Eftirminnilegustu leikirnir við Dani á stórmótum: Sár vonbrigði, stórkostlegur Snorri og Aron stimplar sig inn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. janúar 2020 08:00 Ísland og Danmörk hafa marga hildina háð á stórmótum í gegnum tíðina. Ísland mætir Danmörku í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Í tilefni af leiknum hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Dana á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 25-16 Danmörk, HM 1986Úr umfjöllun Morgunblaðsins um frækinn og sögulegan sigur Íslands á Danmörku á HM 1986.skjáskot af timarit.isEftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum gegn Dönum á stórmótum unnu Íslendingar gömlu herraþjóðina í milliriðli á HM í Sviss 1986. Staðan í hálfleik var jöfn, 10-10, en Ísland var miklu sterkari í seinni hálfleik og vann hann, 15-6, og leikinn, 25-16. Þetta var ekki bara fyrsti sigur Íslands á Danmörku á stórmóti heldur einnig stærsti sigur Íslendinga á stórmóti. Einar Þorvarðarson varði frábærlega í íslenska markinu og Atli Hilmarsson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. Páll Ólafsson nýtti tækifærið sem hann fékk vel og skoraði fjögur mörk. „Eftir þennan leik þori ég að fullyrða að Einar Þorvarðarson er einn besti markvörður í heimi,“ sagði Atli um félaga sinn við Morgunblaðið eftir leikinn. Leif Mikkelsen, þjálfara Dana, var ekki jafn ánægður og sagði daginn þann versta í sínu lífi. Ísland endaði í 6. sæti á HM í Sviss og tryggði sér þar með sæti á öðrum Ólympíuleikunum í röð.Mörk Íslands: Atli Hilmarsson 8, Kristján Arason 6/1, Páll Ólafsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Sigurður Gunnarsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Þorgils Óttar Mathiesen 1.Ísland 41-42 Danmörk, HM 2007Snorri Steinn skoraði 15 mörk í leiknum fræga gegn Dönum í 8-liða úrslitum HM 2007.vísir/gettyGeðheilsu landans vegna er best að eyða sem fæstum orðum í leik Íslands og Danmerkur í 8-liða úrslitum HM 2007. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og gríðarlega spennandi en endirinn var grátlegur fyrir Íslendinga. Lars Möller Madsen skoraði sigurmark Dana á lokasekúndunum en í sókninni á undan átti Alexander Petersson skot í stöng danska marksins. Snorri Steinn Guðjónsson átti ótrúlegan leik og skoraði 15 mörk. Hann skoraði m.a. markið sem tryggði Íslendingum framlengingu úr vítakasti í blálokin. Ísland endaði að lokum í 8. sæti á HM 2007 eftir að hafa aðeins verið nokkrum sentímetrum frá því að komast í undanúrslit.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 15/4, Ólafur Stefánsson 6/2, Logi Geirsson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Róbert Gunnarsson 4, Alexander Petersson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Sigfús Sigurðsson 1.Ísland 32-32 Danmörk, ÓL 2008Af forsíðu Fréttablaðsins 17. ágúst 2008. Guðjón Valur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson sjást þar ræða við Ulrik Wilbæk, landsliðsþjálfara Dana, sem var heitt í hamsi eftir jafnteflið við Íslendinga.skjáskot af timarit.is.Aftur skoraði Snorri Steinn jöfnunarmark úr vítakasti gegn Danmörku þegar allt var undir. Danir voru afar ósáttir við vítadóminn og þjálfari þeirra, Ulrik Wilbek, lét öllum illum látum. Til orðaskipta kom milli hans og Guðjóns Vals Sigurðssonar eftir leikinn. Snorri var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Hann fagnaði jöfnunarmarkinu með því að hlaupa undir eina stúkuna í íþróttahúsinu. Líkt og leikurinn á HM ári fyrr var leikur liðanna á Ólympíuleikunum í Peking æsispennandi og vel spilaður. Endirinn var þó öllu ánægjulegri en í Hamborg 2007. Með stiginu tryggði Ísland sér sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna. Framhaldið þekkja svo allir. Íslendingar unnu Pólverja í 8-liða úrslitum og tryggðu sér svo sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna með sigri á Spánverjum. Íslenska liðið kom svo heim með silfurpening um hálsinn.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8/4, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 4, Alexander Petersson 3, Róbert Gunnarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Sigfús Sigurðsson 1.Ísland 27-22 Danmörk, EM 2010Aron átti sinn fyrsta stórleik á stórmóti gegn Danmörku á EM 2010.vísir/epaEftir að hafa kastað frá sér sigrum gegn Serbíu og Austurríki þurfti Ísland að vinna Danmörku í lokaleik sínum í B-riðli á EM 2010. Staðan í hálfleik var 13-15, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik skoruðu Danir aðeins níu mörk gegn tólf mörkum Íslendinga sem léku frábæra vörn. Björgvin Páll Gústavsson átti líka frábæran leik í íslenska markinu og varði 19 skot (46%). Eftir að hafa nánast ekkert spilað í fyrstu tveimur leikjum Íslands á EM fékk Aron Pálmarsson, þá 19 ára, stórt tækifæri gegn Dönum og stimplaði sig inn með fimm mörkum. Þetta var fyrsti sigur Íslands á ríkjandi meisturum á stórmóti. Með honum tryggði íslenska liðið sér efsta sætið í B-riðli. Íslendingar fóru svo alla leið í undanúrslit, töpuðu þar fyrir Frökkum en sigruðu svo Pólverja í leiknum um 3. sætið og fengu því verðlaun á öðru stórmótinu í röð.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 6, Aron Pálmarsson 5, Alexander Petersson 4, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Atlason 3, Snorri Steinn Guðjónsson 3/3, Sverre Jakobsson 1, Ólafur Stefánsson 1. EM 2020 í handbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira
Ísland mætir Danmörku í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í handbolta 2020 í Malmö í dag. Leikurinn hefst klukkan 17:15 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Í tilefni af leiknum hefur Vísir rifjað upp fjóra eftirminnilegustu leiki Íslendinga og Dana á stórmótum í gegnum tíðina.Ísland 25-16 Danmörk, HM 1986Úr umfjöllun Morgunblaðsins um frækinn og sögulegan sigur Íslands á Danmörku á HM 1986.skjáskot af timarit.isEftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum gegn Dönum á stórmótum unnu Íslendingar gömlu herraþjóðina í milliriðli á HM í Sviss 1986. Staðan í hálfleik var jöfn, 10-10, en Ísland var miklu sterkari í seinni hálfleik og vann hann, 15-6, og leikinn, 25-16. Þetta var ekki bara fyrsti sigur Íslands á Danmörku á stórmóti heldur einnig stærsti sigur Íslendinga á stórmóti. Einar Þorvarðarson varði frábærlega í íslenska markinu og Atli Hilmarsson var markahæstur Íslendinga með átta mörk. Páll Ólafsson nýtti tækifærið sem hann fékk vel og skoraði fjögur mörk. „Eftir þennan leik þori ég að fullyrða að Einar Þorvarðarson er einn besti markvörður í heimi,“ sagði Atli um félaga sinn við Morgunblaðið eftir leikinn. Leif Mikkelsen, þjálfara Dana, var ekki jafn ánægður og sagði daginn þann versta í sínu lífi. Ísland endaði í 6. sæti á HM í Sviss og tryggði sér þar með sæti á öðrum Ólympíuleikunum í röð.Mörk Íslands: Atli Hilmarsson 8, Kristján Arason 6/1, Páll Ólafsson 4, Þorbergur Aðalsteinsson 2, Bjarni Guðmundsson 2, Sigurður Gunnarsson 1, Guðmundur Guðmundsson 1, Þorgils Óttar Mathiesen 1.Ísland 41-42 Danmörk, HM 2007Snorri Steinn skoraði 15 mörk í leiknum fræga gegn Dönum í 8-liða úrslitum HM 2007.vísir/gettyGeðheilsu landans vegna er best að eyða sem fæstum orðum í leik Íslands og Danmerkur í 8-liða úrslitum HM 2007. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og gríðarlega spennandi en endirinn var grátlegur fyrir Íslendinga. Lars Möller Madsen skoraði sigurmark Dana á lokasekúndunum en í sókninni á undan átti Alexander Petersson skot í stöng danska marksins. Snorri Steinn Guðjónsson átti ótrúlegan leik og skoraði 15 mörk. Hann skoraði m.a. markið sem tryggði Íslendingum framlengingu úr vítakasti í blálokin. Ísland endaði að lokum í 8. sæti á HM 2007 eftir að hafa aðeins verið nokkrum sentímetrum frá því að komast í undanúrslit.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 15/4, Ólafur Stefánsson 6/2, Logi Geirsson 6, Guðjón Valur Sigurðsson 5, Róbert Gunnarsson 4, Alexander Petersson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Sigfús Sigurðsson 1.Ísland 32-32 Danmörk, ÓL 2008Af forsíðu Fréttablaðsins 17. ágúst 2008. Guðjón Valur Sigurðsson og Sigfús Sigurðsson sjást þar ræða við Ulrik Wilbæk, landsliðsþjálfara Dana, sem var heitt í hamsi eftir jafnteflið við Íslendinga.skjáskot af timarit.is.Aftur skoraði Snorri Steinn jöfnunarmark úr vítakasti gegn Danmörku þegar allt var undir. Danir voru afar ósáttir við vítadóminn og þjálfari þeirra, Ulrik Wilbek, lét öllum illum látum. Til orðaskipta kom milli hans og Guðjóns Vals Sigurðssonar eftir leikinn. Snorri var markahæstur í íslenska liðinu með átta mörk. Hann fagnaði jöfnunarmarkinu með því að hlaupa undir eina stúkuna í íþróttahúsinu. Líkt og leikurinn á HM ári fyrr var leikur liðanna á Ólympíuleikunum í Peking æsispennandi og vel spilaður. Endirinn var þó öllu ánægjulegri en í Hamborg 2007. Með stiginu tryggði Ísland sér sæti í 8-liða úrslitum Ólympíuleikanna. Framhaldið þekkja svo allir. Íslendingar unnu Pólverja í 8-liða úrslitum og tryggðu sér svo sæti í úrslitaleik Ólympíuleikanna með sigri á Spánverjum. Íslenska liðið kom svo heim með silfurpening um hálsinn.Mörk Íslands: Snorri Steinn Guðjónsson 8/4, Guðjón Valur Sigurðsson 6, Ólafur Stefánsson 5, Arnór Atlason 4, Alexander Petersson 3, Róbert Gunnarsson 3, Ásgeir Örn Hallgrímsson 2, Sigfús Sigurðsson 1.Ísland 27-22 Danmörk, EM 2010Aron átti sinn fyrsta stórleik á stórmóti gegn Danmörku á EM 2010.vísir/epaEftir að hafa kastað frá sér sigrum gegn Serbíu og Austurríki þurfti Ísland að vinna Danmörku í lokaleik sínum í B-riðli á EM 2010. Staðan í hálfleik var 13-15, Íslandi í vil. Í seinni hálfleik skoruðu Danir aðeins níu mörk gegn tólf mörkum Íslendinga sem léku frábæra vörn. Björgvin Páll Gústavsson átti líka frábæran leik í íslenska markinu og varði 19 skot (46%). Eftir að hafa nánast ekkert spilað í fyrstu tveimur leikjum Íslands á EM fékk Aron Pálmarsson, þá 19 ára, stórt tækifæri gegn Dönum og stimplaði sig inn með fimm mörkum. Þetta var fyrsti sigur Íslands á ríkjandi meisturum á stórmóti. Með honum tryggði íslenska liðið sér efsta sætið í B-riðli. Íslendingar fóru svo alla leið í undanúrslit, töpuðu þar fyrir Frökkum en sigruðu svo Pólverja í leiknum um 3. sætið og fengu því verðlaun á öðru stórmótinu í röð.Mörk Íslands: Guðjón Valur Sigurðsson 6, Aron Pálmarsson 5, Alexander Petersson 4, Róbert Gunnarsson 4, Arnór Atlason 3, Snorri Steinn Guðjónsson 3/3, Sverre Jakobsson 1, Ólafur Stefánsson 1.
EM 2020 í handbolta Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Sjá meira