Merkileg tengsl fallliðs Stoke City og Meistaradeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2020 16:30 Eric Maxim Choupo-Moting fagnar sigurmarki sínu með Neymar í leik PSG á móti Atalanta í Meistaradeildinni í gærkvöldi. EPA-EFE/David Ramos / POOL Eric Maxim Choupo-Moting var hetja Paris Saint Germain í gærkvöldi þegar hann skaut Parísarliðinu áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Fyrir aðeins tveimur árum féll hann með liði Stoke City úr ensku úrvalsdeildinni. Breski blaðamaðurinn Richard Jolly benti líka á aðra merkilega staðreynd um tengsl þessa fallliðs Stoke City og undanúrslita Meistardeildarinnar. Jolly, sem hefur skrifað fyrir miðla eins og the Guardian, the Observer, the Independent og the Daily Telegraph svo eitthvað sé nefnt. If Eric Maxim Choupo-Moting plays in the next round, it will mean the relegated Stoke squad of 2017-18 had players who played in the 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016, 2019 & 2020 Champions League semi-finals.— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020 Richard Jolly lagðist í smá rannsóknarvinnu og komst að því, að eftir að ljóst varð að Eric Maxim Choupo-Moting kæmist í undanúrslitin með Paris-Saint Germain í gær, að 2017-18 liðið hjá Stoke City hafi verið skipað leikmönnum sem hafa spilað í ellefu af síðustu sextán undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Stoke City hefur aldrei verið nálægt því að komast í Meistaradeildina en safnaði að sér stórum nöfnum þetta umrædda tímabil. Stoke féll og endaði í fimmtánda sæti í ensku b-deildinni á nýloknu tímabili. Leikmennirnir sem spiluðu með Stoke 2017-18 og hafa verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á ellefu af síðustu sextán tímabilum eru Ibrahim Afellay, Peter Crouch, Darren Fletcher, Bojan, Xherdan Shaqiri, Jesé og loks Eric Maxim Choupo-Moting. Það dugði þó ekki til að bjarga Stoke liðinu frá falli vorið 2018. Liðið endaði í 19. sæti með aðeins 7 sigra í 38 leikjum og markatölu upp á -33. Stoke var þremur stigum á eftir Southampton sem sat í síðasta örugga sætinu. Xherdan Shaqiri var markahæstur hjá Stoke liðinu með átta mörk, Mame Biram Diouf skoraði sex mörk og þeir Eric Maxim Choupo-Moting og Peter Crouch voru með fimm mörk hvor. 2005 Johnson2007 Crouch2008 Fletcher2009 Fletcher2010 Bojan2011 Fletcher2013 Shaqiri2015 Jese2016 Jese2019 Shaqiri2020 Choupo-Moting https://t.co/V118ZzE0uI— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020 Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Sjá meira
Eric Maxim Choupo-Moting var hetja Paris Saint Germain í gærkvöldi þegar hann skaut Parísarliðinu áfram í undanúrslit Meistaradeildarinnar. Fyrir aðeins tveimur árum féll hann með liði Stoke City úr ensku úrvalsdeildinni. Breski blaðamaðurinn Richard Jolly benti líka á aðra merkilega staðreynd um tengsl þessa fallliðs Stoke City og undanúrslita Meistardeildarinnar. Jolly, sem hefur skrifað fyrir miðla eins og the Guardian, the Observer, the Independent og the Daily Telegraph svo eitthvað sé nefnt. If Eric Maxim Choupo-Moting plays in the next round, it will mean the relegated Stoke squad of 2017-18 had players who played in the 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2013, 2015, 2016, 2019 & 2020 Champions League semi-finals.— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020 Richard Jolly lagðist í smá rannsóknarvinnu og komst að því, að eftir að ljóst varð að Eric Maxim Choupo-Moting kæmist í undanúrslitin með Paris-Saint Germain í gær, að 2017-18 liðið hjá Stoke City hafi verið skipað leikmönnum sem hafa spilað í ellefu af síðustu sextán undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Stoke City hefur aldrei verið nálægt því að komast í Meistaradeildina en safnaði að sér stórum nöfnum þetta umrædda tímabil. Stoke féll og endaði í fimmtánda sæti í ensku b-deildinni á nýloknu tímabili. Leikmennirnir sem spiluðu með Stoke 2017-18 og hafa verið í undanúrslitum Meistaradeildarinnar á ellefu af síðustu sextán tímabilum eru Ibrahim Afellay, Peter Crouch, Darren Fletcher, Bojan, Xherdan Shaqiri, Jesé og loks Eric Maxim Choupo-Moting. Það dugði þó ekki til að bjarga Stoke liðinu frá falli vorið 2018. Liðið endaði í 19. sæti með aðeins 7 sigra í 38 leikjum og markatölu upp á -33. Stoke var þremur stigum á eftir Southampton sem sat í síðasta örugga sætinu. Xherdan Shaqiri var markahæstur hjá Stoke liðinu með átta mörk, Mame Biram Diouf skoraði sex mörk og þeir Eric Maxim Choupo-Moting og Peter Crouch voru með fimm mörk hvor. 2005 Johnson2007 Crouch2008 Fletcher2009 Fletcher2010 Bojan2011 Fletcher2013 Shaqiri2015 Jese2016 Jese2019 Shaqiri2020 Choupo-Moting https://t.co/V118ZzE0uI— Richard Jolly (@RichJolly) August 12, 2020
Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Leicester - Liverpool | Geta farið langt með að tryggja sér titilinn Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Sjá meira