Biðla til yfirvalda að finna lausnir fyrir listalífið Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 19:56 Íslenska Óperan, Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Menningarfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og RÚV eru aðilar að SAVÍST. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum og tónlist, SAVÍST, hvetja stjórnvöld til þess að leita leiða til að starfsemi lista- og menningarstofnana geti farið aftur af stað í þrepum á næstu vikum. Þau leggja til að skoðað verði hvort mögulegt sé að nálgast menningarstarfsemi með svipuðum hætti og gert hefur verið með íþróttahreyfinguna. Þetta kemur fram í ályktun frá SAVÍST þar sem þau ítreka mikilvægi þess að menningarlíf landsins komist aftur í gang. Það hafi stöðvast nær algjörlega þegar samkomutakmarkanir tóku fyrst gildi og menningarstofnanir hafi fylgt tilmælum yfirvalda í einu og öllu. Íslenska Óperan, Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Menningarfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og RÚV eru aðilar að SAVÍST. Þau segja mikilvægt að æfingar og annar undirbúningur geti hafist sem fyrst svo hægt sé að bregðast skjótt við ef tilslakanir verða, rétt eins og íþróttafólki hefur verið gert kleift að hefja æfingar á ný. Vilja þau leita allra leiða til þess að starfsemi geti farið af stað sem fyrst innan menningarstofnana, en þó alltaf í samræmi við tilmæli og skilyrði sem yfirvöld setja. „Að sjálfsögðu vilja menningarstofnanir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mikilvægast er þó að æfingar og annar undirbúningur viðburða geti hafist hið fyrsta og farið fram með eins eðlilegum hætti og unnt er. Þar mætti horfa til þeirra tilslakana sem gerðar hafa verið fyrir ákveðna þætti atvinnulífsins, íþróttahreyfinguna og skóla,“ segir í ályktun SAVÍST. Það sé mikið kappsmál að standa vörð um menningu og listir og þann breiða hóp sem hefur atvinnu af listgreinum. Þá sé það ekki síður mikilvægt fyrir alla þá landsmenn sem „sækja andlega næringu í þann brunn“. „Heill okkar og hamingja er í húfi,“ segir að lokum. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Dans Tónlist Íslenska óperan Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum og tónlist, SAVÍST, hvetja stjórnvöld til þess að leita leiða til að starfsemi lista- og menningarstofnana geti farið aftur af stað í þrepum á næstu vikum. Þau leggja til að skoðað verði hvort mögulegt sé að nálgast menningarstarfsemi með svipuðum hætti og gert hefur verið með íþróttahreyfinguna. Þetta kemur fram í ályktun frá SAVÍST þar sem þau ítreka mikilvægi þess að menningarlíf landsins komist aftur í gang. Það hafi stöðvast nær algjörlega þegar samkomutakmarkanir tóku fyrst gildi og menningarstofnanir hafi fylgt tilmælum yfirvalda í einu og öllu. Íslenska Óperan, Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Menningarfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og RÚV eru aðilar að SAVÍST. Þau segja mikilvægt að æfingar og annar undirbúningur geti hafist sem fyrst svo hægt sé að bregðast skjótt við ef tilslakanir verða, rétt eins og íþróttafólki hefur verið gert kleift að hefja æfingar á ný. Vilja þau leita allra leiða til þess að starfsemi geti farið af stað sem fyrst innan menningarstofnana, en þó alltaf í samræmi við tilmæli og skilyrði sem yfirvöld setja. „Að sjálfsögðu vilja menningarstofnanir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mikilvægast er þó að æfingar og annar undirbúningur viðburða geti hafist hið fyrsta og farið fram með eins eðlilegum hætti og unnt er. Þar mætti horfa til þeirra tilslakana sem gerðar hafa verið fyrir ákveðna þætti atvinnulífsins, íþróttahreyfinguna og skóla,“ segir í ályktun SAVÍST. Það sé mikið kappsmál að standa vörð um menningu og listir og þann breiða hóp sem hefur atvinnu af listgreinum. Þá sé það ekki síður mikilvægt fyrir alla þá landsmenn sem „sækja andlega næringu í þann brunn“. „Heill okkar og hamingja er í húfi,“ segir að lokum.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Dans Tónlist Íslenska óperan Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Lífið Dagur og Ingunn hætt saman Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Merzedes Club snýr aftur Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira