Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 16:45 Björgunarmaður á vettvangi flugslyssins í Shahedshahr, suðvestur af Teheran í dag. AP/Ebrahim Noroozi Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, segir að stjórnvöld í Kænugarði ætli að senda teymi sérfræðinga til Írans til að rannsaka orsakir þess að úkraínsk farþegaþota fórst með 176 manns við Teheran í morgun. Írönsk flugmálayfirvöld hafa sagt að tæknileg vandamál hafi líklega grandað vélinni. „Forgangsmál okkar er að komast að sannleikanum og þeim sem bera ábyrgð á þessum hræðilega harmleik,“ sagði Zelenskíj eftir fund með ráðuneyti sínu í dag. Ellefu Úkraínumenn eru sagðir hafa verið um borð í vélinni, auk 82 Írana og 63 Kanadamanna. Flugvélin hrapaði og eldur kviknaði í henni skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. Slysið varð skömmu eftir að tilkynnt var að írönsk stjórnvöld hefðu gert flugskeytaárás á herstöð í Írak sem hýsir bandaríska hermenn. Það var hefndaraðgerð eftir morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad á föstudag. Íranski herinn vísaði því á bug að flugskeyti gæti hafa grandað farþegaflugvélinni úkraínsku. Vélin var þriggja og hálfs ára gömul af gerðinni Boeing 737. Upphaflega sögðust úkraínskir embættismenn sammála mati íranskra flugmálayfirvalda um að tæknileg vandamál hefðu leitt til slyssins en þeir drógu síðar í land og sögðust ætla að bíða niðurstöðu rannsóknar. Flestir farþeganna voru á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. AP-fréttastofan segir að íranskir námsmenn í Úkraínu og Kanadamenn af írönskum uppruna eða ættum nýti sér þessa flugleið oft í vetrarfríi. Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, segir að stjórnvöld í Kænugarði ætli að senda teymi sérfræðinga til Írans til að rannsaka orsakir þess að úkraínsk farþegaþota fórst með 176 manns við Teheran í morgun. Írönsk flugmálayfirvöld hafa sagt að tæknileg vandamál hafi líklega grandað vélinni. „Forgangsmál okkar er að komast að sannleikanum og þeim sem bera ábyrgð á þessum hræðilega harmleik,“ sagði Zelenskíj eftir fund með ráðuneyti sínu í dag. Ellefu Úkraínumenn eru sagðir hafa verið um borð í vélinni, auk 82 Írana og 63 Kanadamanna. Flugvélin hrapaði og eldur kviknaði í henni skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. Slysið varð skömmu eftir að tilkynnt var að írönsk stjórnvöld hefðu gert flugskeytaárás á herstöð í Írak sem hýsir bandaríska hermenn. Það var hefndaraðgerð eftir morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad á föstudag. Íranski herinn vísaði því á bug að flugskeyti gæti hafa grandað farþegaflugvélinni úkraínsku. Vélin var þriggja og hálfs ára gömul af gerðinni Boeing 737. Upphaflega sögðust úkraínskir embættismenn sammála mati íranskra flugmálayfirvalda um að tæknileg vandamál hefðu leitt til slyssins en þeir drógu síðar í land og sögðust ætla að bíða niðurstöðu rannsóknar. Flestir farþeganna voru á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. AP-fréttastofan segir að íranskir námsmenn í Úkraínu og Kanadamenn af írönskum uppruna eða ættum nýti sér þessa flugleið oft í vetrarfríi.
Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Sjá meira
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36