Lífið

Afhentu Báru 136 heimaprjónaðar flíkur fyrir meðferðarheimili hér á landi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ljosid_2020_Ragnar_Th (33)
Mynd/Ljósið

Ljósið afhenti Báru Tómasdóttur nýverið framlag sitt til verkefnisins Kærleiks í hverri lykkju. Bára missti son sinn Einar Darra, sem lést eftir neyslu róandi lyfja aðeins 18 ára gamall. Kærleikur í hverri lykkju er á vegum Minningarsjóðs Einars Darra sem stendur fyrir vitundarvakningu og forvarnarfræðslunni Eitt líf með það að markmiði að sporna við og draga úr misnotkun ávana- og fíkniefna, sér í lagi meðal ungmenna.

Umsjónarmenn prjónahópsins fengu við þetta tilefni tækifæri til að fræðast betur verkefnið sem felur í sér að prjóna kærleiksgjafir sem gefnar verða inn á meðferðarheimili á Íslandi.

„Samtals prjónuðu ljósberar, aðstandendur og aðrir vinir Ljóssins 136 stykki sem munu vonandi færa þeim sem þurfa hlýju og kærleik frá okkur öllum. Meðal þess sem var afhent voru peysur, húfur, vettlingar og treflar,“ segir í tilkynningu frá Ljósinu.

Mynd/Ljósið

„Ljósið er stolt af því að hafa tekið þátt í þessu verðuga verkefni og við sendum okkar bestu þakkir til allra þeirra sem settu kærleik í hverja lykkju sem og Einrúmi og Álafoss fyrir sitt framlag.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×