Umfjöllun og viðtöl: KR - FH 1-2 | Daníel og Þórir afgreiddu Íslandsmeistarana Sindri Sverrisson skrifar 14. ágúst 2020 19:50 Daníel Hafsteinsson skoraði bæði mörk FH í kvöld. Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Eggert Gunnþór Jónsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi, eftir 15 ára feril í atvinnumennsku, og hann átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins með frábærri sendingu fram vinstri kantinn á Þóri Jóhann. Kantmaðurinn ungi skilaði boltanum á Daníel sem skoraði með góðu skoti eftir korters leik. KR-ingar voru meira með boltann, við þessar sérstöku aðstæður í fyrsta leiknum eftir að boltinn byrjaði að rúlla samkvæmt nýjum sóttvarnareglum. Leikmenn gættu þess að fagna ekki með faðmlögum og að bil væri á milli þeirra þegar þeir gengu til og frá velli, svo dæmi séu tekin. Innan vallar var hins vegar vel tekist á. KR-ingar sóttu talsvert meira í fyrri hálfleiknum og Kristinn Jónsson komst í mjög gott færi en Gunnar Nielsen sá við honum. Björn Daníel Sverrisson komst í dauðafæri fyrir FH en reyndi sendingu sem misheppnaðist, áður en Kristján Flóki Finnbogason sýndi sitt góða markanef og jafnaði metin þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Eggert Gunnþór Jónsson komst vel frá sínu í fyrsta leiknum eftir komuna úr atvinnumennsku. KR hefði hæglega getað komist yfir í upphafi seinni hálfleiks eftir mistök Gunnars í marki FH, en bakfallsspyrna Óskars Arnar Haukssonar fór í stöng og út. Heimamenn urðu fyrir áfalli á 60. mínútu þegar Kristinn Jónsson meiddist í ökkla og varð að fara af velli, á sama tíma og Ólafur Karl Finsen kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir FH. Þá hægðist á leik KR og FH komst yfir eftir mergjaða sendingu Þóris Jóhanns, í þetta sinn af hægri kantinum, á Daníel sem afgreiddi boltann snyrtilega úr teignum í fjærhornið. KR gekk erfiðlega að búa til góð færi á lokakaflanum og niðurstaðan því 2-1 sigur FH sem er nú líkt og KR með 17 stig eftir níu leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Af hverju vann FH? Liðið leyfði KR-ingum að hafa boltann löngum stundum og í því felst kannski ekki styrkur meistaranna. Varnarleikur FH var agaður með Eggert Gunnþór vel staðsettan fyrir framan vörnina, og Daníel og Þórir Jóhann gerðu vel í að búa til mörkin tvö. Hverjir stóðu upp úr? Það er auðvelt að benda á Þóri. Sóknir FH-inga voru ekki mjög margar en fóru allar í gegnum hann, að minnsta kosti lengi framan af. Seinni stoðsending hans var gullmoli. Daníel gerði mjög vel í báðum mörkunum og Eggert batt liðið vel saman. Kennie Chopart var sem fyrr á fullu fram og aftur völlinn fyrir KR-inga og hefði líklega átt að fá vítaspyrnu í aðdraganda marks þeirra, og það vantaði lítið upp á að Óskar Örn Hauksson byggi til mark. Hvað gekk illa? Eggert Gunnþór styrkir auðvitað lið FH en blæs varla miklu lífi í sóknarleik liðsins. Í kvöld voru Lennon og hinn ungi Baldur Logi, sem fékk risastórt tækifæri, varla sjáanlegir. Björn Daníel svaf á verðinum þegar KR skoraði. Hjá KR kom lítið út úr miðjumönnum liðsins, Arnór Sveinn hefði hugsanlega mátt mæta Þóri í fyrra marki FH og Atli náði sér ekki á strik. Hvað gerist næst? KR er á leið til Skotlands til að mæta meisturum Celtic á þriðjudaginn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Næsti deildarleikur KR-inga er stórleikur við Val á laugardaginn eftir viku. FH tekur á móti Stjörnunni strax á mánudaginn í leik úr 4. umferð sem var frestað. FH mætir HK á laugardaginn eftir viku og eftir 13 daga er svo Evrópuleikur liðsins við slóvakíska liðið Dunajská Streda á Kaplakrikavelli. Logi var sáttur með stigin þrjú.mynd/stöð 2 Logi: Fyrst og fremst ánægja og gleði „Þetta er fyrst og fremst ánægja og gleði að hafa sigrað þetta sterka lið hér á heimavelli. Það hefur ekki hver sem er komið hingað og gert það. Við erum bara mjög ánægðir, það er fyrst og fremst það sem situr eftir,“ sagði Logi sáttur að leik loknum. Gefur sigur kvöldsins FH-ingum aukna trú fyrir komandi verkefni? „Klárlega. Svona verkefni sem skilar sigrar skilar alltaf einhverju til framhaldsins, það er alveg ljóst. Eftir að við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari FH] byrjuðum höfum við fengið það sem menn vilja kalla léttari mótherja og aldrei lent í alvöru prófi að mati sumra en þetta var allavega alvöru próf.“ „Hann leysir allar þessar stöður. Hann getur verið í öllum þessum fremstu stöðum og inn á miðjunni líka. Það er mikill styrkur að vera með mann sem getur leyst meira en eina stöðu á vellinum,“ sagði Logi um frammistöðu Þóris Jóhanns Helgasonar á Meistaravöllum í dag. Þórir Jóhann lagði upp bæði mörk FH í leiknum. Það fyrra á meðan hann lék á vinstri vængnum og það síðara er hann lék á þeim hægri. „Við notuðum þetta hlé til að reyna bæta líkamlegt atgervi og líður okkur eins og það hafi tekist. Okkur hefur legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu sterkir í lok leikjanna, við vildum bæta það og það fannst mér skila sér í dag,“ sagði Logi að lokum. Rúnar var sáttur með leik sinna manna þó þeir hafi ekki náð að nýta færin.VÍSIR/DANÍEL Rúnar: Við nýttum bara ekki færin okkar „Við nýttum bara ekki færin okkar, mér fannst við byrja leikinn vel en misstum aðeins móðinn þegar fór að líða á og misstum boltann illa. Unnum okkur inn í leikinn og sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn eða allavega ná í stig, náðum ekki að nýta færin og FH-ingarnir gerðu vel“ sagði Rúnar svekktur aðspurður hver væri ástæða þess að KR hefði ekki náð í stig á heimavelli en Íslandsmeistararnir fengu urmul af færum. KR missti þá Kristinn Jónsson og Kristján Flóka Finnbogason út af vegna meiðsla í síðari hálfleik og riðlaði það töluvert leik þeirra. „Slæmt að missa Kristinn út af. Pablo (Punyed) var nýkominn inn á því við vildum fá aðeins öðruvísi leikmann inn á miðjuna fyrir Finn Orra (Margeirsson). Finnur var búinn að standa sig mjög vel og við vildum fara sækja öll þrjú stigin en svo fer Kristinn út af, Pablo fer í vinstri bakvörðinn og við þurfum að gera breytingu á okkar liði. Auðvitað truflar það alltaf eitthvað. FH gerir gott mark skömmu síðar og við náum ekki að jafna þó við höfum fengið nóg af tækifærum til þess.“ „Í upphafi síðari hálfleiks virtust menn aðeins vera að spara sig eins og það væri komin smá þreyta í mannskapinn enda ekki búnir að spila í tvær til þrjár vikur. Það sama á við um FH-ingana en mér fannst við aðeins þyngri en þeir á þessum kafla. Svo sýnum við það síðustu 20-25 mínúturnar að við áttum nóg inni. Pressuðum þá til baka, reyndum að jafna og fengum nóg af færum en eins og ég sagði þá náðum við ekki að nýta tækifærin okkar og þá fer svona.“ „Kristján fékk krampa aftan í kálfa held ég og Kristinn fékk högg á legginn. Það er kannski vont í 1-2 daga en hann er vonandi klár á þriðjudaginn (þegar KR mætir Celtic í undankeppni Meistaradeild Evrópu). Við eigum samt nóg af leikmönnum til að fylla upp í þessar stöður en það er alltaf leiðinlegt þegar menn detta út, sérstaklega þegar við erum að byrja aftur eftir langa pásu,“ sagði Rúnar að lokum. Daníel Hafsteinsson - hér í treyju KA - kom, sá og sigraði í Frostaskjóli í kvöld.VÍSIR/BÁRA Daníel Hafsteinsson: Geggjað að ná sigri á erfiðum útivelli „Bara geggjað að ná sigri á erfiðum útivelli,“ sagði hetja FH-inga að leik loknum um sín fyrstu viðbrögð að leik loknum. „Já í rauninni, fyrst við unnum þá hlýtur það að vera,“ sagði Daníel aðspurður hvort leikplan FH-inga hefði gengið fullkomlega upp. „Okkur líður bara mjög vel, komnir með nýja þjálfara, búnir að æfa mjög vel og komnir í hörku stand,“ sagði Daníel áður en hann játti því að lokum að þetta væri gamla góða klisjan, „einn leikur í einu og sjá hverju það skilar í lok tímabils.“ FH KR Pepsi Max-deild karla
Daníel Hafsteinsson skoraði mörk FH, í bæði skiptin eftir undirbúning Þóris Jóhanns Helgasonar, þegar liðið vann dísætan 2-1 útisigur á KR í fyrsta leiknum eftir hléið í Pepsi Max-deildinni í fótbolta. Eggert Gunnþór Jónsson lék sinn fyrsta leik í efstu deild á Íslandi, eftir 15 ára feril í atvinnumennsku, og hann átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins með frábærri sendingu fram vinstri kantinn á Þóri Jóhann. Kantmaðurinn ungi skilaði boltanum á Daníel sem skoraði með góðu skoti eftir korters leik. KR-ingar voru meira með boltann, við þessar sérstöku aðstæður í fyrsta leiknum eftir að boltinn byrjaði að rúlla samkvæmt nýjum sóttvarnareglum. Leikmenn gættu þess að fagna ekki með faðmlögum og að bil væri á milli þeirra þegar þeir gengu til og frá velli, svo dæmi séu tekin. Innan vallar var hins vegar vel tekist á. KR-ingar sóttu talsvert meira í fyrri hálfleiknum og Kristinn Jónsson komst í mjög gott færi en Gunnar Nielsen sá við honum. Björn Daníel Sverrisson komst í dauðafæri fyrir FH en reyndi sendingu sem misheppnaðist, áður en Kristján Flóki Finnbogason sýndi sitt góða markanef og jafnaði metin þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Eggert Gunnþór Jónsson komst vel frá sínu í fyrsta leiknum eftir komuna úr atvinnumennsku. KR hefði hæglega getað komist yfir í upphafi seinni hálfleiks eftir mistök Gunnars í marki FH, en bakfallsspyrna Óskars Arnar Haukssonar fór í stöng og út. Heimamenn urðu fyrir áfalli á 60. mínútu þegar Kristinn Jónsson meiddist í ökkla og varð að fara af velli, á sama tíma og Ólafur Karl Finsen kom inn á í sínum fyrsta leik fyrir FH. Þá hægðist á leik KR og FH komst yfir eftir mergjaða sendingu Þóris Jóhanns, í þetta sinn af hægri kantinum, á Daníel sem afgreiddi boltann snyrtilega úr teignum í fjærhornið. KR gekk erfiðlega að búa til góð færi á lokakaflanum og niðurstaðan því 2-1 sigur FH sem er nú líkt og KR með 17 stig eftir níu leiki, tveimur stigum á eftir toppliði Vals. Af hverju vann FH? Liðið leyfði KR-ingum að hafa boltann löngum stundum og í því felst kannski ekki styrkur meistaranna. Varnarleikur FH var agaður með Eggert Gunnþór vel staðsettan fyrir framan vörnina, og Daníel og Þórir Jóhann gerðu vel í að búa til mörkin tvö. Hverjir stóðu upp úr? Það er auðvelt að benda á Þóri. Sóknir FH-inga voru ekki mjög margar en fóru allar í gegnum hann, að minnsta kosti lengi framan af. Seinni stoðsending hans var gullmoli. Daníel gerði mjög vel í báðum mörkunum og Eggert batt liðið vel saman. Kennie Chopart var sem fyrr á fullu fram og aftur völlinn fyrir KR-inga og hefði líklega átt að fá vítaspyrnu í aðdraganda marks þeirra, og það vantaði lítið upp á að Óskar Örn Hauksson byggi til mark. Hvað gekk illa? Eggert Gunnþór styrkir auðvitað lið FH en blæs varla miklu lífi í sóknarleik liðsins. Í kvöld voru Lennon og hinn ungi Baldur Logi, sem fékk risastórt tækifæri, varla sjáanlegir. Björn Daníel svaf á verðinum þegar KR skoraði. Hjá KR kom lítið út úr miðjumönnum liðsins, Arnór Sveinn hefði hugsanlega mátt mæta Þóri í fyrra marki FH og Atli náði sér ekki á strik. Hvað gerist næst? KR er á leið til Skotlands til að mæta meisturum Celtic á þriðjudaginn í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Næsti deildarleikur KR-inga er stórleikur við Val á laugardaginn eftir viku. FH tekur á móti Stjörnunni strax á mánudaginn í leik úr 4. umferð sem var frestað. FH mætir HK á laugardaginn eftir viku og eftir 13 daga er svo Evrópuleikur liðsins við slóvakíska liðið Dunajská Streda á Kaplakrikavelli. Logi var sáttur með stigin þrjú.mynd/stöð 2 Logi: Fyrst og fremst ánægja og gleði „Þetta er fyrst og fremst ánægja og gleði að hafa sigrað þetta sterka lið hér á heimavelli. Það hefur ekki hver sem er komið hingað og gert það. Við erum bara mjög ánægðir, það er fyrst og fremst það sem situr eftir,“ sagði Logi sáttur að leik loknum. Gefur sigur kvöldsins FH-ingum aukna trú fyrir komandi verkefni? „Klárlega. Svona verkefni sem skilar sigrar skilar alltaf einhverju til framhaldsins, það er alveg ljóst. Eftir að við Eiður [Smári Guðjohnsen, aðstoðarþjálfari FH] byrjuðum höfum við fengið það sem menn vilja kalla léttari mótherja og aldrei lent í alvöru prófi að mati sumra en þetta var allavega alvöru próf.“ „Hann leysir allar þessar stöður. Hann getur verið í öllum þessum fremstu stöðum og inn á miðjunni líka. Það er mikill styrkur að vera með mann sem getur leyst meira en eina stöðu á vellinum,“ sagði Logi um frammistöðu Þóris Jóhanns Helgasonar á Meistaravöllum í dag. Þórir Jóhann lagði upp bæði mörk FH í leiknum. Það fyrra á meðan hann lék á vinstri vængnum og það síðara er hann lék á þeim hægri. „Við notuðum þetta hlé til að reyna bæta líkamlegt atgervi og líður okkur eins og það hafi tekist. Okkur hefur legið á hálsi fyrir að vera ekki nógu sterkir í lok leikjanna, við vildum bæta það og það fannst mér skila sér í dag,“ sagði Logi að lokum. Rúnar var sáttur með leik sinna manna þó þeir hafi ekki náð að nýta færin.VÍSIR/DANÍEL Rúnar: Við nýttum bara ekki færin okkar „Við nýttum bara ekki færin okkar, mér fannst við byrja leikinn vel en misstum aðeins móðinn þegar fór að líða á og misstum boltann illa. Unnum okkur inn í leikinn og sköpuðum nóg af færum til að vinna leikinn eða allavega ná í stig, náðum ekki að nýta færin og FH-ingarnir gerðu vel“ sagði Rúnar svekktur aðspurður hver væri ástæða þess að KR hefði ekki náð í stig á heimavelli en Íslandsmeistararnir fengu urmul af færum. KR missti þá Kristinn Jónsson og Kristján Flóka Finnbogason út af vegna meiðsla í síðari hálfleik og riðlaði það töluvert leik þeirra. „Slæmt að missa Kristinn út af. Pablo (Punyed) var nýkominn inn á því við vildum fá aðeins öðruvísi leikmann inn á miðjuna fyrir Finn Orra (Margeirsson). Finnur var búinn að standa sig mjög vel og við vildum fara sækja öll þrjú stigin en svo fer Kristinn út af, Pablo fer í vinstri bakvörðinn og við þurfum að gera breytingu á okkar liði. Auðvitað truflar það alltaf eitthvað. FH gerir gott mark skömmu síðar og við náum ekki að jafna þó við höfum fengið nóg af tækifærum til þess.“ „Í upphafi síðari hálfleiks virtust menn aðeins vera að spara sig eins og það væri komin smá þreyta í mannskapinn enda ekki búnir að spila í tvær til þrjár vikur. Það sama á við um FH-ingana en mér fannst við aðeins þyngri en þeir á þessum kafla. Svo sýnum við það síðustu 20-25 mínúturnar að við áttum nóg inni. Pressuðum þá til baka, reyndum að jafna og fengum nóg af færum en eins og ég sagði þá náðum við ekki að nýta tækifærin okkar og þá fer svona.“ „Kristján fékk krampa aftan í kálfa held ég og Kristinn fékk högg á legginn. Það er kannski vont í 1-2 daga en hann er vonandi klár á þriðjudaginn (þegar KR mætir Celtic í undankeppni Meistaradeild Evrópu). Við eigum samt nóg af leikmönnum til að fylla upp í þessar stöður en það er alltaf leiðinlegt þegar menn detta út, sérstaklega þegar við erum að byrja aftur eftir langa pásu,“ sagði Rúnar að lokum. Daníel Hafsteinsson - hér í treyju KA - kom, sá og sigraði í Frostaskjóli í kvöld.VÍSIR/BÁRA Daníel Hafsteinsson: Geggjað að ná sigri á erfiðum útivelli „Bara geggjað að ná sigri á erfiðum útivelli,“ sagði hetja FH-inga að leik loknum um sín fyrstu viðbrögð að leik loknum. „Já í rauninni, fyrst við unnum þá hlýtur það að vera,“ sagði Daníel aðspurður hvort leikplan FH-inga hefði gengið fullkomlega upp. „Okkur líður bara mjög vel, komnir með nýja þjálfara, búnir að æfa mjög vel og komnir í hörku stand,“ sagði Daníel áður en hann játti því að lokum að þetta væri gamla góða klisjan, „einn leikur í einu og sjá hverju það skilar í lok tímabils.“