Fótbolti

FCK biður Ragnar að velja milli peninganna eða Kaup­manna­hafnar

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ragnar í leik með FCK á sínum tíma.
Ragnar í leik með FCK á sínum tíma. vísir/getty

Danski miðillinn BT greindi frá því á vef sínum í gær aðili frá FC Kaupmannahöfn hafi beðið Ragnar Sigurðsson um að velja hvort hann vilji stóran samning eða koma „heim“ til Kaupmannahafnar.

Ragnar er án félags eftir að hann komst að samkomulagi um riftun á samningi sínum við Rostov í síðasta mánuði en rússneska félagið sló á áfengissögur um Ragnar í yfirlýsingu í gær.

Fotbolti.net greindi frá því á þriðjudaginn að FCK hafi boðið Ragnari samning en í frétt BT segir að Kaupmannahafnarliðið sé ekki búið að bjóða Ragnari samning heldur eiga viðræður sér stað.







Talið er að Ragnars bíði stærri og betri samningar en í Danmörku. Lið frá Tyrklandi hafa meðal annars verið í umræðunni og það virðast forráðamenn FCK vita vel.

Þeir hafa nefnilega beðið hinn 33 ára gamla Fylkismann að gera upp við sig hvort hann vilji koma aftur til Danmerkur eða hvort að hann ætli að sækja sér góðan samning.

Ragnar spilaði frá 2011 til 2013 og er í guðatölu hjá stuðningsmönnum félagsins en í fréttinni segir einnig að hann eigi nú þegar íbúð í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×