Tapaði 62 þúsund pundum á tveimur dögum en hætti ekki að veðja Anton Ingi Leifsson skrifar 9. janúar 2020 14:15 Gillespie í leik með goðsagnaliði Manchester United en hann byrjaði ferilinn hjá United. vísir/getty Keith Gillespie, fyrrum leikmaður Man. United og Newcastle til að mynda, átti við mikil veðmálavandamál að stríða meðan á ferlinum stóð yfir. Gillespie greinir frá þessu í pistli á Daily Mail en þar fer hann yfir veðmálafíkn sína. „Það voru mörg augnablik yfir árin þar sem ég vissi að ég þyrfti að hætta. Árið 1995 tapaði ég 47 þúsund pundum eitt kvöldið í símanum,“ byrjaði Keith pistil sinn. Árið 1995 var hann á mála hjá Newcastle þar sem hann lék yfir 100 leiki. „Ég hefði átt að fatta þetta þá en ég lærði ekki að því og daginn eftir tapaði ég 15 þúsund pundum. Það skipti engu máli að ég var knattspyrnumaður. Ef þú ert háður getur þetta gerst við hvern sem er.“ Hann tapaði því 62 þúsund pundum á tveimur dögum en það eru rúmar tíu milljónir á núverandi gengi. „Tengingin milli fótbolta og veðmála er án nokkurs vafa óheilbrigð. Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið og fyrsta auglýsingin sem þú sérð í hálfleik er Ray Winstone að segja að stuðullinn á að þessi leikmaður skori sé þetta og hitt. Þetta er alltaf í andlitinu á þér.“ Keith Gillespie explains how he lost £47,000 in on afternoon and why the FA must reconsider Bet365 partnership https://t.co/GirgDZqkkL— Sami Mokbel (@SamiMokbel81_DM) January 9, 2020 Gillespie segir að ástandið hafi versnað svo um munar eftir að veðmálasíðurnar hafi komið, það er að segja fólk hafi getað veðjað í gegnum netið. „Tengingin milli enska knattspyrnusambandsins og BET365 lýsir vandamálinu. Það er enginn vafi á því. Sambandið ætti að endurskoða það samstarf því sambandið ætti að gera meira í vandamálinu en ekki vinna með þessum fyrirtækjum.“ Þennan áhugaverða pistil Gillespie má sjá hér en hann lék 86 landsleiki fyrir Norður-Írland. Enski boltinn Fjárhættuspil Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira
Keith Gillespie, fyrrum leikmaður Man. United og Newcastle til að mynda, átti við mikil veðmálavandamál að stríða meðan á ferlinum stóð yfir. Gillespie greinir frá þessu í pistli á Daily Mail en þar fer hann yfir veðmálafíkn sína. „Það voru mörg augnablik yfir árin þar sem ég vissi að ég þyrfti að hætta. Árið 1995 tapaði ég 47 þúsund pundum eitt kvöldið í símanum,“ byrjaði Keith pistil sinn. Árið 1995 var hann á mála hjá Newcastle þar sem hann lék yfir 100 leiki. „Ég hefði átt að fatta þetta þá en ég lærði ekki að því og daginn eftir tapaði ég 15 þúsund pundum. Það skipti engu máli að ég var knattspyrnumaður. Ef þú ert háður getur þetta gerst við hvern sem er.“ Hann tapaði því 62 þúsund pundum á tveimur dögum en það eru rúmar tíu milljónir á núverandi gengi. „Tengingin milli fótbolta og veðmála er án nokkurs vafa óheilbrigð. Þegar þú ert að horfa á sjónvarpið og fyrsta auglýsingin sem þú sérð í hálfleik er Ray Winstone að segja að stuðullinn á að þessi leikmaður skori sé þetta og hitt. Þetta er alltaf í andlitinu á þér.“ Keith Gillespie explains how he lost £47,000 in on afternoon and why the FA must reconsider Bet365 partnership https://t.co/GirgDZqkkL— Sami Mokbel (@SamiMokbel81_DM) January 9, 2020 Gillespie segir að ástandið hafi versnað svo um munar eftir að veðmálasíðurnar hafi komið, það er að segja fólk hafi getað veðjað í gegnum netið. „Tengingin milli enska knattspyrnusambandsins og BET365 lýsir vandamálinu. Það er enginn vafi á því. Sambandið ætti að endurskoða það samstarf því sambandið ætti að gera meira í vandamálinu en ekki vinna með þessum fyrirtækjum.“ Þennan áhugaverða pistil Gillespie má sjá hér en hann lék 86 landsleiki fyrir Norður-Írland.
Enski boltinn Fjárhættuspil Mest lesið Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Fleiri fréttir Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Sjá meira