Andrea Pirlo er á leið í sitt fyrsta þjálfarastarf en hann var ráðinn þjálfari ítölsku meistaranna í Juventus á dögunum.
Maurizio Sarri var rekinn úr starfi og Pirlo, sem hafði verið ráðinn þjálfari U23-ára liðs félagsins, var fenginn til þess að taka við félaginu.
Þegar litið er á launapakka Pirlo er ljóst að hann er að spara félaginu fullt af peningum því einungis þrír leikmenn í leikmannahópnum fá það sama eða minna en Pirlo.
Árslaun Pirlo hljóða upp á 1,6 milljónir punda en það eru einungis Merih Demiral [1,6], Gianluigi Buffon [1,3] og Carlo Pinsoglio [0,2] sem eru á sömu launum eða verri en Pirlo.
Á hinum endanum kemur ekki neinum á óvart hver sé launahæstur. Cristiano Ronaldo er talinn fá 28 milljónir punda á ári en næstur á eftir honum kemur Matthijs de Ligt með 7,2 milljónir punda.
Andrea Agnelli, forseti Juventus, mun væntanlega hækka launin hans Pirlo standi hann sig vel á sínu fyrsta ári en samningur hans er einungis til eins árs.
REVEALED: Just THREE Juventus players earn less than Andrea Pirlo's £1.6m a year wages... while Cristiano Ronaldo earns over £20m MORE than second-highest paid star
— MailOnline Sport (@MailSport) August 11, 2020
https://t.co/jnCyYDpZSl