Jón Halldór: Ég er bara orðlaus Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 8. janúar 2020 21:47 Jonni hefur gert það sem gott spekingur í Dominos Körfuboltakvöldi. vísir/skjáskot Jón Halldór Eðvaldsson var alveg gáttaður eftir að kvennalið Keflavíkur skíttapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum eftir jólafríið. Þær voru alveg hrikalegar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 69-47 fyrir KR. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, vissi varla hvað hann ætti að segja um seinni hálfleikinn hjá sínum stelpum. „Maður lendir ekki oft í þessu að liðið manns verður gjörsamlega gjaldþrota sóknarlega. Það gerðist í dag. Það er alveg sama hvað við gerðum í seinni hálfleik eða reyndum að gera þá gekk ekki neitt og KR-ingar bara nýttu sér það, spiluðu flotta vörn og ýttu okkur út úr því sem að við vorum að gera,“ sagði hann um frammistöðu Keflavíkur seinni tuttugu mínútur leiksins. „Ég er bara orðlaus, það gerist ekki oft,“ sagði Jonni, enda hefur hann yfirleitt eitthvað til málanna að leggja, verandi sérfræðingur hjá Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Skotnýting Keflavíkur var ömurleg í leiknum en sérstaklega slök í seinni hálfleik þar sem þær settu aðeins 5% skota sinna niður. Jonni kenndi flæði sóknarinnar um frekar en skotunum sjálfum. „ Ég er nokkuð viss um að þetta snúist allt um það að allt sem við gerum er úr flæði hjá okkur, hvort sem það er okkur að kenna eða KR að þakka,“ sagði hann um skorþurrðina hjá sínum stelpum. „Við eigum að gera betur en það að skora 2 stig á fyrstu átta mínútum fjórða leikhlutans. Endum á að skora 12 stig í seinni hálfleik og ég man ekki eftir að hafa unnið körfuboltaleik nema í minnibolta þar sem að liðið skoraði 12 stig í einum hálfleik.“ Jonni kvaðst hafa skilning á að Keflavíkurstúlkur væru stirðar eftir langt frí en vildi þó ekki afsaka þennan leik með einhverju slíku. Það var þó ekki fullkomlega þungt yfir þjálfara Keflavíkur og hann reyndi að finna ljós punkta í leiknum. „69 stig hjá KR er ekkert rosalega mikið. Þannig lagað erum við að gera ágætlega, hefðum kannski getað spilað betri vörn en sóknarlega vorum við ekki mætt. Andlega fjarverandi síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði hann en vildi ekki svekkja sig of mikið á þessum leik. „Erum með rosalega ungt og flott lið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er bara körfubolti og stundum gerist þetta,“ sagði Jonni og bætti við að lokum: „Ég er ekki að fara heim að gráta, ætla heim í pottinn og fæ mér einn bjór, mæti svo í vinnuna bara á morgun!“ Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Jón Halldór Eðvaldsson var alveg gáttaður eftir að kvennalið Keflavíkur skíttapaði fyrir KR í fyrsta leik sínum eftir jólafríið. Þær voru alveg hrikalegar í seinni hálfleik og töpuðu að lokum 69-47 fyrir KR. Jonni, eins og hann er jafnan kallaður, vissi varla hvað hann ætti að segja um seinni hálfleikinn hjá sínum stelpum. „Maður lendir ekki oft í þessu að liðið manns verður gjörsamlega gjaldþrota sóknarlega. Það gerðist í dag. Það er alveg sama hvað við gerðum í seinni hálfleik eða reyndum að gera þá gekk ekki neitt og KR-ingar bara nýttu sér það, spiluðu flotta vörn og ýttu okkur út úr því sem að við vorum að gera,“ sagði hann um frammistöðu Keflavíkur seinni tuttugu mínútur leiksins. „Ég er bara orðlaus, það gerist ekki oft,“ sagði Jonni, enda hefur hann yfirleitt eitthvað til málanna að leggja, verandi sérfræðingur hjá Dominos Körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport. Skotnýting Keflavíkur var ömurleg í leiknum en sérstaklega slök í seinni hálfleik þar sem þær settu aðeins 5% skota sinna niður. Jonni kenndi flæði sóknarinnar um frekar en skotunum sjálfum. „ Ég er nokkuð viss um að þetta snúist allt um það að allt sem við gerum er úr flæði hjá okkur, hvort sem það er okkur að kenna eða KR að þakka,“ sagði hann um skorþurrðina hjá sínum stelpum. „Við eigum að gera betur en það að skora 2 stig á fyrstu átta mínútum fjórða leikhlutans. Endum á að skora 12 stig í seinni hálfleik og ég man ekki eftir að hafa unnið körfuboltaleik nema í minnibolta þar sem að liðið skoraði 12 stig í einum hálfleik.“ Jonni kvaðst hafa skilning á að Keflavíkurstúlkur væru stirðar eftir langt frí en vildi þó ekki afsaka þennan leik með einhverju slíku. Það var þó ekki fullkomlega þungt yfir þjálfara Keflavíkur og hann reyndi að finna ljós punkta í leiknum. „69 stig hjá KR er ekkert rosalega mikið. Þannig lagað erum við að gera ágætlega, hefðum kannski getað spilað betri vörn en sóknarlega vorum við ekki mætt. Andlega fjarverandi síðustu tuttugu mínúturnar,“ sagði hann en vildi ekki svekkja sig of mikið á þessum leik. „Erum með rosalega ungt og flott lið. Ég hef engar áhyggjur af þessu, þetta er bara körfubolti og stundum gerist þetta,“ sagði Jonni og bætti við að lokum: „Ég er ekki að fara heim að gráta, ætla heim í pottinn og fæ mér einn bjór, mæti svo í vinnuna bara á morgun!“
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45 Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Sjá meira
Leik lokið: KR - Keflavík 69-47 | KR fór illa með Keflavík KR er eitt í 2. sæti deildarinnar eftir sigurinn á Keflavík í kvöld. 8. janúar 2020 20:45