þess að Írakar eru hugrökk og áköf þjóð verða viðbrögð hennar ekki minni enn viðbrögð Írana og það er loforð,“ segir al-Khazali í tísti í dag sem Reuters-fréttastofan segir frá. Morðið á Muhandis hefur að miklu leyti fallið í skuggann á falli Qasem Soleimani, yfirmanns sérsveitar íranska byltingarvarðarins, en þeir voru báðir myrtir í drónaárás Bandaríkjahers á bílalest Soleimani í Bagdad síðastliðinn föstudag. Muhandis átti sér engu að síður fjölda stuðningsmanna í Írak. Hann leiddi vopnaða sveit sjíamúslima í Írak sem njóta stuðnings stjórnvalda í Teheran. Leiðtogar ýmissa vopnaðra sveita í Írak hafa heitið hefndum fyrir morðið á honum undanfarna daga. Muhandis, sem hét upprunalega Jamal al-Ibrahimi, flúði til Írans í 1979 þar sem hann gerðist ríkisborgari. Þar gekk í íranska byltingarvörðinn og stóð að árásum á bandaríska og franska sendiráðið í Kúvaít árið 1983. Hann sneri heim til Íraks aftur eftir innrás Bandaríkjanna árið 2003 og var þjóðaröryggisráðgjafi fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli. Árið 2006 flúði hann Írak aftur og stofnaði hersveitina Kataeb Hezbollah sem nú er studd af Íran. Bandaríkin sprengdu á dögum herstöðvar Kataeb Hezbollah og létu þar lífið 25 liðsmenn samtakanna. Eftir þá árás réðust mótmælendur inn í sendiráð Bandaríkjanna í Bagdad. Samkvæmt fréttastofu BBC sagði Muhandis frá því fáeinum dögum áður enn hann féll að Kataeb Hezbollah myndi svara fyrir sig af hörku gagnvart bandarískum hersveitum í Írak.
Írak Íran Tengdar fréttir Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23 Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51 Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39 Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42 Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30 Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Eftirmaður Soleimani heitir því að reka Bandaríkin frá Miðausturlöndum Talið er að hundruð þúsunda Írana hafi fylgt Soleimani herforingja til grafar í Teheran í dag. 6. janúar 2020 16:23
Hersveitir í Írak heita einnig hefndum fyrir fallinn foringja Morð Bandaríkjahers á leiðtoga sérsveitar íranska byltingarvarðarins og leiðtoga írakskrar hersveitar hliðhollri Íran hefur vakið fár í báðum löndunum. 3. janúar 2020 12:51
Segir að bandarískar herstöðvar og hermenn séu nú réttlætanleg skotmörk Hassan Nasrallah, leiðtogi líbönsku Hezbollah-samtakanna, segir að bandarískar herstöðvar, herskip og hermenn séu réttlætanleg skotmörk eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Quassem Soleimani féll í drónaárás Bandaríkjamanna aðfaranótt föstudags. 5. janúar 2020 14:39
Bandaríkin réðu einn valdamesta mann Írans af dögum Bandaríkjamenn réðu einn háttsettasta mann íranska byltingarvarðarins af dögum í Bagdad í Írak í nótt. 3. janúar 2020 06:42
Óttast hættulegri heim eftir morðið á Soleimani Bandaríkjaher felldi einn æðsta yfirmann hermála í Íran. Stjórnvöld í Teheran hafa heitið grimmilegum hefndum. 3. janúar 2020 11:30