Biðla til yfirvalda að finna lausnir fyrir listalífið Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2020 19:56 Íslenska Óperan, Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Menningarfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og RÚV eru aðilar að SAVÍST. Vísir/Vilhelm Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum og tónlist, SAVÍST, hvetja stjórnvöld til þess að leita leiða til að starfsemi lista- og menningarstofnana geti farið aftur af stað í þrepum á næstu vikum. Þau leggja til að skoðað verði hvort mögulegt sé að nálgast menningarstarfsemi með svipuðum hætti og gert hefur verið með íþróttahreyfinguna. Þetta kemur fram í ályktun frá SAVÍST þar sem þau ítreka mikilvægi þess að menningarlíf landsins komist aftur í gang. Það hafi stöðvast nær algjörlega þegar samkomutakmarkanir tóku fyrst gildi og menningarstofnanir hafi fylgt tilmælum yfirvalda í einu og öllu. Íslenska Óperan, Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Menningarfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og RÚV eru aðilar að SAVÍST. Þau segja mikilvægt að æfingar og annar undirbúningur geti hafist sem fyrst svo hægt sé að bregðast skjótt við ef tilslakanir verða, rétt eins og íþróttafólki hefur verið gert kleift að hefja æfingar á ný. Vilja þau leita allra leiða til þess að starfsemi geti farið af stað sem fyrst innan menningarstofnana, en þó alltaf í samræmi við tilmæli og skilyrði sem yfirvöld setja. „Að sjálfsögðu vilja menningarstofnanir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mikilvægast er þó að æfingar og annar undirbúningur viðburða geti hafist hið fyrsta og farið fram með eins eðlilegum hætti og unnt er. Þar mætti horfa til þeirra tilslakana sem gerðar hafa verið fyrir ákveðna þætti atvinnulífsins, íþróttahreyfinguna og skóla,“ segir í ályktun SAVÍST. Það sé mikið kappsmál að standa vörð um menningu og listir og þann breiða hóp sem hefur atvinnu af listgreinum. Þá sé það ekki síður mikilvægt fyrir alla þá landsmenn sem „sækja andlega næringu í þann brunn“. „Heill okkar og hamingja er í húfi,“ segir að lokum. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Dans Tónlist Íslenska óperan Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum og tónlist, SAVÍST, hvetja stjórnvöld til þess að leita leiða til að starfsemi lista- og menningarstofnana geti farið aftur af stað í þrepum á næstu vikum. Þau leggja til að skoðað verði hvort mögulegt sé að nálgast menningarstarfsemi með svipuðum hætti og gert hefur verið með íþróttahreyfinguna. Þetta kemur fram í ályktun frá SAVÍST þar sem þau ítreka mikilvægi þess að menningarlíf landsins komist aftur í gang. Það hafi stöðvast nær algjörlega þegar samkomutakmarkanir tóku fyrst gildi og menningarstofnanir hafi fylgt tilmælum yfirvalda í einu og öllu. Íslenska Óperan, Íslenski dansflokkurinn, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Borgarleikhúsið, Menningarfélag Akureyrar, Þjóðleikhúsið og RÚV eru aðilar að SAVÍST. Þau segja mikilvægt að æfingar og annar undirbúningur geti hafist sem fyrst svo hægt sé að bregðast skjótt við ef tilslakanir verða, rétt eins og íþróttafólki hefur verið gert kleift að hefja æfingar á ný. Vilja þau leita allra leiða til þess að starfsemi geti farið af stað sem fyrst innan menningarstofnana, en þó alltaf í samræmi við tilmæli og skilyrði sem yfirvöld setja. „Að sjálfsögðu vilja menningarstofnanir geta tekið á móti gestum eins fljótt og auðið er en mikilvægast er þó að æfingar og annar undirbúningur viðburða geti hafist hið fyrsta og farið fram með eins eðlilegum hætti og unnt er. Þar mætti horfa til þeirra tilslakana sem gerðar hafa verið fyrir ákveðna þætti atvinnulífsins, íþróttahreyfinguna og skóla,“ segir í ályktun SAVÍST. Það sé mikið kappsmál að standa vörð um menningu og listir og þann breiða hóp sem hefur atvinnu af listgreinum. Þá sé það ekki síður mikilvægt fyrir alla þá landsmenn sem „sækja andlega næringu í þann brunn“. „Heill okkar og hamingja er í húfi,“ segir að lokum.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikhús Dans Tónlist Íslenska óperan Sinfóníuhljómsveit Íslands Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira