Segist fegin að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili á tímum heimsfaraldurs Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. ágúst 2020 20:30 Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili núna. Heimsóknartími flestra hjúkrunarheimila hefur verið skertur í faraldri kórónuveirunnar. Íbúi á Hrafnistu segist afar ánægð með að gengið sé svo langt í að tryggja öryggi heimilismanna. „Mér finnst þetta alveg frábært ég get ekki fundið nokkurn skapaðan hlut að því. Það er bara verið að vernda okkur og það er okkur til góðs,“ Sagði hin 94 ára Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd. Hún segist heppin að búa á Hrafnistu - því þar er hún alla daga i kringum aðra heimilismenn. Byggi hún enn í heimahúsi hefði hún ekki eins mikinn félagsskap á þessum undarlegu tímum. „Í þessu ástandi hefði ég verið mjög mikið ein en ég er aldrei ein hérna,“ sagði Bertha. Starfsmaður segir að íbúar hafi veitt hvor öðrum félagsskap í ljósi þess að aðstandendur hafi ekki heimild til að koma á öllum tímum dagsins. Þeir hafi kennt hvor öðrum að spila, hekla og notið meiri tíma saman en ella. Ástvinir Berthu koma reglulega til hennar og spjalla við hana í gegnum gluggann. „Ég hef getað talað við þau í gegnum gler með síma og séð þau,“ sagði Bertha. Bertha segir fólk hafa lært margt nýtt í faraldrinum. Til dæmis hafi tvítugur starfsmaður í aðhlynningu lært að setja rúllur í hárið á íbúum þegar hárgreiðslustofunni var lokað. „Meira að segja einn ungur piltur og hann gerði þetta svo ljómandi vel. Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja setja rúllur í mig, það var ekkert mál,“ sagði Bertha. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira
Kona sem býr á Hrafnistu segist vera ánægð með að gengið sé langt í að tryggja öryggi heimilismanna á tímum heimsfaraldurs. Hún er fegin því að geta notið félagsskapar á hjúkrunarheimili núna. Heimsóknartími flestra hjúkrunarheimila hefur verið skertur í faraldri kórónuveirunnar. Íbúi á Hrafnistu segist afar ánægð með að gengið sé svo langt í að tryggja öryggi heimilismanna. „Mér finnst þetta alveg frábært ég get ekki fundið nokkurn skapaðan hlut að því. Það er bara verið að vernda okkur og það er okkur til góðs,“ Sagði hin 94 ára Bertha María Grímsdóttir Waagfjørd. Hún segist heppin að búa á Hrafnistu - því þar er hún alla daga i kringum aðra heimilismenn. Byggi hún enn í heimahúsi hefði hún ekki eins mikinn félagsskap á þessum undarlegu tímum. „Í þessu ástandi hefði ég verið mjög mikið ein en ég er aldrei ein hérna,“ sagði Bertha. Starfsmaður segir að íbúar hafi veitt hvor öðrum félagsskap í ljósi þess að aðstandendur hafi ekki heimild til að koma á öllum tímum dagsins. Þeir hafi kennt hvor öðrum að spila, hekla og notið meiri tíma saman en ella. Ástvinir Berthu koma reglulega til hennar og spjalla við hana í gegnum gluggann. „Ég hef getað talað við þau í gegnum gler með síma og séð þau,“ sagði Bertha. Bertha segir fólk hafa lært margt nýtt í faraldrinum. Til dæmis hafi tvítugur starfsmaður í aðhlynningu lært að setja rúllur í hárið á íbúum þegar hárgreiðslustofunni var lokað. „Meira að segja einn ungur piltur og hann gerði þetta svo ljómandi vel. Ég spurði hann að því hvort hann myndi vilja setja rúllur í mig, það var ekkert mál,“ sagði Bertha.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Eldri borgarar Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið The Vivienne er látin Erlent Fleiri fréttir Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Kviknaði í eldhúsinnréttingu Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur við Sprengisand „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sjá meira