Ný auglýsing frá heilbrigðisráðherra vegna samkomutakmarkana væntanleg Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 12:13 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu bíður heilbrigðisráðuneytið nú eftir nánari upplýsingum sem óskað var eftir frá sóttvarnalækni. Ný auglýsing frá ráðherra um framhaldið sé væntanleg fljótlega eftir að svör sóttvarnalæknis liggja fyrir. Vísir/Vilhelm Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en enginn á landamærum. Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. Núgildandi reglur, sem meðal annars kveða á um samkomutakmarkanir, tveggja metra reglu og grímunotkun undir vissum kringumstæðum sem tóku gildi föstudaginn 31. júlí, eru í gildi til miðnættis annað kvöld. Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra í gærmorgun tillögum sínum um framhaldið. Í minnisblaðinu eru meðal annars tillögur sem varða landamæraskimun, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Á upplýsingafundi í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann horfi fremur til þess að slaka á höftum en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann hafi þegar borið tilslakanir undir ráðherra en leggi þó áfram til að samkomutakmarkanir miði við hundrað manns. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnvöld óskað eftir frekari gögnum og skýringum frá sóttvarnalækni, um þær tillögur sem ráðherra fékk afhentar í gær, hvað varðar aðgerðir innanlands. Stefnt sé að því að auglýsa hvað tekur við eins fljótt og hægt er eftir að frekari gögn hafi borist frá sóttvarnalækni. Vonast er til að það verði sem fyrst í dag en í allra síðasta lagi fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beinist auglýsing heilbrigðisráðherra, sem nú er í vinnslu og verður að öllum líkindum kynnt í dag, ekki að breyttum ráðstöfunum á landamærum, heldur aðeins því sem tekur við hér innanlands. Fleiri sýni tekin í gær en dagana þar á undan Öll fjögur sem greindust með covid-19 innanlands í gær greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem tók 667 sýni í gær. Það eru töluvert fleiri sýni en síðustu þrjá daga þar á undan. Enginn af þeim 523 sem skimaðir voru hjá Íslenskri erfðagreiningu voru með veiruna og ekki heldur neinn þeirra ríflega 2100 sem fóru í sýnatöku á landamærum. Þau tvö sem greindust á landamærum í fyrradag og biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust hins vegar vera með veiruna en þannig greindust alls 5 með virkt smit á landamærum í fyrradag. Alls eru nú 115 í einangrun með virkt smit og 766 í sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira
Fjórir greindust með kórónuveiruna innanlands í gær en enginn á landamærum. Búist er við að stjórnvöld greini frá því síðar í dag eða í fyrramálið hvert framhaldið verður hvað varðar samkomutakmarkanir og aðgerðir innanlands, eftir að núgildandi ráðstafanir renna úr gildi á miðnætti annað kvöld. Núgildandi reglur, sem meðal annars kveða á um samkomutakmarkanir, tveggja metra reglu og grímunotkun undir vissum kringumstæðum sem tóku gildi föstudaginn 31. júlí, eru í gildi til miðnættis annað kvöld. Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra í gærmorgun tillögum sínum um framhaldið. Í minnisblaðinu eru meðal annars tillögur sem varða landamæraskimun, eins metra regluna og um íþróttir með snertingum. Á upplýsingafundi í gær kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis að hann horfi fremur til þess að slaka á höftum en að þau verði hert. Fáir sýktir undanfarna daga gefi vonir um að sóttvarnayfirvöld séu að ná tökum á hópsýkingunni sem þau hafa fengist við síðustu daga. Hann hafi þegar borið tilslakanir undir ráðherra en leggi þó áfram til að samkomutakmarkanir miði við hundrað manns. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa stjórnvöld óskað eftir frekari gögnum og skýringum frá sóttvarnalækni, um þær tillögur sem ráðherra fékk afhentar í gær, hvað varðar aðgerðir innanlands. Stefnt sé að því að auglýsa hvað tekur við eins fljótt og hægt er eftir að frekari gögn hafi borist frá sóttvarnalækni. Vonast er til að það verði sem fyrst í dag en í allra síðasta lagi fyrir hádegi á morgun. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu beinist auglýsing heilbrigðisráðherra, sem nú er í vinnslu og verður að öllum líkindum kynnt í dag, ekki að breyttum ráðstöfunum á landamærum, heldur aðeins því sem tekur við hér innanlands. Fleiri sýni tekin í gær en dagana þar á undan Öll fjögur sem greindust með covid-19 innanlands í gær greindust hjá sýkla- og veirufræðideild Landspítalans sem tók 667 sýni í gær. Það eru töluvert fleiri sýni en síðustu þrjá daga þar á undan. Enginn af þeim 523 sem skimaðir voru hjá Íslenskri erfðagreiningu voru með veiruna og ekki heldur neinn þeirra ríflega 2100 sem fóru í sýnatöku á landamærum. Þau tvö sem greindust á landamærum í fyrradag og biðu niðurstöðu mótefnamælingar reyndust hins vegar vera með veiruna en þannig greindust alls 5 með virkt smit á landamærum í fyrradag. Alls eru nú 115 í einangrun með virkt smit og 766 í sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Sjá meira