Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2020 18:32 Ferðamálastofa hefur krafið Mountaineers of Iceland skýringar á því hvers vegna fyrirtækið fór með 39 manna hóp í vélsleðaferð að Langjökli tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á síðastliðinn mánudag. Ferðamálastofa fór fram á afrit af öryggisáætlun Mountaineers of Iceland til að ganga úr skugga að það samrýmdist henni að hafa farið í þessa ferð. Stendur sú skoðun enn yfir og hefur lögreglan á Suðurlandi hafið sakamálarannsókn á þessari ferð. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir nýbúið að festa lög kvaðir um öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland. Var fyrirtækið dæmt til að greiða hjónunum bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu. Ekki eru dæmi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið svipt starfsleyfi. Þórdís segir ferðaþjónustufyrirtæki eiga að átta sig á þeirri miklu ábyrgð sem þau bera. „Við eigum allt undir því að gera eins vel og við getum þegar kemur að öryggi ferðamanna þegar þeir koma hingað. Það er sameiginlegt verkefni. Við erum með regluverkið hjá okkur það. Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mjög mikil. Heilt yfir standa fyrirtæki undir þeirri ábyrgð og átta sig á alvarleika þess ef það er ekki gert. Ferðamálastofa er með málið hjá sér og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því.“ Hún segir yfirvöld hafa ýmsar tillögur í vinnslu þegar kemur að betri aðgangsstýringu til að vernda landið og ferðamenn. Til að mynda liggur fyrir tillaga um að hægt sé að loka Reynisfjöru þegar aðstæður þar eru hættulegar. „Annað er síðan ef þú ert að ganga á eigin vegum upp á jökla. Það er spurning hvort það þurfi að gera ríkari kröfur til þeirra um öryggisáætlanir fyrir sig eða neyðarsenda eða annað slíkt. Það er framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er hér almannaréttur, fólk getur farið um landið og gerir það á eigin ábyrgð, við erum ekki að fara að breyta því.“ 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira
Ferðamálastofa hefur krafið Mountaineers of Iceland skýringar á því hvers vegna fyrirtækið fór með 39 manna hóp í vélsleðaferð að Langjökli tveimur tímum áður en stórhríð átti að skella á síðastliðinn mánudag. Ferðamálastofa fór fram á afrit af öryggisáætlun Mountaineers of Iceland til að ganga úr skugga að það samrýmdist henni að hafa farið í þessa ferð. Stendur sú skoðun enn yfir og hefur lögreglan á Suðurlandi hafið sakamálarannsókn á þessari ferð. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra segir nýbúið að festa lög kvaðir um öryggisáætlanir ferðaþjónustufyrirtækja. „Ég auðvitað geri þá kröfu að fyrirtæki fylgi sínum eigin öryggisáætlunum. Ég vil fyrst fá að vita hvort það hafi verið gert, áður en þeirri spurningu er varpað á stjórnvöld hvort regluverkið sé nægjanlega skýrt.“ Þrjú ár eru síðan hjón týndust í vélsleðaferð á Langjökli á vegum Mountaineers of Iceland. Var fyrirtækið dæmt til að greiða hjónunum bætur í héraðsdómi vegna vanrækslu. Ekki eru dæmi þess að ferðaþjónustufyrirtæki hafi verið svipt starfsleyfi. Þórdís segir ferðaþjónustufyrirtæki eiga að átta sig á þeirri miklu ábyrgð sem þau bera. „Við eigum allt undir því að gera eins vel og við getum þegar kemur að öryggi ferðamanna þegar þeir koma hingað. Það er sameiginlegt verkefni. Við erum með regluverkið hjá okkur það. Ábyrgð fyrirtækja í ferðaþjónustu er mjög mikil. Heilt yfir standa fyrirtæki undir þeirri ábyrgð og átta sig á alvarleika þess ef það er ekki gert. Ferðamálastofa er með málið hjá sér og við þurfum að sjá hvað kemur út úr því.“ Hún segir yfirvöld hafa ýmsar tillögur í vinnslu þegar kemur að betri aðgangsstýringu til að vernda landið og ferðamenn. Til að mynda liggur fyrir tillaga um að hægt sé að loka Reynisfjöru þegar aðstæður þar eru hættulegar. „Annað er síðan ef þú ert að ganga á eigin vegum upp á jökla. Það er spurning hvort það þurfi að gera ríkari kröfur til þeirra um öryggisáætlanir fyrir sig eða neyðarsenda eða annað slíkt. Það er framkvæmdaatriði. Að öðru leyti er hér almannaréttur, fólk getur farið um landið og gerir það á eigin ábyrgð, við erum ekki að fara að breyta því.“
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Erlent Fleiri fréttir Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Sjá meira