Fernando Ochotorena Herrera, pizzachef er maðurinn á bak við girnilegu pizzurnar á Pure Deli. Fernando hefur bakað pizzur frá því hann var strákur og unnið á pizzeríum á Spáni, Ítalíu og í London, áður en hann fluttist hingað til Íslands.

„Það er ekki á hverjum degi sem svona reynslumikill pizzachef kemur til Íslands að vinna. Það er lífsstíll að baka pizzur og að fá slíkan snilling til þess að baka á Íslandi er hvalreki,“ segir Jón Guðbrandsson, eigandi Pure Deli.

Lærði þar sem hjarta pizzunnar slær
Fernado hefur bakað síðan hann var 14 ára gamall og fór snemma að vinna á veitingastöðum í Almería þar sem hann ólst upp. Nokkrum árum seinna var hann kominn til Ítalíu nánar tiltekið til Napólí, þar sem hjarta pizzunnar slær. Þar starfaði hann í tvö ár og uppgötvaði nýjar víddir í pizzagerð. Frá Napólí fór Fernando til London og starfaði á mörgum af bestum pizzastöðum borgarinnar, til dæmis Strada, sem var valinn besti pizzastaður London til nokkurra ára, ásamt Sodo pizzacafé og fleiri stöðum.

Heillaður af Íslandi
En hvers vegna Ísland? „Fernando hefur lengi heillast af Íslandi, okkar fallegu náttúru og hreinleika,“ segir Jón. „Hann stóð á tímamótum og ákvað að slá til og flytja til Íslands núna í desember og ætlar að vera að minnsta kosti í ár. Pure Deli er þekkt fyrir sínar Napólí pizzur en með tilkomu Fernando komast þær á enn hærra level. Að fá svona snilling til okkar er eins og fyrir flottan veitingastað að fá Mitchellin chef. þetta er algjör draumur,“ segir Jón.

Þessi kynning er unnin í samstarfi við Pure Deli.