Segir tölur eigin ríkisstjórnar um skógarelda vera lygar Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 23:49 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. AP/Eraldo Peres Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur brugðist reiður við fregnum um fjölmargar skógarelda á Amasonsvæðinu og segir þær vera „lygar“. Jafnvel þó fregnirnar byggi að miklu leiti á opinberum gögnum hans eigin ríkisstjórnar, sem segja þúsundir skógarelda loga í landinu. Þar að auki er Bolsonaro sjálfur sagður hafa sent hermenn á svæðið til að berjast gegn skógareldum. Bolsonaro beitti svipuðum aðferðum í fyrra og þvertók fyrir að skógareldar væru vandamál. Það leiddi til deilna á milli hans og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og annarra þjóðarleiðtoga. Í ágúst í fyrra höfðu skógareldar ekki verið verri í landinu í níu ár. Samkvæmt frétt Reuters er útlitið verra nú í ár. Rúmlega tíu þúsund eldar voru skráðir á fyrstu tíu dögum mánaðarins og er það 17 prósentum hærra en í fyrra, samkvæmt tölum frá Geimvísindastofnun Brasilíu, IPNE. Vitni á svæðinu sagði reyk þekja himininn á daginn og að eldarnir lýstu upp næturnar. Sérfræðingar segja þessa elda kveikta til að búa til meira ræktarland. Í ræðu sem Bolsonaro hélt fyrir framan aðra þjóðarleiðtoga Suður-Ameríku á fundi samtaka ríkja um vernd Amasonskógarins, í dag sagði forsetinn að þetta væri allt ósatt. Ef maður flygi yfir frumskóginn væri ekki einn eldur sýnilegur. Í fyrra, þegar opinberar tölur IPNE fóru gegn ummælum Bolsonaro, rak hann yfirmann stofnunarinnar. Brasilía Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, hefur brugðist reiður við fregnum um fjölmargar skógarelda á Amasonsvæðinu og segir þær vera „lygar“. Jafnvel þó fregnirnar byggi að miklu leiti á opinberum gögnum hans eigin ríkisstjórnar, sem segja þúsundir skógarelda loga í landinu. Þar að auki er Bolsonaro sjálfur sagður hafa sent hermenn á svæðið til að berjast gegn skógareldum. Bolsonaro beitti svipuðum aðferðum í fyrra og þvertók fyrir að skógareldar væru vandamál. Það leiddi til deilna á milli hans og Emmanuel Macron, forseta Frakklands, og annarra þjóðarleiðtoga. Í ágúst í fyrra höfðu skógareldar ekki verið verri í landinu í níu ár. Samkvæmt frétt Reuters er útlitið verra nú í ár. Rúmlega tíu þúsund eldar voru skráðir á fyrstu tíu dögum mánaðarins og er það 17 prósentum hærra en í fyrra, samkvæmt tölum frá Geimvísindastofnun Brasilíu, IPNE. Vitni á svæðinu sagði reyk þekja himininn á daginn og að eldarnir lýstu upp næturnar. Sérfræðingar segja þessa elda kveikta til að búa til meira ræktarland. Í ræðu sem Bolsonaro hélt fyrir framan aðra þjóðarleiðtoga Suður-Ameríku á fundi samtaka ríkja um vernd Amasonskógarins, í dag sagði forsetinn að þetta væri allt ósatt. Ef maður flygi yfir frumskóginn væri ekki einn eldur sýnilegur. Í fyrra, þegar opinberar tölur IPNE fóru gegn ummælum Bolsonaro, rak hann yfirmann stofnunarinnar.
Brasilía Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira