Kvennalið KR styrkir sig með tveimur erlendum leikmönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 16:30 Taryn McCutcheon í leik með Michigan State háskólaliðinu á síðustu leiktíð en hún spilar í Vesturbænum í vetur. Getty/G Fiume KR hefur samið við leikstjórnandann Taryn McCutcheon frá Bandaríkjunum, og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen um að leika með meistaraflokki kvenna í Domino´s deildinni á komandi leiktíð. KR segir frá komu nýju erlendu leikmanna sinn á heimasíðu sinni en þar er einnig viðtal við þjálfarann um liðstyrkinn. Francisco Garcia tók við KR-liðinu af Benedikti Guðmundssyni í sumar. Taryn McCutcheon er 165 sm á hæð og kemur frá Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum. Taryn var lykil leikmaður og leikstjórnandi í liði MSU þar sem hún skoraði 9,4 stig og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum með skólanum. Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í sögu kvennaliðs Michigan State eða 582 á fjórum árum. Á síðasta ári sínu með Michigan State háskólaliðinu þá var Taryn McCutcheon með 10,8 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún tók þátt í nýliðavali WNBA á þessu ári en var ekki valin. Annika Holopainen er 27 ára finnsk landsliðskona en hún er 188 sm framherji sem hefur spilað með liðum á borð við Reims í Frakklandi, Gdansk í Póllandi og TSV Wasserburg í Þýskalandi. Annika lék með Old Dominion háskólanum í Bandaríkjunum. Annika Holopainen spilaði í frönsku b-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hún var með 8,9 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik. „Við vorum að leita að fjölhæfum leikmönnum sem gætu leyst nokkrar stöður á vellinum. Leikmönnum sem munu hjálpa okkur bæði varnar- og sóknarlega og bæta liðið. Ég tel að Taryn og Annika uppfylli þessi skilyrði, ég er mjög ánægður með þennan liðsstyrk,“ sagði Francisco Garcia, þjálfari KR, við heimasíðu KR. „Taryn er traustur leikstjórnandi, snjöll, getur skorað en jafnframt góður varnarmaður. Hún var leiðtogi í sterku liði Michigan State,“ sagði Garcia. „Annika er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrist, fjarka og fimmu. Hún er líka reynslumikil. Fyrir utan háskólaferil hennar, þá hefur hún spilað í erfiðri deild í Þýskalandi, þar sem hún spilaði líka í Eurocup, einnig hefur hún spilað í Póllandi og Frakklandi. Svo er hún í finnska landsliðinu. Hún mun gefa KR-liðinu mikinn karakter,“ sagði Garcia. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira
KR hefur samið við leikstjórnandann Taryn McCutcheon frá Bandaríkjunum, og finnsku landsliðskonuna Anniku Holopainen um að leika með meistaraflokki kvenna í Domino´s deildinni á komandi leiktíð. KR segir frá komu nýju erlendu leikmanna sinn á heimasíðu sinni en þar er einnig viðtal við þjálfarann um liðstyrkinn. Francisco Garcia tók við KR-liðinu af Benedikti Guðmundssyni í sumar. Taryn McCutcheon er 165 sm á hæð og kemur frá Michigan State háskólanum í Bandaríkjunum. Taryn var lykil leikmaður og leikstjórnandi í liði MSU þar sem hún skoraði 9,4 stig og gaf 4,5 stoðsendingar að meðaltali í leik á ferli sínum með skólanum. Enginn hefur gefið fleiri stoðsendingar í sögu kvennaliðs Michigan State eða 582 á fjórum árum. Á síðasta ári sínu með Michigan State háskólaliðinu þá var Taryn McCutcheon með 10,8 stig og 3,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hún tók þátt í nýliðavali WNBA á þessu ári en var ekki valin. Annika Holopainen er 27 ára finnsk landsliðskona en hún er 188 sm framherji sem hefur spilað með liðum á borð við Reims í Frakklandi, Gdansk í Póllandi og TSV Wasserburg í Þýskalandi. Annika lék með Old Dominion háskólanum í Bandaríkjunum. Annika Holopainen spilaði í frönsku b-deildinni á síðustu leiktíð þar sem hún var með 8,9 stig og 3,8 fráköst að meðaltali í leik. „Við vorum að leita að fjölhæfum leikmönnum sem gætu leyst nokkrar stöður á vellinum. Leikmönnum sem munu hjálpa okkur bæði varnar- og sóknarlega og bæta liðið. Ég tel að Taryn og Annika uppfylli þessi skilyrði, ég er mjög ánægður með þennan liðsstyrk,“ sagði Francisco Garcia, þjálfari KR, við heimasíðu KR. „Taryn er traustur leikstjórnandi, snjöll, getur skorað en jafnframt góður varnarmaður. Hún var leiðtogi í sterku liði Michigan State,“ sagði Garcia. „Annika er mjög fjölhæfur leikmaður sem getur spilað þrist, fjarka og fimmu. Hún er líka reynslumikil. Fyrir utan háskólaferil hennar, þá hefur hún spilað í erfiðri deild í Þýskalandi, þar sem hún spilaði líka í Eurocup, einnig hefur hún spilað í Póllandi og Frakklandi. Svo er hún í finnska landsliðinu. Hún mun gefa KR-liðinu mikinn karakter,“ sagði Garcia.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Sjá meira