Lífið

Marta féll kylliflöt í gólfið á æfingu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Marta lendir vonandi vel annað kvöld.
Marta lendir vonandi vel annað kvöld.

Jón Viðar Arnþórsson og Marta Carrasco hafa verið að æfa stíft fyrir Allir geta dansað sem verður í beinni útsendingu á Stöð 2 annað kvöld.

Þar munu þau dansa jive en eins og Vísir greindi frá í vikunni er Jón kominn með nýjan dansfélaga.

Malín Agla Kristjánsdóttir hafði verið dansfélagi Jóns en hún er barnshafandi og komin sex mánuði á leið. Hún tók því ákvörðun að stíga til hliðar og inn kom Marta.

„Núna getum við kannski farið að sýna aðeins meira því ef maður er að dansa við ólétta stelpu þá takmarkar það svolítið lyftur og svona áhættuatriði í dansinum. Nú á að henda inn aðeins meiri krafti í dansinn og ég get farið að henda henni til og frá,“ sagði Jón í viðtali við Vísi í vikunni og eru þau greinilega byrjuð að æfa þessi áhættuatriði eins og sést á Instagram-reikningi Jóns hér að neðan.

Í einni lyftunni fellur Marta kylliflöt í gólfið.

 
 
 
View this post on Instagram

“Æfingar ganga vel” @marta.carrasco @stodtvo #allirgetadansað #stod2 #training #dwts #dancingwiththestars

A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Jan 8, 2020 at 4:32pm PST


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×